Önnur palestínsk fjölskylda komin til landsins: „Við erum heppin að fá þau í okkar samfélag“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 19:29 Sjálfboðaliðarnir fimm í Egyptalandi. Aðsend Palestínsk móðir og dætur hennar þrjár, sem dvalið hafa á Gasaströndinni, eru komnar til landsins. Mæðgurnar eru í hópi tólf Palestínumanna sem hópur íslenskra sjálfboðaliða aðstoðar nú við að komast yfir Rafah-landamærin. Sigrún Johnson er einn fimm sjálfboðaliða sem lögðu leið sína til Egyptalands í vikunni til þess að aðstoða þá Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar, að komast til landsins. Sigrún lenti seinni partinn í dag ásamt mæðgunum. Dæturnar þrjár eru þriggja, sex og tólf ára. Um er að ræða aðra fjölskyldusameininguna í tengslum við átökin á Gasa. Þegar er ein fjölskylda komin til landsins með hjálp Maríu Lilju Þrastardóttur, Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Kristínu Eiríksdóttur. Fjölskyldufaðirinn hefur dvalið hér á landi í tvö ár. Í samtali við Vísi segir Sigrún mikla fagnaðarfundi hafa átt sér stað þegar þau sameinuðust á Keflavíkurflugvelli í dag. „Þetta eru ótrúlega ljúfar og flottar stelpur,“ segir Sigrún um dæturnar þrjár. „Ég hef aðeins spjallað við pabbann sem er ekkert nema yndislegheitin. Við erum heppin að fá þau í okkar samfélag.“ Unnið að komu átta til viðbótar Sigrún segir sjálfboðaliðana hafa aðstoðað mæðgurnar með pappírsvinnu sem hafi þurft að fylla út til þess að komast heim. Sjálfar hafi mæðgurnar, með aðstoð ættingja og vina, safnað pening fyrir ferðalaginu. „Þetta kom allt í gegn á mánudag en þær fengu ekki símtal fyrr en í gær um að þær myndu fá flug um kvöldið,“ segir Sigrún, en flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna sér um að bóka flug fyrir flóttafólk frá Gasa. Sigrún segir ferðalagið hafa gengið vel þrátt fyrir hnökra tengda pappírsvinnu. „Þær skilja takmarkaða ensku og hafa aldrei flogið áður þannig að þetta var svolítið nýtt fyrir þeim.“ Mæðgurnar eru í hópi tólf Palestínumanna sem komist hafa á svokallaðan landamæralista, fengið leyfi til þess að fara yfir Rafah-landamærin. Restin af sjálfboðaliðunum vinnur nú að því að koma þeim átta sem eftir standa til landsins. Palestína Egyptaland Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Faðmlög og gleðitár í Leifsstöð eftir fimm ára aðskilnað Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn. 9. febrúar 2024 19:55 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15. febrúar 2024 11:36 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Sigrún Johnson er einn fimm sjálfboðaliða sem lögðu leið sína til Egyptalands í vikunni til þess að aðstoða þá Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar, að komast til landsins. Sigrún lenti seinni partinn í dag ásamt mæðgunum. Dæturnar þrjár eru þriggja, sex og tólf ára. Um er að ræða aðra fjölskyldusameininguna í tengslum við átökin á Gasa. Þegar er ein fjölskylda komin til landsins með hjálp Maríu Lilju Þrastardóttur, Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Kristínu Eiríksdóttur. Fjölskyldufaðirinn hefur dvalið hér á landi í tvö ár. Í samtali við Vísi segir Sigrún mikla fagnaðarfundi hafa átt sér stað þegar þau sameinuðust á Keflavíkurflugvelli í dag. „Þetta eru ótrúlega ljúfar og flottar stelpur,“ segir Sigrún um dæturnar þrjár. „Ég hef aðeins spjallað við pabbann sem er ekkert nema yndislegheitin. Við erum heppin að fá þau í okkar samfélag.“ Unnið að komu átta til viðbótar Sigrún segir sjálfboðaliðana hafa aðstoðað mæðgurnar með pappírsvinnu sem hafi þurft að fylla út til þess að komast heim. Sjálfar hafi mæðgurnar, með aðstoð ættingja og vina, safnað pening fyrir ferðalaginu. „Þetta kom allt í gegn á mánudag en þær fengu ekki símtal fyrr en í gær um að þær myndu fá flug um kvöldið,“ segir Sigrún, en flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna sér um að bóka flug fyrir flóttafólk frá Gasa. Sigrún segir ferðalagið hafa gengið vel þrátt fyrir hnökra tengda pappírsvinnu. „Þær skilja takmarkaða ensku og hafa aldrei flogið áður þannig að þetta var svolítið nýtt fyrir þeim.“ Mæðgurnar eru í hópi tólf Palestínumanna sem komist hafa á svokallaðan landamæralista, fengið leyfi til þess að fara yfir Rafah-landamærin. Restin af sjálfboðaliðunum vinnur nú að því að koma þeim átta sem eftir standa til landsins.
Palestína Egyptaland Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Faðmlög og gleðitár í Leifsstöð eftir fimm ára aðskilnað Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn. 9. febrúar 2024 19:55 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15. febrúar 2024 11:36 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Faðmlög og gleðitár í Leifsstöð eftir fimm ára aðskilnað Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn. 9. febrúar 2024 19:55
Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09
Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15. febrúar 2024 11:36
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent