Enn laus sæti á leikinn um hvort Ísland tilheyri elítunni Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2024 11:36 Það er mikið undir hjá íslenska landsliðinu sem spilar á Kópavogsvelli í dag. vísir/Diego Enn er hægt að fá miða á leikinn mikilvæga sem kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar við Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Leiktíminn er óvenjulegur en flautað er til leiks klukkan 14:30. Leikið er snemma þar sem að flóðljósin á Kópavogsvelli standast ekki kröfur UEFA. Eini völlurinn á Íslandi með ljósum sem standast þær kröfur er Laugardalsvöllur, sem ekki er leikhæfur á þessum tíma árs. Nokkuð milt veður er miðað við árstíma og því ljóst að leikurinn mun geta farið fram en um er að ræða úrslitaleik um það hvort að Ísland eða Serbía verður með í A-deild Þjóðadeildarinnar í ár, með bestu liðum Evrópu. Eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum þarf Ísland sigur í dag, í venjulegum leiktíma eða þá í framlengingu eða vítaspyrnukeppni. Sæti í A-deild er afar mikilvægt því aðeins lið úr A-deild geta tryggt sig beint inn í lokakeppni EM sem fram fer í Sviss á næsta ári. Og liðin í A-deild sem ekki komast beint á EM eru örugg um að fara í umspil, og eiga þar auðveldari leið fyrir höndum en lið úr B-deild. Miðasala á leikinn er á Tix.is og samkvæmt lauslegri talningu blaðamanns voru um ellefuleytið í dag enn 273 sæti laus í nýju stúkunni á Kópavogsvelli. Miðaverð er 2.500 krónur fyrir fullorðna og 750 krónur fyrir börn 16 ára og yngri. Leikurinn hefst eins og fyrr segir klukkan 14:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 16:57 Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni Serbaleikinn Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir seinni leik Íslands og Serbíu í umspili um það hvort liðið heldur sér í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. 26. febrúar 2024 11:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Leikið er snemma þar sem að flóðljósin á Kópavogsvelli standast ekki kröfur UEFA. Eini völlurinn á Íslandi með ljósum sem standast þær kröfur er Laugardalsvöllur, sem ekki er leikhæfur á þessum tíma árs. Nokkuð milt veður er miðað við árstíma og því ljóst að leikurinn mun geta farið fram en um er að ræða úrslitaleik um það hvort að Ísland eða Serbía verður með í A-deild Þjóðadeildarinnar í ár, með bestu liðum Evrópu. Eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum þarf Ísland sigur í dag, í venjulegum leiktíma eða þá í framlengingu eða vítaspyrnukeppni. Sæti í A-deild er afar mikilvægt því aðeins lið úr A-deild geta tryggt sig beint inn í lokakeppni EM sem fram fer í Sviss á næsta ári. Og liðin í A-deild sem ekki komast beint á EM eru örugg um að fara í umspil, og eiga þar auðveldari leið fyrir höndum en lið úr B-deild. Miðasala á leikinn er á Tix.is og samkvæmt lauslegri talningu blaðamanns voru um ellefuleytið í dag enn 273 sæti laus í nýju stúkunni á Kópavogsvelli. Miðaverð er 2.500 krónur fyrir fullorðna og 750 krónur fyrir börn 16 ára og yngri. Leikurinn hefst eins og fyrr segir klukkan 14:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 16:57 Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni Serbaleikinn Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir seinni leik Íslands og Serbíu í umspili um það hvort liðið heldur sér í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. 26. febrúar 2024 11:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 16:57
Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni Serbaleikinn Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir seinni leik Íslands og Serbíu í umspili um það hvort liðið heldur sér í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. 26. febrúar 2024 11:30