Strauk píkuna á samstarfskonu á árshátíð úti á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2024 13:28 Fram kemur í dómum að lögreglumenn við embætti utan höfuðborgarsvæðisins hafi skutlað manninum til Reykjavíkur. Lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu hafi ekið á móti þeim og tekið við manninum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa árétti samstarfskonu sína kynferðislega á árshátíð fyrirtækisins haustið 2022. Konan hætti störfum hjá fyrirtækinu og færði sig yfir á vinnustöð þar sem aðeins konur vinna. Það var 1. október 2022 sem fyrirtækið hélt árshátíð á hóteli á suðvesturhorninu, utan höfuðborgarsvæðisins. Konan var nýbyrjuð að vinna á staðnum og var mætt með eiginmanni sínum. Karlmaðurinn hafði unnið þar í fjögur til fimm ár. Konan lýsti því að hún hefði verið að dansa með öðrum starfsmönnum á meðan trúbador spilaði Teenage Dirtbag fyrir hópinn. Karlmaðurinn hefði gengið í áttina til hennar og hún talið hann ætla á barinn. Hann hefði gengið að henni og snert á henni píkuna með fingri sínum utan klæða. Konan sagðist hafa frosið, verið í algjörlegu áfalli og hugsað hvort þetta hefði í alvöru gerst. Kona á dansgólfinu hefði spurt hana hvort það væri í lagi með hana og hún sagt: „Nei, hann snerti á mér píkuna.“ Tekur nú stærri skammta af lyfjum Konan sagðist hafa farið að borðinu sínu og brotnaði niður. Allt hefði farið í háaloft og eiginmaður hennar farið við fleiri menn að leita uppi karlmanninn. Á þessum tíma hefði hún verið búin að ljúka eins og hálfs árs áfallameðferð vegna kynferðisbrots. Í kjölfarið hefði hún hætt störfum hjá fyrirtækinu og farið að vinna á stað þar sem eingöngu konur vinni. Hún sagðist ekki geta verið inni í herbergi með karlmönnum. Hún hefði verið komin af kvíða- og þunglyndislyfjum en tæki nú stærri skammta en áður. Hún væri ekki sama manneskja. Karlmaðurinn neitaði sök og sagðist ekki hafa áreitt konuna kynferðislega. Hefði orðið snerting hefði það verið óvart. Eftirlitsmyndavélar ættu að staðfesta það. Engar upptökur voru til af atburðum í salnum. Sagði áreitni ekki í sínum karakter Hann sagðist hafa drukkið einn bjór og einn sterkan drykk en minni hans væri þó almennt þokukennt. Gestir sögðu hann hafa tekið upp myndbönd af konum á dansgólfinu en sjálfur sagðist hann hafa verið að taka upp trúbadorinn og prófa nýja símann sinn. Hann sagði ekki í sínum karakter að gera hluti eins og honum væri gefið að sök. Aftur á móti hefði hann heyrt að konan kvartaði undan fólki yfir minniháttarhlutum. Héraðsdómur taldi framburð mannsins hvað varðaði áfengisdrykkju misvísandi því aðrir gestir og lögregla hafi lýst mikilli ölvun af hans hálfu. Gestir hefðu sagt hann taka myndir í óþökk kvenna á dansgólfinu en hann ekkert munað eftir því. Hann hefði aftur á móti munað eftir því þegar farið var með hann inn á hótelherbergi. Var framburður mannsins metinn ótrúverðugur á meðan framburður konunnar var talinn hafa verið stöðugur og trúverðugur um þau atriði sem skiptu máli. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni hálfa milljón króna í bætur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómsmál Vinnustaðamenning Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Það var 1. október 2022 sem fyrirtækið hélt árshátíð á hóteli á suðvesturhorninu, utan höfuðborgarsvæðisins. Konan var nýbyrjuð að vinna á staðnum og var mætt með eiginmanni sínum. Karlmaðurinn hafði unnið þar í fjögur til fimm ár. Konan lýsti því að hún hefði verið að dansa með öðrum starfsmönnum á meðan trúbador spilaði Teenage Dirtbag fyrir hópinn. Karlmaðurinn hefði gengið í áttina til hennar og hún talið hann ætla á barinn. Hann hefði gengið að henni og snert á henni píkuna með fingri sínum utan klæða. Konan sagðist hafa frosið, verið í algjörlegu áfalli og hugsað hvort þetta hefði í alvöru gerst. Kona á dansgólfinu hefði spurt hana hvort það væri í lagi með hana og hún sagt: „Nei, hann snerti á mér píkuna.“ Tekur nú stærri skammta af lyfjum Konan sagðist hafa farið að borðinu sínu og brotnaði niður. Allt hefði farið í háaloft og eiginmaður hennar farið við fleiri menn að leita uppi karlmanninn. Á þessum tíma hefði hún verið búin að ljúka eins og hálfs árs áfallameðferð vegna kynferðisbrots. Í kjölfarið hefði hún hætt störfum hjá fyrirtækinu og farið að vinna á stað þar sem eingöngu konur vinni. Hún sagðist ekki geta verið inni í herbergi með karlmönnum. Hún hefði verið komin af kvíða- og þunglyndislyfjum en tæki nú stærri skammta en áður. Hún væri ekki sama manneskja. Karlmaðurinn neitaði sök og sagðist ekki hafa áreitt konuna kynferðislega. Hefði orðið snerting hefði það verið óvart. Eftirlitsmyndavélar ættu að staðfesta það. Engar upptökur voru til af atburðum í salnum. Sagði áreitni ekki í sínum karakter Hann sagðist hafa drukkið einn bjór og einn sterkan drykk en minni hans væri þó almennt þokukennt. Gestir sögðu hann hafa tekið upp myndbönd af konum á dansgólfinu en sjálfur sagðist hann hafa verið að taka upp trúbadorinn og prófa nýja símann sinn. Hann sagði ekki í sínum karakter að gera hluti eins og honum væri gefið að sök. Aftur á móti hefði hann heyrt að konan kvartaði undan fólki yfir minniháttarhlutum. Héraðsdómur taldi framburð mannsins hvað varðaði áfengisdrykkju misvísandi því aðrir gestir og lögregla hafi lýst mikilli ölvun af hans hálfu. Gestir hefðu sagt hann taka myndir í óþökk kvenna á dansgólfinu en hann ekkert munað eftir því. Hann hefði aftur á móti munað eftir því þegar farið var með hann inn á hótelherbergi. Var framburður mannsins metinn ótrúverðugur á meðan framburður konunnar var talinn hafa verið stöðugur og trúverðugur um þau atriði sem skiptu máli. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni hálfa milljón króna í bætur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur.
Dómsmál Vinnustaðamenning Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent