Rússar þrói kjarnavopn í geimnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2024 23:39 Vladimír Pútín, Rússlandsforseti. Vyacheslav Prokofyev/AP Bandarísk yfirvöld óttast að Rússar muni vilja koma kjarnavopnum umhverfis sporbaug. Ætlunin yrði að beita þeim gegn gervihnöttum en tæknin er nú í þróun í Rússlandi. Þetta er fullyrt í frétt bandaríska miðilsins ABC. Fyrr í dag hafði Mike Turner formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hvatt Joe Biden Bandaríkjaforseta til að opinbera leynileg gögn um ónefnda ógn gegn Bandaríkjunum. Ekki kom fram um hvaða ógn var að ræða en nú fullyrðir ABC sjónvarpsstöðin að þar sé á ferðinni fyrirætlanir Rússa um kjarnavopn í geimnum. Stöðin hefur eftir heimildarmönnum að um sé að ræða grafalvarlegt mál. Statement from Chairman @RepMikeTurner: pic.twitter.com/OA9yJuEPlf— House Intelligence Committee (@HouseIntel) February 14, 2024 Stöðin hefur eftir bandarískum þingmönnum að tilgangurinn með því að vekja athygli á þessu sé ekki að vekja upp ugg í brjósti bandarísku þjóðarinnar. Hið mikilvæga sé að innan bandaríska stjórnkerfisins sé unnið saman að því að greina málið. Vildi Mike Turner að allri leynd yfir skjölunum yrði aflétt svo hægt væri að ræða hina meintu ógn opinberlega. Að sama skapi gæfi það bandamönnum Bandaríkjanna færi á að melta þessar upplýsingar. Fram kemur í frétt New York Times um málið að tæknin sé enn ekki í höndum Rússa. Rússnesk stjórnvöld séu hinsvegar í óðaönn við að þróa hana. Þar af leiðir sé ekki um raunverulega ógn gegn Bandaríkjunum, Úkraínu og öðrum bandalagsþjóðum að ræða, að svo stöddu. Miðillinn hefur eftir heimildarmönnum innan Hvíta hússins að uppátæki Turner hafi ekki vakið lukku. Þeir óttist að starfsemi leyniþjónustunnar og upplýsingaöflun frá Rússlandi kunni að verða fyrir skaða vegna málsins. Fram kemur að upplýsingana hafi verið aflað á síðustu dögum. Rússland Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Geimurinn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Sjá meira
Þetta er fullyrt í frétt bandaríska miðilsins ABC. Fyrr í dag hafði Mike Turner formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hvatt Joe Biden Bandaríkjaforseta til að opinbera leynileg gögn um ónefnda ógn gegn Bandaríkjunum. Ekki kom fram um hvaða ógn var að ræða en nú fullyrðir ABC sjónvarpsstöðin að þar sé á ferðinni fyrirætlanir Rússa um kjarnavopn í geimnum. Stöðin hefur eftir heimildarmönnum að um sé að ræða grafalvarlegt mál. Statement from Chairman @RepMikeTurner: pic.twitter.com/OA9yJuEPlf— House Intelligence Committee (@HouseIntel) February 14, 2024 Stöðin hefur eftir bandarískum þingmönnum að tilgangurinn með því að vekja athygli á þessu sé ekki að vekja upp ugg í brjósti bandarísku þjóðarinnar. Hið mikilvæga sé að innan bandaríska stjórnkerfisins sé unnið saman að því að greina málið. Vildi Mike Turner að allri leynd yfir skjölunum yrði aflétt svo hægt væri að ræða hina meintu ógn opinberlega. Að sama skapi gæfi það bandamönnum Bandaríkjanna færi á að melta þessar upplýsingar. Fram kemur í frétt New York Times um málið að tæknin sé enn ekki í höndum Rússa. Rússnesk stjórnvöld séu hinsvegar í óðaönn við að þróa hana. Þar af leiðir sé ekki um raunverulega ógn gegn Bandaríkjunum, Úkraínu og öðrum bandalagsþjóðum að ræða, að svo stöddu. Miðillinn hefur eftir heimildarmönnum innan Hvíta hússins að uppátæki Turner hafi ekki vakið lukku. Þeir óttist að starfsemi leyniþjónustunnar og upplýsingaöflun frá Rússlandi kunni að verða fyrir skaða vegna málsins. Fram kemur að upplýsingana hafi verið aflað á síðustu dögum.
Rússland Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Geimurinn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Sjá meira