Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Jón Þór Stefánsson skrifar 25. febrúar 2024 14:57 Sema Erla Serdar er formaður Solaris, en hún er á meðal þeirra sem hefur farið til Egyptalands til að koma fólki frá Gasa. Vilhelm/Getty Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Solaris. Þar kemur fram að þrjú þúsund einstaklingar hafi lagt söfnuninni lið, sem og nokkur fyrirtæki og félagasamtök. Samtökin vilja meina að 25 milljónir þurfi til viðbótar til að koma 32 mæðrum, 49 börnum og níu feðrum til bjargar sem enn eru á Gasa. Nú þegar hafi sjálfboðaliðar komið sex börnum og mæðrum þeirra til Íslands og öðrum tólf af landamærunum. Þá sé von á að sautján einstaklingar komist til viðbótar yfir landamærin á næstu dögum.„Langflest eru alvarlega veik og særð börn,“ segir Solaris. „Söfnunin var nauðsynleg í ljósi þess að verkefnið er kostnaðarsamt án aðkomu stjórnvalda, en gera má ráð fyrir því að það kosti um 60 milljónir að koma þeim rúmlega 100 einstaklingum sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gaza. Söfnunin fór af stað 7. febrúar og nú þegar hafa safnast rúmar 30 milljónir króna til að koma fjölskyldunum heim.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Egyptaland Hjálparstarf Tengdar fréttir Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11 Reið íslenskum stjórnvöldum að setja sjálfboðaliða í þessa stöðu Einn nokkurra sjálfboðaliða, sem hefur dvalið í Kaíró undanfarið og aðstoðað Palestínumenn út af Gasa, segir hræðilegt að þurfa að velja hverjum skuli bjarga fyrst. hHún segist reið íslenskum stjórnvöldum að hafa ekki ráðist í verkið fyrr og þar með lagt það í hendur sjálfboðaliða. 20. febrúar 2024 09:01 Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Solaris. Þar kemur fram að þrjú þúsund einstaklingar hafi lagt söfnuninni lið, sem og nokkur fyrirtæki og félagasamtök. Samtökin vilja meina að 25 milljónir þurfi til viðbótar til að koma 32 mæðrum, 49 börnum og níu feðrum til bjargar sem enn eru á Gasa. Nú þegar hafi sjálfboðaliðar komið sex börnum og mæðrum þeirra til Íslands og öðrum tólf af landamærunum. Þá sé von á að sautján einstaklingar komist til viðbótar yfir landamærin á næstu dögum.„Langflest eru alvarlega veik og særð börn,“ segir Solaris. „Söfnunin var nauðsynleg í ljósi þess að verkefnið er kostnaðarsamt án aðkomu stjórnvalda, en gera má ráð fyrir því að það kosti um 60 milljónir að koma þeim rúmlega 100 einstaklingum sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gaza. Söfnunin fór af stað 7. febrúar og nú þegar hafa safnast rúmar 30 milljónir króna til að koma fjölskyldunum heim.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Egyptaland Hjálparstarf Tengdar fréttir Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11 Reið íslenskum stjórnvöldum að setja sjálfboðaliða í þessa stöðu Einn nokkurra sjálfboðaliða, sem hefur dvalið í Kaíró undanfarið og aðstoðað Palestínumenn út af Gasa, segir hræðilegt að þurfa að velja hverjum skuli bjarga fyrst. hHún segist reið íslenskum stjórnvöldum að hafa ekki ráðist í verkið fyrr og þar með lagt það í hendur sjálfboðaliða. 20. febrúar 2024 09:01 Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11
Reið íslenskum stjórnvöldum að setja sjálfboðaliða í þessa stöðu Einn nokkurra sjálfboðaliða, sem hefur dvalið í Kaíró undanfarið og aðstoðað Palestínumenn út af Gasa, segir hræðilegt að þurfa að velja hverjum skuli bjarga fyrst. hHún segist reið íslenskum stjórnvöldum að hafa ekki ráðist í verkið fyrr og þar með lagt það í hendur sjálfboðaliða. 20. febrúar 2024 09:01
Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23