Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 11:47 Forstjóri FBI mætti fyrir þingnefnd í síðustu viku og sagði tilraunir Kínverja til að brjótast inn í innviði eina stærstu ógnina sem steðjaði að. Getty/Alex Wong Svo virðist sem Kínverjar hafi um margra ára skeið unnið að því að koma fyrir hugbúnaði innan mikilvægra innviða í Bandaríkjunum, ekki til að valda skemmdum nú heldur til að „liggja í dvala“ þar til þörf krefur eða tilefni þykir til að grípa til árása. Fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum innan öryggisyfirvalda í Bandaríkjunum og víðar að veikleikar í öryggis- og tæknibúnaði vestanhafs hafi verið nýttir til þess að koma hugbúnaðinum fyrir. Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar, sagði í síðustu viku um að ræða eina mestu ógn þessar kynslóðar. Hugbúnaðurinn gengur undir mörgum nöfnum; Volt Typhoon, Vanguard Panda, Brronz Silhouette, Dev-0391, UNC3236, Voltzite og Insidious Taurus. Erlendir miðlar segja um að ræða ríkisstyrkta netaðgerð tölvuþrjóta og þátt í umfangsmeiri herferð yfirvalda í Kína til að brjótast inn í kerfi á Vesturlöndum. Meðal umræddra innviða má nefna netþjónustu- og samskiptafyrirtæki og tölvukerfi hermálayfirvalda. Jen Easterly, framkvæmdastjóri US CISA, sem hefur eftirlit með netinnviðum og -öryggi í Bandaríkjunum, sagði fyrir þingnefnd fyrr í þessum mánuði að stofnunin hefði fundið dæmi um „innrásir“ kínversks búnaðar í fjölda innviða, meðal annars tengdum orku, vatni og flugi. Volt Typhoon nýtir sér veikleika í ýmsum búnaði á borð við netþjóna, „eldveggi“ og VPN. Oft er notendaupplýsingum þeirra sem hafa umsjón með búnaðinum stolið og brotist inn þannig. Þá nýtir búnaðurinn sér einnig úrelta tækni sem er ekki lengur uppfærð reglulega, sem er sagður vera lykilveikleiki í netöryggiskerfum í Bandaríkjunum. Búnaðurinn er sagður grassera og leynast meðal þess hugbúnaðar sem fyrir er, í stað þess að stofna ný „skjöl“ eða „möppur“ og auka þannig líkurnar á að hans verði vart. Samkvæmt skýrslu sem CISA, NSA og FBI gáfu út í síðustu viku hafa tölvuþrjótarnir á bakvið Volt Typhoon þannig haft aðgengi að innviðunum sem um ræðir í fimm ár og á meðan hugbúnaðurinn hefur aðeins fundist í Bandaríkjunum er talið líklegt að hann hafi haft áhrif á svokallaða „Five Eyes“ bandamenn Bandaríkjamanna; Kanada, Ástralíu, Nýja Sjáland og Bretland. Yfirvöld vestanhafs segja Volt Typhoon frábrugðinn öðrum hugbúnaði að því leyti að markmið hans séu hvorki njósnir né upplýsingasöfnun. Markmiðið sé hins vegar að koma búnaðinum fyrir til að geta gripið til hans og nýtt hann til skemmdarverka ef til átaka kemur milli Kína og Bandaríkjanna. Kínverjar hafa ítrekað neitað því að stunda netnjósnir og/eða -skemmdarverk. Bandaríkin Kína Netöryggi Netglæpir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum innan öryggisyfirvalda í Bandaríkjunum og víðar að veikleikar í öryggis- og tæknibúnaði vestanhafs hafi verið nýttir til þess að koma hugbúnaðinum fyrir. Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar, sagði í síðustu viku um að ræða eina mestu ógn þessar kynslóðar. Hugbúnaðurinn gengur undir mörgum nöfnum; Volt Typhoon, Vanguard Panda, Brronz Silhouette, Dev-0391, UNC3236, Voltzite og Insidious Taurus. Erlendir miðlar segja um að ræða ríkisstyrkta netaðgerð tölvuþrjóta og þátt í umfangsmeiri herferð yfirvalda í Kína til að brjótast inn í kerfi á Vesturlöndum. Meðal umræddra innviða má nefna netþjónustu- og samskiptafyrirtæki og tölvukerfi hermálayfirvalda. Jen Easterly, framkvæmdastjóri US CISA, sem hefur eftirlit með netinnviðum og -öryggi í Bandaríkjunum, sagði fyrir þingnefnd fyrr í þessum mánuði að stofnunin hefði fundið dæmi um „innrásir“ kínversks búnaðar í fjölda innviða, meðal annars tengdum orku, vatni og flugi. Volt Typhoon nýtir sér veikleika í ýmsum búnaði á borð við netþjóna, „eldveggi“ og VPN. Oft er notendaupplýsingum þeirra sem hafa umsjón með búnaðinum stolið og brotist inn þannig. Þá nýtir búnaðurinn sér einnig úrelta tækni sem er ekki lengur uppfærð reglulega, sem er sagður vera lykilveikleiki í netöryggiskerfum í Bandaríkjunum. Búnaðurinn er sagður grassera og leynast meðal þess hugbúnaðar sem fyrir er, í stað þess að stofna ný „skjöl“ eða „möppur“ og auka þannig líkurnar á að hans verði vart. Samkvæmt skýrslu sem CISA, NSA og FBI gáfu út í síðustu viku hafa tölvuþrjótarnir á bakvið Volt Typhoon þannig haft aðgengi að innviðunum sem um ræðir í fimm ár og á meðan hugbúnaðurinn hefur aðeins fundist í Bandaríkjunum er talið líklegt að hann hafi haft áhrif á svokallaða „Five Eyes“ bandamenn Bandaríkjamanna; Kanada, Ástralíu, Nýja Sjáland og Bretland. Yfirvöld vestanhafs segja Volt Typhoon frábrugðinn öðrum hugbúnaði að því leyti að markmið hans séu hvorki njósnir né upplýsingasöfnun. Markmiðið sé hins vegar að koma búnaðinum fyrir til að geta gripið til hans og nýtt hann til skemmdarverka ef til átaka kemur milli Kína og Bandaríkjanna. Kínverjar hafa ítrekað neitað því að stunda netnjósnir og/eða -skemmdarverk.
Bandaríkin Kína Netöryggi Netglæpir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“