Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands minnast Navalní Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2024 08:15 Nigel Casey við minnisvarðann í Moskvu. Sendiráð Breta í Rússlandi Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands í Rússlandi lögðu báðir blóm að minnisvarða um andófsmanninn Alexei Navalní nú um helgina. Talið er að um 400 manns hafi verið handteknir á fjöldafundum í kjölfar dauða Navalní í síðustu viku. Fjöldi fólks hefur lagt blóm að Solovetsky-steininum í Moskvu, sem er minnisvarði um fórnarlömb pólitískra ofsókna, eftir að greint var frá því að Navalní hefði látist í fangelsi. „Í dag syrgjum við dauða Alexei Navalní og annarra fórnarlamba pólitískra ofsókna í Rússlandi við Solovetsky-steininn,“ sagði sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu á samfélagsmiðlum. „Við vottum fjölskyldu Alexei Navalní, samstarfsmönnum og stuðningsmönnum okkar dýpstu samúð. Styrkur hans var innblástur og öðrum til eftirbreytni. Við heiðrum minningu hans.“ Sendiráð Bretlands birti mynd af sendiherranum, Nigel Casey, við minnisvarðann og kallaði einnig eftir ítarlegri og gegnsærri rannsókn á dauða Navalní. Utanríkisráðuneytið hefði kallað sendiherra Rússlands á teppið og þeim skilaboðum komið til áleiðis að Bretar teldu stjórnvöld í Rússlandi ábyrg fyrir dauða Navalní. Today at the Solovetsky Stone we mourn the passing of Alexey Navalny and all other victims of political repression in Russia.Our hearts go out to his family, friends and supporters. His strength is an inspiration. We honor his memory. https://t.co/jY00QZ3g0j— / U.S. Embassy Russia (@USEmbRu) February 18, 2024 Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræddu saman í gær og voru sammála um nauðsyn þess að draga seku til ábyrgðar. Yulia, eiginkona Navalní, mun hitta utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í dag. Fjölmiðlar hafa greint frá því að móðir hans, Lyudmila, hafi komið að lokuðum dyrum þegar hún hugðist vitja um líkamsleifar sonar síns í bænum Salekhard. Var henni tjáð að fyrsta krufning líksins hefði ekki skilað niðurstöðu og að gera þyrfti aðra krufningu. Vladimir Pútín Rússlandsforsti hefur ekki tjáð sig um dauða Navalní, sem var hans harðasti gagnrýnandi, en það hefur verið staðfest að forsetinn hafi verið uppýstur um tíðindin. Rússland Bandaríkin Bretland Mál Alexei Navalní Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Fjöldi fólks hefur lagt blóm að Solovetsky-steininum í Moskvu, sem er minnisvarði um fórnarlömb pólitískra ofsókna, eftir að greint var frá því að Navalní hefði látist í fangelsi. „Í dag syrgjum við dauða Alexei Navalní og annarra fórnarlamba pólitískra ofsókna í Rússlandi við Solovetsky-steininn,“ sagði sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu á samfélagsmiðlum. „Við vottum fjölskyldu Alexei Navalní, samstarfsmönnum og stuðningsmönnum okkar dýpstu samúð. Styrkur hans var innblástur og öðrum til eftirbreytni. Við heiðrum minningu hans.“ Sendiráð Bretlands birti mynd af sendiherranum, Nigel Casey, við minnisvarðann og kallaði einnig eftir ítarlegri og gegnsærri rannsókn á dauða Navalní. Utanríkisráðuneytið hefði kallað sendiherra Rússlands á teppið og þeim skilaboðum komið til áleiðis að Bretar teldu stjórnvöld í Rússlandi ábyrg fyrir dauða Navalní. Today at the Solovetsky Stone we mourn the passing of Alexey Navalny and all other victims of political repression in Russia.Our hearts go out to his family, friends and supporters. His strength is an inspiration. We honor his memory. https://t.co/jY00QZ3g0j— / U.S. Embassy Russia (@USEmbRu) February 18, 2024 Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræddu saman í gær og voru sammála um nauðsyn þess að draga seku til ábyrgðar. Yulia, eiginkona Navalní, mun hitta utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í dag. Fjölmiðlar hafa greint frá því að móðir hans, Lyudmila, hafi komið að lokuðum dyrum þegar hún hugðist vitja um líkamsleifar sonar síns í bænum Salekhard. Var henni tjáð að fyrsta krufning líksins hefði ekki skilað niðurstöðu og að gera þyrfti aðra krufningu. Vladimir Pútín Rússlandsforsti hefur ekki tjáð sig um dauða Navalní, sem var hans harðasti gagnrýnandi, en það hefur verið staðfest að forsetinn hafi verið uppýstur um tíðindin.
Rússland Bandaríkin Bretland Mál Alexei Navalní Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira