Hóta innrás í Rafah fyrir Ramadan ef gíslarnir verða ekki látnir lausir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2024 06:48 Kona gengur framhjá líkum fyrir utan líkhúsið við Al Aqsa sjúkrahúsið í Deir al Balah á Gasa. AP/Adel Hana Benny Gantz, sem er fyrrverandi yfirmaður hjá hernum og situr nú í herráði Ísrael, segir Ísraelsmenn munu láta til skarar skríða í Rafah fyrir Ramadan ef Hamas láta ekki þá gísla sem enn eru í haldi samtakanna lausa. Ramadan, föstumánuður múslima, hefst 10. mars. Samkvæmt AFP sagði Gantz á ráðstefnu með bandarískum leiðtogum gyðinga í Jerúsalem í gær að alþjóðasamfélagið og leiðtogar Hamas þyrftu að átta sig á því að ef gíslarnir yrðu ekki frelsaðir fyrir Ramadan, myndu aðgerðir hersins halda áfram, meðal annars í Rafah. Hann sagði að ráðist yrði í þær samhliða samtali við Bandaríkjamenn og Egypta, til að greiða fyrir rýmingu svæðisins og freista þess að draga eins mikið úr mannfalli meðal almennra borgara og hægt væri. Þrátt fyrir að orð Gantz virðist fela í sér að Ísraelsmenn myndu íhuga að falla frá innrás í Rafah ef gíslunum yrði sleppt rímar það ekki við það sem forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu hefur sagt en hann hefur ítrekað að nauðsynlegt sé að fara inn á svæðið til að eyðileggja göng og uppræta Hamas endanlega. Erlendir leiðtogar og hjálparsamtök hafa ítrekað biðlað til stjórnvalda í Ísrael um að falla frá fyrirætlunum sínum en erfitt er að sjá hvert hinn gríðarlegi fjöldi sem nú hefst við í Rafah ætti að flýja. Þá er mannúðarkerfið á svæðinu sagt vera í molum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun á morgun greiða atkvæði um tillögu um vopnahlé á Gasa en Bandaríkjamenn hafa þegar sagst munu beita neitunarvaldinu gegn tillögunni. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Ramadan, föstumánuður múslima, hefst 10. mars. Samkvæmt AFP sagði Gantz á ráðstefnu með bandarískum leiðtogum gyðinga í Jerúsalem í gær að alþjóðasamfélagið og leiðtogar Hamas þyrftu að átta sig á því að ef gíslarnir yrðu ekki frelsaðir fyrir Ramadan, myndu aðgerðir hersins halda áfram, meðal annars í Rafah. Hann sagði að ráðist yrði í þær samhliða samtali við Bandaríkjamenn og Egypta, til að greiða fyrir rýmingu svæðisins og freista þess að draga eins mikið úr mannfalli meðal almennra borgara og hægt væri. Þrátt fyrir að orð Gantz virðist fela í sér að Ísraelsmenn myndu íhuga að falla frá innrás í Rafah ef gíslunum yrði sleppt rímar það ekki við það sem forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu hefur sagt en hann hefur ítrekað að nauðsynlegt sé að fara inn á svæðið til að eyðileggja göng og uppræta Hamas endanlega. Erlendir leiðtogar og hjálparsamtök hafa ítrekað biðlað til stjórnvalda í Ísrael um að falla frá fyrirætlunum sínum en erfitt er að sjá hvert hinn gríðarlegi fjöldi sem nú hefst við í Rafah ætti að flýja. Þá er mannúðarkerfið á svæðinu sagt vera í molum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun á morgun greiða atkvæði um tillögu um vopnahlé á Gasa en Bandaríkjamenn hafa þegar sagst munu beita neitunarvaldinu gegn tillögunni.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira