Salah, De Bruyne og Casemiro næstir á óskalista Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 19:15 Þessir þrír gætu yfirgefið ensku úrvalsdeildina í sumar. Getty Images Það er nóg um digra sjóði í Sádi-Arabíu og ætlar PIF, fjárfestingasjóður ríkisins, að halda áfram að sækja stór nöfn til Evrópu þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Eru þeir Kevin de Bruyne, Mohamed Salah og Casemiro efstir á óskalistanum að svo stöddu. Það er The Times sem greinir frá en þar segir að hinn 32 ára gamli De Bruyne sé efstur á óskalista PIF. Belgíski miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli og er talið að mikið álag hjá Manchester City sé farið að taka sinn toll. Saudi clubs prepare big-money bid for Kevin De Bruynehttps://t.co/JhhPFksyF8— Paul Hirst (@hirstclass) February 23, 2024 Hann verður 33 ára gamall í sumar og á þá aðeins ár eftir af samningi. Þó Man City sé ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að fjármunum þá vill liðið forðast það að missa De Bruyne frá sér án greiðslu en síðasta sumar fór İlkay Gündoğan til Barcelona á frjálsri sölu. Framherjinn Mohamed Salah var þrálátlega orðaður við deildina í Sádi-Arabíu en hann verður 32 ára gamall í sumar. Þá rennur samningur hans líka út sumarið 2025. Casemiro fagnar 32. ára afmæli sínu í dag, 23. febrúar, en hann hefur átt gríðarlega erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð. Hann var frá í nokkurn tíma vegna meiðsla og hefur virkað langt frá sínu besta þegar hann spilar. Man United er sagt tilbúið að losa leikmanninn næsta sumar komi álitlegt tilboð í hann en hann kostaði félagið drjúgan skilding er hann kom frá Real Madríd sumarið 2022. Ekki hefur komið fram hvaða félög eru á höttunum á eftir leikmönnunum þremur en ætli PIF stefni ekki á að deila þeim niður á þrjú félög svo þau séu hvað samkeppnishæfust. Fótbolti Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Það er The Times sem greinir frá en þar segir að hinn 32 ára gamli De Bruyne sé efstur á óskalista PIF. Belgíski miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli og er talið að mikið álag hjá Manchester City sé farið að taka sinn toll. Saudi clubs prepare big-money bid for Kevin De Bruynehttps://t.co/JhhPFksyF8— Paul Hirst (@hirstclass) February 23, 2024 Hann verður 33 ára gamall í sumar og á þá aðeins ár eftir af samningi. Þó Man City sé ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að fjármunum þá vill liðið forðast það að missa De Bruyne frá sér án greiðslu en síðasta sumar fór İlkay Gündoğan til Barcelona á frjálsri sölu. Framherjinn Mohamed Salah var þrálátlega orðaður við deildina í Sádi-Arabíu en hann verður 32 ára gamall í sumar. Þá rennur samningur hans líka út sumarið 2025. Casemiro fagnar 32. ára afmæli sínu í dag, 23. febrúar, en hann hefur átt gríðarlega erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð. Hann var frá í nokkurn tíma vegna meiðsla og hefur virkað langt frá sínu besta þegar hann spilar. Man United er sagt tilbúið að losa leikmanninn næsta sumar komi álitlegt tilboð í hann en hann kostaði félagið drjúgan skilding er hann kom frá Real Madríd sumarið 2022. Ekki hefur komið fram hvaða félög eru á höttunum á eftir leikmönnunum þremur en ætli PIF stefni ekki á að deila þeim niður á þrjú félög svo þau séu hvað samkeppnishæfust.
Fótbolti Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira