Erlent

Sex­tíu og fjögur skotin til bana í um­sátri

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ofbeldið hefur orðið mannskæðara á svæðinu síðustu misserin eftir að skotvopnum tók að fjölga gríðarlega.
Ofbeldið hefur orðið mannskæðara á svæðinu síðustu misserin eftir að skotvopnum tók að fjölga gríðarlega. Vísir/Getty

Að minnsta kosti 64 létu lífið í umsátri sem gert var í fjallahéraði í Papúa Nýju-Gíneu um helgina.

Um átök ættbálka var að ræða og var fólkið allt skotið til bana. Mikil átök hafa verið í fjallahéruðum landsins í áraraðir en þessi árás mun vera sú blóðugasta í langan tíma. Ólögleg skotvopn hafa flætt inn í landið undanfarið sem gerir átökin mun mannskæðari en áður að því er segir í umfjöllun BBC.

Deilur ættbálkanna snúast um skiptingu lands og auðs og í fyrra var ástandið svo eldfimt að lögregla kom á útgöngubanni á svæðinu. Um sautján ættbálkar hafa tekið þátt í átökunum og í síðustu viku var neyðarástandi lýst yfir.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×