Fann ástríðuna aftur á Íslandi Valur Páll Eiríksson skrifar 19. febrúar 2024 07:00 Steven Lennon Vísir/Sigurjón Skotinn Steven Lennon lagði nýverið knattspyrnuskóna á hilluna eftir farsælan feril. Hann situr ekki auðum höndum og nú á þjálfun hug hans allan. Þegar síðustu leiktíð lauk í október sagði Lennon að hann væri ekki hættur í fótbolta en hugmyndir um slíkt komu hins vegar til hans á meðan á erfiðri leiktíð stóð. Lennon var mikið meiddur og fór á lán frá FH til Þróttar í fyrstu deild um mitt mót. „Ég byrjaði að hugsa um þetta í fyrra og þá líka um þjálfun. FH hafði svo samband og sagði möguleika á þjálfun standa til boða. Ég tók mér tíma í að hugsa málið og féllst svo á það eftir nokkrar vikur. Núna er ég þjálfari í fullu starfi,“ segir Lennon. Það er stór ákvörðun að enda leikmannaferilinn og Lennon segist því hafa tekið sér tíma í ákvörðunina. Við tekur nýr kafli á ferlinum og í lífinu. „Svo sannarlega. Ég hef verið spilandi fótbolta frá því ég var 5 ára og verið atvinnumaðurfrá 16 ára aldri eftir skólagöngu svo þetta eru um 20 ár,“ „Ég þekki fátt annað en líf fótboltamannsins, æfingar, hvíld og undirbúningur fyrir næstu æfingu. Ég mun líklega ekki skilja þetta til fullnustu fyrr en strákarnir fara að spila í sumar og ég verð ekki úti á vellinum með þeim, að hjálpa þeim til að vinna og skora mörk,“ „Á þessari stundu er ég ánægður með þetta og er því ekkert mjög dapur, því ég er enn með strákunum. Þetta er bara fínt til þessa.“ segir Lennon. Klippa: Allt ferðalagið hefur verið gott Saknar ekki hlaupanna hjá Heimi Lennon var í ræktinni í Kaplakrika með Kjartani Henry Finnbogassyni, sem hætti einnig sem leikmaður og tók að sér þjálfarastöðu hjá FH í vetur. Hann saknar þess ekki að vera á undirbúningstímabili í kuldanum. „Það tók sinn tíma við lok síðustu leiktíðar að átta mig á þessu og er ánægður með að þjálfa undanfarið. Ég sakna einskis varðandi spilamennskuna og ég sakna ekki æfinganna og hlaupanna hjá Heimi [Guðjónssyni, þjálfara FH]. Ég fylgist með þeim frá hliðarlínunni,“ „Strákar eins og Bjössi [Björn Daníel Sverrisson] eru að ströggla við að hlaupa. Ég er feginn að sá tími er að baki, reyni að koma þekkingu minni á fótbolta til skila áfram svo FH geti byggt á því í framtíðinni.“ segir Lennon. Lennon saknar ekki hlaupanna hjá Heimi.Vísir/Hulda Margrét Lennon kom til Íslands árið 2013 og samdi við Fram. Eftir stutt stopp með Sandnes Ulf í Noregi samdi hann svo við FH og hefur verið þar frá 2018. Hann kom fyrst til Íslands sem ungur maður frá Rangers í Skotlandi. Hann segist hafa fundið ástríðuna fyrir boltanum á ný hér á landi. „Það er ekkert eitt augnablik. Bara ástríðan fyrir því að leika á ný því ég missti hana þegar ég lék með Rangers á yngri árum. Deildin hér er mjög góð og ég tel mig hafa náð árangri. Ég held að öll upplifunin af því að leika hjá stóru félagi á Íslandi, vinna titla hér á landi. Allt ferðalagið hefur verið gott.“ segir Lennon. Fleira kemur fram í viðtalinu við Skotann sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Besta deild karla FH Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira
Þegar síðustu leiktíð lauk í október sagði Lennon að hann væri ekki hættur í fótbolta en hugmyndir um slíkt komu hins vegar til hans á meðan á erfiðri leiktíð stóð. Lennon var mikið meiddur og fór á lán frá FH til Þróttar í fyrstu deild um mitt mót. „Ég byrjaði að hugsa um þetta í fyrra og þá líka um þjálfun. FH hafði svo samband og sagði möguleika á þjálfun standa til boða. Ég tók mér tíma í að hugsa málið og féllst svo á það eftir nokkrar vikur. Núna er ég þjálfari í fullu starfi,“ segir Lennon. Það er stór ákvörðun að enda leikmannaferilinn og Lennon segist því hafa tekið sér tíma í ákvörðunina. Við tekur nýr kafli á ferlinum og í lífinu. „Svo sannarlega. Ég hef verið spilandi fótbolta frá því ég var 5 ára og verið atvinnumaðurfrá 16 ára aldri eftir skólagöngu svo þetta eru um 20 ár,“ „Ég þekki fátt annað en líf fótboltamannsins, æfingar, hvíld og undirbúningur fyrir næstu æfingu. Ég mun líklega ekki skilja þetta til fullnustu fyrr en strákarnir fara að spila í sumar og ég verð ekki úti á vellinum með þeim, að hjálpa þeim til að vinna og skora mörk,“ „Á þessari stundu er ég ánægður með þetta og er því ekkert mjög dapur, því ég er enn með strákunum. Þetta er bara fínt til þessa.“ segir Lennon. Klippa: Allt ferðalagið hefur verið gott Saknar ekki hlaupanna hjá Heimi Lennon var í ræktinni í Kaplakrika með Kjartani Henry Finnbogassyni, sem hætti einnig sem leikmaður og tók að sér þjálfarastöðu hjá FH í vetur. Hann saknar þess ekki að vera á undirbúningstímabili í kuldanum. „Það tók sinn tíma við lok síðustu leiktíðar að átta mig á þessu og er ánægður með að þjálfa undanfarið. Ég sakna einskis varðandi spilamennskuna og ég sakna ekki æfinganna og hlaupanna hjá Heimi [Guðjónssyni, þjálfara FH]. Ég fylgist með þeim frá hliðarlínunni,“ „Strákar eins og Bjössi [Björn Daníel Sverrisson] eru að ströggla við að hlaupa. Ég er feginn að sá tími er að baki, reyni að koma þekkingu minni á fótbolta til skila áfram svo FH geti byggt á því í framtíðinni.“ segir Lennon. Lennon saknar ekki hlaupanna hjá Heimi.Vísir/Hulda Margrét Lennon kom til Íslands árið 2013 og samdi við Fram. Eftir stutt stopp með Sandnes Ulf í Noregi samdi hann svo við FH og hefur verið þar frá 2018. Hann kom fyrst til Íslands sem ungur maður frá Rangers í Skotlandi. Hann segist hafa fundið ástríðuna fyrir boltanum á ný hér á landi. „Það er ekkert eitt augnablik. Bara ástríðan fyrir því að leika á ný því ég missti hana þegar ég lék með Rangers á yngri árum. Deildin hér er mjög góð og ég tel mig hafa náð árangri. Ég held að öll upplifunin af því að leika hjá stóru félagi á Íslandi, vinna titla hér á landi. Allt ferðalagið hefur verið gott.“ segir Lennon. Fleira kemur fram í viðtalinu við Skotann sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Besta deild karla FH Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira