Arftaki Hodgson kynntur til leiks rúmum tveimur tímum fyrir leikinn mikilvæga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2024 19:00 Nýr þjálfari Crystal Palace. EPA-EFE/FILIP SINGER Þrátt fyrir að það sé leikur í kvöld hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Crystal Palace þá hefur athyglin öll verið á skrifstofu félagsins. Nýr þjálfari hefur verið tilkynntur en fyrr í dag var staðfest að Roy Hodgson væri hættur með liðið. Fréttir bárust af því fyrir helgi að Palace ætlaði að reka Hodgson eftir slakt gengi liðsins en síðan bárust fréttir af því að hann hefði veikst skyndilega á æfingasvæðinu. Hodgson, sem er orðinn 76 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús og eftir það hefur verið beðið eftir næstu skrefum hjá forráðamönnum Crystal Palace. Liðið er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mætir Everton í sannkölluðum sex stiga leik í kvöld. Það kom því eilítið á óvart þegar það var staðfest fyrr í dag að Hodgson yrði ekki áfram með liðið. Ef til vill kom það meira á óvart að nýr þjálfari var tilkynntur rétt rúmum tveimur klukkustundum fyrir leik. Sá heitir Oliver Glasner og kemur frá Austurríki. Hann er töluvert yngri en Hodgson en Glasner verður fimmtugur síðar á árinu. Hann gerði góða hluti með LASK Linz í Austurríki áður en hann tók við þýsku félögunum Wolfsburg og Eintracht Frankfurt. Welcome to Palace, Oliver Glasner — Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 19, 2024 Hjá Frankfurt vann hann Evrópudeildina og kom liðinu í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð en ákvað að segja starfi sínu lausu eftir slakan síðari hluta síðasta tímabils. Hann er nú mættur í ensku úrvalsdeildina og fær það verðuga verkefni að halda Crystal Palace í deildinni. Palace heimsækir Everton í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Crystal Palace staðfestir að Roy Hodgson sé hættur Roy Hodgson er hættur sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace en Lundúnafélagið hefur staðfest þetta á miðlum sínum. 19. febrúar 2024 15:52 Hodgson fluttur á sjúkrahús af æfingu Crystal Palace Roy Hodgson, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa veikst á æfingu liðsins í morgun. 15. febrúar 2024 23:02 Segir að þeim elsta í sögunni verði sparkað Útlit er fyrir að hinn 76 ára gamli Roy Hodgson, elsti knattspyrnustjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verði rekinn frá Crystal Palace. 15. febrúar 2024 10:00 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Fréttir bárust af því fyrir helgi að Palace ætlaði að reka Hodgson eftir slakt gengi liðsins en síðan bárust fréttir af því að hann hefði veikst skyndilega á æfingasvæðinu. Hodgson, sem er orðinn 76 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús og eftir það hefur verið beðið eftir næstu skrefum hjá forráðamönnum Crystal Palace. Liðið er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mætir Everton í sannkölluðum sex stiga leik í kvöld. Það kom því eilítið á óvart þegar það var staðfest fyrr í dag að Hodgson yrði ekki áfram með liðið. Ef til vill kom það meira á óvart að nýr þjálfari var tilkynntur rétt rúmum tveimur klukkustundum fyrir leik. Sá heitir Oliver Glasner og kemur frá Austurríki. Hann er töluvert yngri en Hodgson en Glasner verður fimmtugur síðar á árinu. Hann gerði góða hluti með LASK Linz í Austurríki áður en hann tók við þýsku félögunum Wolfsburg og Eintracht Frankfurt. Welcome to Palace, Oliver Glasner — Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 19, 2024 Hjá Frankfurt vann hann Evrópudeildina og kom liðinu í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð en ákvað að segja starfi sínu lausu eftir slakan síðari hluta síðasta tímabils. Hann er nú mættur í ensku úrvalsdeildina og fær það verðuga verkefni að halda Crystal Palace í deildinni. Palace heimsækir Everton í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Crystal Palace staðfestir að Roy Hodgson sé hættur Roy Hodgson er hættur sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace en Lundúnafélagið hefur staðfest þetta á miðlum sínum. 19. febrúar 2024 15:52 Hodgson fluttur á sjúkrahús af æfingu Crystal Palace Roy Hodgson, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa veikst á æfingu liðsins í morgun. 15. febrúar 2024 23:02 Segir að þeim elsta í sögunni verði sparkað Útlit er fyrir að hinn 76 ára gamli Roy Hodgson, elsti knattspyrnustjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verði rekinn frá Crystal Palace. 15. febrúar 2024 10:00 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Crystal Palace staðfestir að Roy Hodgson sé hættur Roy Hodgson er hættur sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace en Lundúnafélagið hefur staðfest þetta á miðlum sínum. 19. febrúar 2024 15:52
Hodgson fluttur á sjúkrahús af æfingu Crystal Palace Roy Hodgson, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa veikst á æfingu liðsins í morgun. 15. febrúar 2024 23:02
Segir að þeim elsta í sögunni verði sparkað Útlit er fyrir að hinn 76 ára gamli Roy Hodgson, elsti knattspyrnustjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verði rekinn frá Crystal Palace. 15. febrúar 2024 10:00