Innlent

Hafa safnað þrjá­tíu milljónum til að koma fólki til Ís­lands

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sema Erla Serdar er formaður Solaris, en hún er á meðal þeirra sem hefur farið til Egyptalands til að koma fólki frá Gasa.
Sema Erla Serdar er formaður Solaris, en hún er á meðal þeirra sem hefur farið til Egyptalands til að koma fólki frá Gasa. Vilhelm/Getty

Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Solaris. Þar kemur fram að þrjú þúsund einstaklingar hafi lagt söfnuninni lið, sem og nokkur fyrirtæki og félagasamtök.

Samtökin vilja meina að 25 milljónir þurfi til viðbótar til að koma 32 mæðrum, 49 börnum og níu feðrum til bjargar sem enn eru á Gasa. 

Nú þegar hafi sjálfboðaliðar komið sex börnum og mæðrum þeirra til Íslands og öðrum tólf af landamærunum. Þá sé von á að sautján einstaklingar komist til viðbótar yfir landamærin á næstu dögum.„Langflest eru alvarlega veik og særð börn,“ segir Solaris.

„Söfnunin var nauðsynleg í ljósi þess að verkefnið er kostnaðarsamt án aðkomu stjórnvalda, en gera má ráð fyrir því að það kosti um 60 milljónir að koma þeim rúmlega 100 einstaklingum sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gaza. Söfnunin fór af stað 7. febrúar og nú þegar hafa safnast rúmar 30 milljónir króna til að koma fjölskyldunum heim.“


Tengdar fréttir

Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah

Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina.

Reið íslenskum stjórnvöldum að setja sjálfboðaliða í þessa stöðu

Einn nokkurra sjálfboðaliða, sem hefur dvalið í Kaíró undanfarið og aðstoðað Palestínumenn út af Gasa, segir hræðilegt að þurfa að velja hverjum skuli bjarga fyrst. hHún segist reið íslenskum stjórnvöldum að hafa ekki ráðist í verkið fyrr og þar með lagt það í hendur sjálfboðaliða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×