Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2024 12:07 Vladimír Pútin, forseti Rússlands. AP/Sergei Ilyin Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. Hvort sem það eru peningar, fasteignir eða aðrar eigur fólks getur ríkið lagt hald á það, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Áður en frumvarpið endaði á borði Pútíns hafði það verið samþykkt af öllum þingmönnum beggja deilda Dúmunnar á einungis tveimur vikum. Moscow Times hefur eftir forseta Dúmunnar að lögunum sé ætlað að herða refsingu „svikara“ og „óþokka“ sem séu andvíg innrásinni í Úkraínu. Gagnrýni á rússneska herinn var í raun bönnuð skömmu eftir innrásina í Úkraínu og hefur þessum lögum verið beitt gegn fjölmörgum mótmælendum og öðrum sem hafa gagnrýnt innrásina. Moscow Times segir þúsundir hafa flúið land til að forðast fangelsi og margir þeirra hafi skilið eignir eftir í Rússlandi. Í frétt Meduza segir þó að lögin séu ekki afturvirk. Að ekki sé hægt að nota þau til að leggja hald á eigur fólks sem hefur áður verið dæmt fyrir að rægja herinn. Sjá einnig: Vill morðingja fyrir blaðamann Rússneskir fjölmiðlar hafa einnig átt undir högg að sækja á undanförnum árum. Á undanförnum árum hefur ríkisstjórn Pútíns fangelsað fjölda rússneskra blaðamanna og lokað fjölmörgum frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Aðgerðir gegn frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi hafa aukist til muna í kjölfar innrásarinnar. Nánast allir frjálsir fjölmiðlar í landinu hafa verið gerðir útlægir og eru árásir á blaðamenn tíðar. Þá hefur verið lokað á aðgengi almennings í Rússlandi að fjölmörgum fjölmiðlum heimsins. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56 Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55 Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00 Fékk þrjátíu mínútna sögukennslu í tveggja tíma viðtali Fyrstu þrjátíu mínútur tveggja klukkustunda langs viðtals sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladimir Pútín Rússlandsforseta fóru í yfirferð forsetans yfir sögu Rússlands, frá 9. öld og fram til valdatíma Leníns. 9. febrúar 2024 06:44 Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28 Sjötug kona í fimm ára fangelsi fyrir að vanvirða herinn Eldri kona hefur verið dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Það gerði konan, sem er 72 ára gömul og frá Rostov-héraði, með því að deila tveimur færslum á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte. 30. janúar 2024 22:41 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Hvort sem það eru peningar, fasteignir eða aðrar eigur fólks getur ríkið lagt hald á það, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Áður en frumvarpið endaði á borði Pútíns hafði það verið samþykkt af öllum þingmönnum beggja deilda Dúmunnar á einungis tveimur vikum. Moscow Times hefur eftir forseta Dúmunnar að lögunum sé ætlað að herða refsingu „svikara“ og „óþokka“ sem séu andvíg innrásinni í Úkraínu. Gagnrýni á rússneska herinn var í raun bönnuð skömmu eftir innrásina í Úkraínu og hefur þessum lögum verið beitt gegn fjölmörgum mótmælendum og öðrum sem hafa gagnrýnt innrásina. Moscow Times segir þúsundir hafa flúið land til að forðast fangelsi og margir þeirra hafi skilið eignir eftir í Rússlandi. Í frétt Meduza segir þó að lögin séu ekki afturvirk. Að ekki sé hægt að nota þau til að leggja hald á eigur fólks sem hefur áður verið dæmt fyrir að rægja herinn. Sjá einnig: Vill morðingja fyrir blaðamann Rússneskir fjölmiðlar hafa einnig átt undir högg að sækja á undanförnum árum. Á undanförnum árum hefur ríkisstjórn Pútíns fangelsað fjölda rússneskra blaðamanna og lokað fjölmörgum frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Aðgerðir gegn frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi hafa aukist til muna í kjölfar innrásarinnar. Nánast allir frjálsir fjölmiðlar í landinu hafa verið gerðir útlægir og eru árásir á blaðamenn tíðar. Þá hefur verið lokað á aðgengi almennings í Rússlandi að fjölmörgum fjölmiðlum heimsins.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56 Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55 Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00 Fékk þrjátíu mínútna sögukennslu í tveggja tíma viðtali Fyrstu þrjátíu mínútur tveggja klukkustunda langs viðtals sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladimir Pútín Rússlandsforseta fóru í yfirferð forsetans yfir sögu Rússlands, frá 9. öld og fram til valdatíma Leníns. 9. febrúar 2024 06:44 Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28 Sjötug kona í fimm ára fangelsi fyrir að vanvirða herinn Eldri kona hefur verið dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Það gerði konan, sem er 72 ára gömul og frá Rostov-héraði, með því að deila tveimur færslum á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte. 30. janúar 2024 22:41 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56
Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55
Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00
Fékk þrjátíu mínútna sögukennslu í tveggja tíma viðtali Fyrstu þrjátíu mínútur tveggja klukkustunda langs viðtals sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladimir Pútín Rússlandsforseta fóru í yfirferð forsetans yfir sögu Rússlands, frá 9. öld og fram til valdatíma Leníns. 9. febrúar 2024 06:44
Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28
Sjötug kona í fimm ára fangelsi fyrir að vanvirða herinn Eldri kona hefur verið dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Það gerði konan, sem er 72 ára gömul og frá Rostov-héraði, með því að deila tveimur færslum á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte. 30. janúar 2024 22:41