Erlent

Út­farar­stofa gagn­rýnd fyrir að senda eldri borgurum Valentínusar­kort

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hjúkrunarheimilið í Surrey.
Hjúkrunarheimilið í Surrey. Whitegates Care Centre

Útfararstofa á Bretlandseyjum hefur beðist afsökunar eftir að hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að senda íbúum hjúkrunarheimilis í Surrey Valentínusarkort.

„Sem betur fer tókst okkur að fela kortið áður en mamma sá það, því það hefði verið hræðilegt. Það er ógeðfellt að útfararstjórar skuli freista þess að afla nýrra kúnna með því að beina auglýsingum sínum til viðkvæms eldra fólks,“ hefur Sun eftir ástvini íbúa heimilisins, Whitegates Care Centre.

Kortið var skreytt rauðu hjarta og bleikum borða og bar skilaboðin: „Sent með ást frá TH Sanders & Sons“.

Forsvarsmenn hjúkrunarheimilisins hafa varið ákvörðunina að leyfa dreifingu kortsins til íbúa og sagt að heimilið kunni að meta góðvild allra nágranna, þeirra á meðal útfararstofunnar. Hún hafi meðal annars gefið teppi um jólin, kort og sælgæti og fræ fyrir garð heimilisins.

„Íbúarnir voru mjög ánægðir með að fá Valentínusarkort og áttu allir góðan dag,“ sagði heimilið í yfirlýsingu.

Talsmaður Dignity, móðurfélag Whitegates Care Centre, sagði fyrirtækið hins vegar harma ef kortin hefðu valdið einhverjum vanlíðan. Það væri markmið Dignity að viðhalda jákvæðum og virðingafullum samskiptum við þau samfélög sem fyrirtækið þjónaði.

Að þessu sinni hefðu tilraunir þess til að tengja við samfélagið verið illa ígrundaðar og óviðeigandi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×