Slökkvistarfi lauk að mestu um klukkan tvö í nótt en unnið er að því að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum. Slökkviðsmenn á vettvangi hafa nú komist inn í húsnæðið, sem þótti ekki öruggt í nótt.
Um 70 manns komu að slökkvistarfinu á vettvang og þá voru 30 til viðbótar að sinna sjúkraflutningum í nótt.
„Það gekk alvega ótrúlega vel í þetta sinn,“ segir varðstjóri um það hvernig gekk að manna vaktina. „Við sendum út boð og úthringingu og þá kemur fólk. Það var virkilega vel mannað í gærkvöldi.“
Einn slökkviliðsbíll er enn á vettvangi í Fellsmúlanum en hann verður kallaður til baka á næstunni. Þá tekur lögregla við og rannsakar tiltök eldsvoðans.