Innlent

„Við erum enn á vett­vangi, erum bara að klára“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. Vísir/Sigurjón

„Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær.

Slökkvistarfi lauk að mestu um klukkan tvö í nótt en unnið er að því að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum. Slökkviðsmenn á vettvangi hafa nú komist inn í húsnæðið, sem þótti ekki öruggt í nótt.

Um 70 manns komu að slökkvistarfinu á vettvang og þá voru 30 til viðbótar að sinna sjúkraflutningum í nótt. 

„Það gekk alvega ótrúlega vel í þetta sinn,“ segir varðstjóri um það hvernig gekk að manna vaktina. „Við sendum út boð og úthringingu og þá kemur fólk. Það var virkilega vel mannað í gærkvöldi.“

Einn slökkviliðsbíll er enn á vettvangi í Fellsmúlanum en hann verður kallaður til baka á næstunni. Þá tekur lögregla við og rannsakar tiltök eldsvoðans.


Tengdar fréttir

Erfitt að segja til um eldsupptökin

Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt.

Þora ekki enn að senda menn inn og verða fram á nótt

Slökkviliðsstjóri segir búið að ná tökum á eldi sem kviknaði í dekkjaverkstæði N1 við Fellsmúla. Slökkviliðið verði þó að störfum fram á nótt við að fullslökkva eldinn. Þakið á tveimur rýmum sé fallið og vegna hrunhættu þori þeir ekki að senda menn inn í húsið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×