Breyta fyrirkomulagi sundlauga á rauðum dögum Lovísa Arnardóttir skrifar 23. febrúar 2024 13:04 Vesturbæjarlaug lokar í einn dag í ár í stað níu eins og í fyrra. Vísir/Arnar Opnunartími sundlauga borgarinnar verður lengdur á hátíðisdögum samkvæmt tillögu sem samþykkt var í dag í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Breytingin tekur gildi frá og með páskum á þessu ári. Heildaropnun allra lauga um jól og áramót á þessu ári verður 219 klukkustundir, en var 93 klukkustundir jólin 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Skírdagur er þann 28. mars í ár. Áfram verður aðeins einn dagur þar sem allar laugarnar eru lokaðar en það er á jóladag. Laugarnar verða opnar á mun fleiri rauðum dögum en áður en á móti kemur að opnunartími innan dagsins styttist í einhverjum tilvikum. Til að ná settum hagræðingarmarkmiðum verður viðhaldslokun lauga einnig lengd um þrjá daga, eða úr fimm dögum í átta. Laugardalslaug lokar bara á jóladag eins og fyrri ár. Vísir/Vilhelm Þá verður sú breyting gerð frá og með 1. apríl næstkomandi að laugarnar verða opnar til klukkan 21:00 laugardag og sunnudag í stað klukkan 22:00. Í tilkynningu frá borginni segir að tillagan taki mið af gagnrýni sundlaugargesta og starfsfólks á fyrirkomulag opnunartíma sundlauganna um síðustu jól en þá hafði opnunartíminn verið styttur. Þá segir að ný áætlun muni uppfylla markmið um hagræðingu en jafnframt skila aukinni þjónustu á rauðum dögum. Gagnrýnin laut fyrst og fremst að því að of margar laugar voru lokaðar á sama tíma. Á þeim dögum sem lokað var í fjórum laugum af sjö varð eftirspurn í hinar þrjár gjarnan langt umfram þolmörk lauganna. Fjöldi gesta varð því gríðarlega mikill í einstakar laugar, sem olli óánægju og skapaði þrýsting á öryggiseftirlit, gæði vatns, hreinlæti og fleira. Álag á starfsfólk varð því mjög mikið sem ollu meðal annars streitu hjá starfsfólki og dró úr vilja þess til vinnu á viðkomandi dögum. Samkvæmt tillögunni verður opnunartíminn samræmdur á rauðum dögum sem á að einfalda kynningu, auka jafnræði á milli hverfa og jafna álag, Áhrif á opnunartími einstakra sundlauga á rauðum dögum verða eftirfarandi: Grafarvogslaug verður lokuð í tvo daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Dalslaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Árbæjarlaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Breiðholtslaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var 13 daga árið 2023. Laugardalslaug verður lokuð í einn dag eins og verið hefur. Sundhöllin verður lokuð í einn dag árið 2024, en var lokuð í níu daga árið 2023. Vesturbæjarlaug verður lokuð í einn dag árið 2024, en var lokuð í níu daga árið 2023. Sundlaugar Reykjavík Borgarstjórn Heilsa Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Heildaropnun allra lauga um jól og áramót á þessu ári verður 219 klukkustundir, en var 93 klukkustundir jólin 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Skírdagur er þann 28. mars í ár. Áfram verður aðeins einn dagur þar sem allar laugarnar eru lokaðar en það er á jóladag. Laugarnar verða opnar á mun fleiri rauðum dögum en áður en á móti kemur að opnunartími innan dagsins styttist í einhverjum tilvikum. Til að ná settum hagræðingarmarkmiðum verður viðhaldslokun lauga einnig lengd um þrjá daga, eða úr fimm dögum í átta. Laugardalslaug lokar bara á jóladag eins og fyrri ár. Vísir/Vilhelm Þá verður sú breyting gerð frá og með 1. apríl næstkomandi að laugarnar verða opnar til klukkan 21:00 laugardag og sunnudag í stað klukkan 22:00. Í tilkynningu frá borginni segir að tillagan taki mið af gagnrýni sundlaugargesta og starfsfólks á fyrirkomulag opnunartíma sundlauganna um síðustu jól en þá hafði opnunartíminn verið styttur. Þá segir að ný áætlun muni uppfylla markmið um hagræðingu en jafnframt skila aukinni þjónustu á rauðum dögum. Gagnrýnin laut fyrst og fremst að því að of margar laugar voru lokaðar á sama tíma. Á þeim dögum sem lokað var í fjórum laugum af sjö varð eftirspurn í hinar þrjár gjarnan langt umfram þolmörk lauganna. Fjöldi gesta varð því gríðarlega mikill í einstakar laugar, sem olli óánægju og skapaði þrýsting á öryggiseftirlit, gæði vatns, hreinlæti og fleira. Álag á starfsfólk varð því mjög mikið sem ollu meðal annars streitu hjá starfsfólki og dró úr vilja þess til vinnu á viðkomandi dögum. Samkvæmt tillögunni verður opnunartíminn samræmdur á rauðum dögum sem á að einfalda kynningu, auka jafnræði á milli hverfa og jafna álag, Áhrif á opnunartími einstakra sundlauga á rauðum dögum verða eftirfarandi: Grafarvogslaug verður lokuð í tvo daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Dalslaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Árbæjarlaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var lokuð í 13 daga árið 2023. Breiðholtslaug verður lokuð í þrjá daga árið 2024, en var 13 daga árið 2023. Laugardalslaug verður lokuð í einn dag eins og verið hefur. Sundhöllin verður lokuð í einn dag árið 2024, en var lokuð í níu daga árið 2023. Vesturbæjarlaug verður lokuð í einn dag árið 2024, en var lokuð í níu daga árið 2023.
Sundlaugar Reykjavík Borgarstjórn Heilsa Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira