„Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2024 15:46 Donald Trump, ítrekaði í gær að hann myndi ekki endilega koma ríkjum NATO til varnar sem forseti. AP/David Yeazell Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. Stutt er síðan Trump hringdi viðvörunarbjöllum í Evrópu þegar hann gaf til kynna að hann myndi ekki koma öðrum ríkjum í NATO til varnar og að hann myndi jafnvel leggja til að Rússar myndu ráðast inn í ríki sem vörðu ekki nægjanlega miklu til varnarmála. Þetta sagðist hann hafa sagt við aðra leiðtoga NATO á þeim tíma er hann var forseti. Ummæli Trumps voru harðlega gagnrýnd í Evrópu og af Jens Stoltenberg, sem leiðir NATO. Trump ítrekaði svo í gærkvöldi að hann væri enn þessarar skoðunar og gaf hann í skyn að um væri að ræða peninga sem ríki NATO ættu að greiða til Bandaríkjanna. „Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur,“ sagði Trump á kosningafundi í Suður-Karólínu í gær. Hélt hann því fram að hann hefði skoðað fjárútlát ríkja í NATO til varnarmála og staðhæfði að ríkin væru ekki að „borga reikningana sína“, samkvæmt frétt Politico. Fimmta grein Atlantshafssáttmálans um sameiginlegar varnir NATO-ríkjanna hefur einungis einu sinni verið virkjuð. Það var gert í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þann 11. september 2001. Byrjaðir að hækka fyrir tíð Trumps Ríki NATO eiga að verja minnst tveimur prósentum af landsframleiðslu í varnarmál en í kjölfar endaloka kalda stríðsins drógust þessi fjárútlát verulega saman innan Evrópu. Nokkur viðsnúningur hefur orðið á þessu á undanförnum árum og hafa fjárútlát til varnarmála aukist töluvert innan NATO. Stoltenberg sagði í gær að á þessu ári færi sameiginleg fjárútlát NATO-ríkja til varnarmála yfir tvö prósent af sameiginlegri landsframleiðslu í fyrsta sinn í áratugi. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Trump og bandamenn hans segja hann eiga heiðurinn að þessu og vísa til NATO-fundar 2018, þar sem Trump þrýsti á leiðtoga annarra ríkja innan Bandalagsins, en þróunin nær lengra aftur í tímann en það og má að miklu leyti rekja til innrásar Rússa í Úkraínu frá 2014. Árið 2011 lýsti Robert Gates, varnarmálaráðherra Barack Obama, til að mynda á NATO-fundi að framtíð NATO væri í hættu ef ríki Evrópu myndu ekki auka fjárútlát til varnarmála. Ríki NATO samþykktu á fundi árið 2014, eftir ólöglega innlimun Rússa á Krímskaga og innrás í austurhluta landsins, að snúa þróun undanfarinna áratuga og að auka fjárútlát til varnarmála. Á fundi í Vilníus í fyrra var svo samþykkt á nýjan leik að ríki NATO myndu ná prósentunum tveimur og að fimmtungur af fjárútlátum til varnarmála ættu að fara í ný hergögn og þróun þeirra. Ráðamenn í Evrópu standa frammi fyrir aukinni ógn frá Rússlandi samhliða aukinni einangrun Bandaríkjanna. Verja fúlgum fjár í Bandaríkjunum Ummæli Trumps sem gefa til kynna að hann standi í þeirri trú að ríki NATO eigi að greiða Bandaríkjunum peninga virðast ekki úr tómu lofti gripin, sé litið til þess hve stór hluti fjárútláta ríkja í Evrópu til varnarmála ratar í buddur bandarískra vopnaframleiðenda. Sjá einnig: Ætla að mynda bestu herdeildir Evrópu á næstu árum Sérfræðingar franskrar hugveitu segja að um tveir þriðju af þessum fjárútlátum sé varið í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þeir eiga til að mynda F-35 orrustuþotur, Himars-eldflaugakerfi og Patriot-loftvarnarkerfi sem eru í mikilli eftirspurn í Evrópu. Þetta hefur forsvarsmönnum evrópskra vopnaframleiðenda lengi þótt miður. Sjá einnig: Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Ráðamenn í Evrópu hafa þó ákveðið að auka framleiðslu á hergöngum í Evrópu töluvert. Á undanförnum tveimur árum, frá því allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu hófst, hefur framleiðsla Evrópu á skotfærum fyrir stórskotalið aukist um fjörutíu prósent. Það annar þó ekki notkun skotfæra í Úkraínu, þar sem hermenn glíma við mikinn skotfæraskort. Unnið er að því að auka framleiðsluna enn frekar og eru framkvæmdir að nýjum verksmiðjum hafnar víða. Endurbygging herja Evrópu mun líklega taka þó nokkur ár en sérfræðingar sem blaðamenn WSJ ræddu við segja forsvarsmenn herja heimsálfunnar þurfa að samhæfa framleiðslu og hergagnakaup betur. Þá þurfi einnig að nýta peningana betur en gert hafi verið á undanförnum árum. Aðildarríki NATO framleiða til að mynda fjórtán mismunandi tegundir af 155mm sprengikúlum fyrir stórskotalið en það er kaliberið sem flest stórskotaliðsvopn bandalagsins nota. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Hernaður Tengdar fréttir Yfirmaður Svartahafsflotans rekinn úr starfi Viktor Sókolóv, yfirmaður Svartahafsflota Rússlands, er sagður hafa verið rekinn úr starfi. Er það í kjölfar þess að Úkraínumenn sökktu rússnesku herskipi með drónum undan ströndum Krímskaga. 15. febrúar 2024 15:01 Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Rússar þrói kjarnavopn í geimnum Bandarísk yfirvöld óttast að Rússar muni vilja koma kjarnavopnum umhverfis sporbaug. Ætlunin yrði að beita þeim gegn gervihnöttum en tæknin er nú í þróun í Rússlandi. 14. febrúar 2024 23:39 Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. 13. febrúar 2024 13:34 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Stutt er síðan Trump hringdi viðvörunarbjöllum í Evrópu þegar hann gaf til kynna að hann myndi ekki koma öðrum ríkjum í NATO til varnar og að hann myndi jafnvel leggja til að Rússar myndu ráðast inn í ríki sem vörðu ekki nægjanlega miklu til varnarmála. Þetta sagðist hann hafa sagt við aðra leiðtoga NATO á þeim tíma er hann var forseti. Ummæli Trumps voru harðlega gagnrýnd í Evrópu og af Jens Stoltenberg, sem leiðir NATO. Trump ítrekaði svo í gærkvöldi að hann væri enn þessarar skoðunar og gaf hann í skyn að um væri að ræða peninga sem ríki NATO ættu að greiða til Bandaríkjanna. „Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur,“ sagði Trump á kosningafundi í Suður-Karólínu í gær. Hélt hann því fram að hann hefði skoðað fjárútlát ríkja í NATO til varnarmála og staðhæfði að ríkin væru ekki að „borga reikningana sína“, samkvæmt frétt Politico. Fimmta grein Atlantshafssáttmálans um sameiginlegar varnir NATO-ríkjanna hefur einungis einu sinni verið virkjuð. Það var gert í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þann 11. september 2001. Byrjaðir að hækka fyrir tíð Trumps Ríki NATO eiga að verja minnst tveimur prósentum af landsframleiðslu í varnarmál en í kjölfar endaloka kalda stríðsins drógust þessi fjárútlát verulega saman innan Evrópu. Nokkur viðsnúningur hefur orðið á þessu á undanförnum árum og hafa fjárútlát til varnarmála aukist töluvert innan NATO. Stoltenberg sagði í gær að á þessu ári færi sameiginleg fjárútlát NATO-ríkja til varnarmála yfir tvö prósent af sameiginlegri landsframleiðslu í fyrsta sinn í áratugi. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Trump og bandamenn hans segja hann eiga heiðurinn að þessu og vísa til NATO-fundar 2018, þar sem Trump þrýsti á leiðtoga annarra ríkja innan Bandalagsins, en þróunin nær lengra aftur í tímann en það og má að miklu leyti rekja til innrásar Rússa í Úkraínu frá 2014. Árið 2011 lýsti Robert Gates, varnarmálaráðherra Barack Obama, til að mynda á NATO-fundi að framtíð NATO væri í hættu ef ríki Evrópu myndu ekki auka fjárútlát til varnarmála. Ríki NATO samþykktu á fundi árið 2014, eftir ólöglega innlimun Rússa á Krímskaga og innrás í austurhluta landsins, að snúa þróun undanfarinna áratuga og að auka fjárútlát til varnarmála. Á fundi í Vilníus í fyrra var svo samþykkt á nýjan leik að ríki NATO myndu ná prósentunum tveimur og að fimmtungur af fjárútlátum til varnarmála ættu að fara í ný hergögn og þróun þeirra. Ráðamenn í Evrópu standa frammi fyrir aukinni ógn frá Rússlandi samhliða aukinni einangrun Bandaríkjanna. Verja fúlgum fjár í Bandaríkjunum Ummæli Trumps sem gefa til kynna að hann standi í þeirri trú að ríki NATO eigi að greiða Bandaríkjunum peninga virðast ekki úr tómu lofti gripin, sé litið til þess hve stór hluti fjárútláta ríkja í Evrópu til varnarmála ratar í buddur bandarískra vopnaframleiðenda. Sjá einnig: Ætla að mynda bestu herdeildir Evrópu á næstu árum Sérfræðingar franskrar hugveitu segja að um tveir þriðju af þessum fjárútlátum sé varið í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þeir eiga til að mynda F-35 orrustuþotur, Himars-eldflaugakerfi og Patriot-loftvarnarkerfi sem eru í mikilli eftirspurn í Evrópu. Þetta hefur forsvarsmönnum evrópskra vopnaframleiðenda lengi þótt miður. Sjá einnig: Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Ráðamenn í Evrópu hafa þó ákveðið að auka framleiðslu á hergöngum í Evrópu töluvert. Á undanförnum tveimur árum, frá því allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu hófst, hefur framleiðsla Evrópu á skotfærum fyrir stórskotalið aukist um fjörutíu prósent. Það annar þó ekki notkun skotfæra í Úkraínu, þar sem hermenn glíma við mikinn skotfæraskort. Unnið er að því að auka framleiðsluna enn frekar og eru framkvæmdir að nýjum verksmiðjum hafnar víða. Endurbygging herja Evrópu mun líklega taka þó nokkur ár en sérfræðingar sem blaðamenn WSJ ræddu við segja forsvarsmenn herja heimsálfunnar þurfa að samhæfa framleiðslu og hergagnakaup betur. Þá þurfi einnig að nýta peningana betur en gert hafi verið á undanförnum árum. Aðildarríki NATO framleiða til að mynda fjórtán mismunandi tegundir af 155mm sprengikúlum fyrir stórskotalið en það er kaliberið sem flest stórskotaliðsvopn bandalagsins nota.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Hernaður Tengdar fréttir Yfirmaður Svartahafsflotans rekinn úr starfi Viktor Sókolóv, yfirmaður Svartahafsflota Rússlands, er sagður hafa verið rekinn úr starfi. Er það í kjölfar þess að Úkraínumenn sökktu rússnesku herskipi með drónum undan ströndum Krímskaga. 15. febrúar 2024 15:01 Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Rússar þrói kjarnavopn í geimnum Bandarísk yfirvöld óttast að Rússar muni vilja koma kjarnavopnum umhverfis sporbaug. Ætlunin yrði að beita þeim gegn gervihnöttum en tæknin er nú í þróun í Rússlandi. 14. febrúar 2024 23:39 Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. 13. febrúar 2024 13:34 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Yfirmaður Svartahafsflotans rekinn úr starfi Viktor Sókolóv, yfirmaður Svartahafsflota Rússlands, er sagður hafa verið rekinn úr starfi. Er það í kjölfar þess að Úkraínumenn sökktu rússnesku herskipi með drónum undan ströndum Krímskaga. 15. febrúar 2024 15:01
Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52
Rússar þrói kjarnavopn í geimnum Bandarísk yfirvöld óttast að Rússar muni vilja koma kjarnavopnum umhverfis sporbaug. Ætlunin yrði að beita þeim gegn gervihnöttum en tæknin er nú í þróun í Rússlandi. 14. febrúar 2024 23:39
Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. 13. febrúar 2024 13:34