Trump sektaður um 355 milljónir dala í New York Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 20:41 Niðurstaðan er töluvert fjárhagslegt högg fyrir Trump. Getty/Steven Hirsch Dómari í New York hefur dæmt Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda, til að greiða 355 milljónir dala í sekt vegna fjársvika. Niðurstaðan er sögð munu þurrka út nánast allt lausafé Trump og þá má hann ekki reka fyrirtæki í New York næstu þrjú árin. Dómarinn ákvað einnig að eldri synir Trump, Donald Jr. og Eric, skyldu greiða 4 milljónir dala í sekt og mættu ekki fara fyrir fyrirtæki næstu tvö árin. Ákvörðunin hefur það í för með sér að hvorki Trump né synir hans geta farið fyrir Trump-veldinu í New York næstu árin. Trump mun áfrýja sektinni, sem er sögð geta farið upp í 400 milljónir dala með vöxtum. Hann þarf hins vegar að reiða féð fram eða leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni innan 30 daga. Þá er þess vænst að hann muni krefjast þess að ákvörðuninni um að banna honum og sonum hans að vera í forsvari fyrir fyrirtæki í New York verði frestað þar til áfrýjunardómstóll hefur fjallað um málið. Situr áfram uppi með eftirlitsaðila New York Times segir Trump hins vegar mögulega lítið geta gert til að fá fá einum þætti dómsins hnekkt; það er framlengingu skipunartíma sérstaks sjálfstæðs eftirlitsaðila innan Trump-samsteypunnar um þrjú ár. Hlutverk eftirlitsaðilans, Barböru Jones, er að vera „augu og eyru“ dómstóla innan samsteypunnar og hafa eftirlit og gera viðvart um öll grunsamleg viðskipti. Trump-fjölskyldan er sögð ævareið vegna eftirlitsins. Trump var fundinn sekur um að hafa gert meira úr virði viðskiptaveldis síns en innistæða var fyrir, í þeim tilgangi að tryggja sér hagstæðari kjör hjá bönkum og öðrum lánveitendum. Saksóknarinn í málinu sagði að jafnvel þótt lánveitendurnir hefðu grætt á viðskiptunum við Trump hefðu þeir engu að síður verið sviknir og sektin endurspeglar meðal annars þann hagnað sem þeir fóru á mis við. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira
Niðurstaðan er sögð munu þurrka út nánast allt lausafé Trump og þá má hann ekki reka fyrirtæki í New York næstu þrjú árin. Dómarinn ákvað einnig að eldri synir Trump, Donald Jr. og Eric, skyldu greiða 4 milljónir dala í sekt og mættu ekki fara fyrir fyrirtæki næstu tvö árin. Ákvörðunin hefur það í för með sér að hvorki Trump né synir hans geta farið fyrir Trump-veldinu í New York næstu árin. Trump mun áfrýja sektinni, sem er sögð geta farið upp í 400 milljónir dala með vöxtum. Hann þarf hins vegar að reiða féð fram eða leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni innan 30 daga. Þá er þess vænst að hann muni krefjast þess að ákvörðuninni um að banna honum og sonum hans að vera í forsvari fyrir fyrirtæki í New York verði frestað þar til áfrýjunardómstóll hefur fjallað um málið. Situr áfram uppi með eftirlitsaðila New York Times segir Trump hins vegar mögulega lítið geta gert til að fá fá einum þætti dómsins hnekkt; það er framlengingu skipunartíma sérstaks sjálfstæðs eftirlitsaðila innan Trump-samsteypunnar um þrjú ár. Hlutverk eftirlitsaðilans, Barböru Jones, er að vera „augu og eyru“ dómstóla innan samsteypunnar og hafa eftirlit og gera viðvart um öll grunsamleg viðskipti. Trump-fjölskyldan er sögð ævareið vegna eftirlitsins. Trump var fundinn sekur um að hafa gert meira úr virði viðskiptaveldis síns en innistæða var fyrir, í þeim tilgangi að tryggja sér hagstæðari kjör hjá bönkum og öðrum lánveitendum. Saksóknarinn í málinu sagði að jafnvel þótt lánveitendurnir hefðu grætt á viðskiptunum við Trump hefðu þeir engu að síður verið sviknir og sektin endurspeglar meðal annars þann hagnað sem þeir fóru á mis við.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira