Strauk píkuna á samstarfskonu á árshátíð úti á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2024 13:28 Fram kemur í dómum að lögreglumenn við embætti utan höfuðborgarsvæðisins hafi skutlað manninum til Reykjavíkur. Lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu hafi ekið á móti þeim og tekið við manninum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa árétti samstarfskonu sína kynferðislega á árshátíð fyrirtækisins haustið 2022. Konan hætti störfum hjá fyrirtækinu og færði sig yfir á vinnustöð þar sem aðeins konur vinna. Það var 1. október 2022 sem fyrirtækið hélt árshátíð á hóteli á suðvesturhorninu, utan höfuðborgarsvæðisins. Konan var nýbyrjuð að vinna á staðnum og var mætt með eiginmanni sínum. Karlmaðurinn hafði unnið þar í fjögur til fimm ár. Konan lýsti því að hún hefði verið að dansa með öðrum starfsmönnum á meðan trúbador spilaði Teenage Dirtbag fyrir hópinn. Karlmaðurinn hefði gengið í áttina til hennar og hún talið hann ætla á barinn. Hann hefði gengið að henni og snert á henni píkuna með fingri sínum utan klæða. Konan sagðist hafa frosið, verið í algjörlegu áfalli og hugsað hvort þetta hefði í alvöru gerst. Kona á dansgólfinu hefði spurt hana hvort það væri í lagi með hana og hún sagt: „Nei, hann snerti á mér píkuna.“ Tekur nú stærri skammta af lyfjum Konan sagðist hafa farið að borðinu sínu og brotnaði niður. Allt hefði farið í háaloft og eiginmaður hennar farið við fleiri menn að leita uppi karlmanninn. Á þessum tíma hefði hún verið búin að ljúka eins og hálfs árs áfallameðferð vegna kynferðisbrots. Í kjölfarið hefði hún hætt störfum hjá fyrirtækinu og farið að vinna á stað þar sem eingöngu konur vinni. Hún sagðist ekki geta verið inni í herbergi með karlmönnum. Hún hefði verið komin af kvíða- og þunglyndislyfjum en tæki nú stærri skammta en áður. Hún væri ekki sama manneskja. Karlmaðurinn neitaði sök og sagðist ekki hafa áreitt konuna kynferðislega. Hefði orðið snerting hefði það verið óvart. Eftirlitsmyndavélar ættu að staðfesta það. Engar upptökur voru til af atburðum í salnum. Sagði áreitni ekki í sínum karakter Hann sagðist hafa drukkið einn bjór og einn sterkan drykk en minni hans væri þó almennt þokukennt. Gestir sögðu hann hafa tekið upp myndbönd af konum á dansgólfinu en sjálfur sagðist hann hafa verið að taka upp trúbadorinn og prófa nýja símann sinn. Hann sagði ekki í sínum karakter að gera hluti eins og honum væri gefið að sök. Aftur á móti hefði hann heyrt að konan kvartaði undan fólki yfir minniháttarhlutum. Héraðsdómur taldi framburð mannsins hvað varðaði áfengisdrykkju misvísandi því aðrir gestir og lögregla hafi lýst mikilli ölvun af hans hálfu. Gestir hefðu sagt hann taka myndir í óþökk kvenna á dansgólfinu en hann ekkert munað eftir því. Hann hefði aftur á móti munað eftir því þegar farið var með hann inn á hótelherbergi. Var framburður mannsins metinn ótrúverðugur á meðan framburður konunnar var talinn hafa verið stöðugur og trúverðugur um þau atriði sem skiptu máli. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni hálfa milljón króna í bætur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómsmál Vinnustaðamenning Kynferðisofbeldi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira
Það var 1. október 2022 sem fyrirtækið hélt árshátíð á hóteli á suðvesturhorninu, utan höfuðborgarsvæðisins. Konan var nýbyrjuð að vinna á staðnum og var mætt með eiginmanni sínum. Karlmaðurinn hafði unnið þar í fjögur til fimm ár. Konan lýsti því að hún hefði verið að dansa með öðrum starfsmönnum á meðan trúbador spilaði Teenage Dirtbag fyrir hópinn. Karlmaðurinn hefði gengið í áttina til hennar og hún talið hann ætla á barinn. Hann hefði gengið að henni og snert á henni píkuna með fingri sínum utan klæða. Konan sagðist hafa frosið, verið í algjörlegu áfalli og hugsað hvort þetta hefði í alvöru gerst. Kona á dansgólfinu hefði spurt hana hvort það væri í lagi með hana og hún sagt: „Nei, hann snerti á mér píkuna.“ Tekur nú stærri skammta af lyfjum Konan sagðist hafa farið að borðinu sínu og brotnaði niður. Allt hefði farið í háaloft og eiginmaður hennar farið við fleiri menn að leita uppi karlmanninn. Á þessum tíma hefði hún verið búin að ljúka eins og hálfs árs áfallameðferð vegna kynferðisbrots. Í kjölfarið hefði hún hætt störfum hjá fyrirtækinu og farið að vinna á stað þar sem eingöngu konur vinni. Hún sagðist ekki geta verið inni í herbergi með karlmönnum. Hún hefði verið komin af kvíða- og þunglyndislyfjum en tæki nú stærri skammta en áður. Hún væri ekki sama manneskja. Karlmaðurinn neitaði sök og sagðist ekki hafa áreitt konuna kynferðislega. Hefði orðið snerting hefði það verið óvart. Eftirlitsmyndavélar ættu að staðfesta það. Engar upptökur voru til af atburðum í salnum. Sagði áreitni ekki í sínum karakter Hann sagðist hafa drukkið einn bjór og einn sterkan drykk en minni hans væri þó almennt þokukennt. Gestir sögðu hann hafa tekið upp myndbönd af konum á dansgólfinu en sjálfur sagðist hann hafa verið að taka upp trúbadorinn og prófa nýja símann sinn. Hann sagði ekki í sínum karakter að gera hluti eins og honum væri gefið að sök. Aftur á móti hefði hann heyrt að konan kvartaði undan fólki yfir minniháttarhlutum. Héraðsdómur taldi framburð mannsins hvað varðaði áfengisdrykkju misvísandi því aðrir gestir og lögregla hafi lýst mikilli ölvun af hans hálfu. Gestir hefðu sagt hann taka myndir í óþökk kvenna á dansgólfinu en hann ekkert munað eftir því. Hann hefði aftur á móti munað eftir því þegar farið var með hann inn á hótelherbergi. Var framburður mannsins metinn ótrúverðugur á meðan framburður konunnar var talinn hafa verið stöðugur og trúverðugur um þau atriði sem skiptu máli. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni hálfa milljón króna í bætur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur.
Dómsmál Vinnustaðamenning Kynferðisofbeldi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira