Heilbrigðisráðherra segir að hlustað verði á heimilislækna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 07:37 Hanna Katrín Friðriksson og Willum Þór Þórsson ræddu skrifræðið á Alþingi í gær. „Auðvitað munum við bregðast við þessari beiðni Félags íslenskra heimilislækna og leysa þetta mál, vegna þess að það skiptir miklu máli,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær um tilvísanir vegna barna. Vísir greindi frá því í gær að Félag íslenskra heimilislækna hefði skorað á félagsmenn sína að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna þegar þeir ættu ekki beina aðkomu að málum. Ástæðan var sögð mikið álag vegna óþarfa skrifræðis. „Þrátt fyrir 6 ára mótmæli heimilislækna hafa yfirvöld ekki hlustað. Því er kominn tími til að taka málin í eigin hendur og stöðva þessa vitleysu, öllum til hagsbóta. Þá bendum við foreldrum á að það er Sjúkratrygginga Íslands að sinna niðurgreiðslum og því rétt að leita þangað með kvartanir,“ sagði í áskorun félagsins. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók málið upp á þingi í gær og sagði „eiginlega sturlað“ að sú staða væri komin upp að skriffinska að kröfu stjórnvalda væri að „kæfa“ lækna. „Nú virðist mælirinn fullur og þeir farnir að taka málin í sínar eigin hendur eftir áralanga þrautagöngu við að ná eyrum stjórnvalda,“ sagði Hanna Katrín meðal annars. „Þetta veldur auðvitað ekki bara óþarfa álagi á lækna heldur líka foreldra sem þurfa að þvælast um í kerfinu til að þóknast kerfinu,“ sagði hún um tilvísanirnar. Þingmaðurinn beindi síðan spurningu til heilbrigðisráðherra og vildi fá að vita hvort krafa stjórnvalda um tilvísanir hefði raunverulega leitt til betri þjónustu og til þess að betur væri farið með almannafé. Liggur beint við að létta álagið með því að draga úr skriffinskunni Willum sagði í svörum sínum rétt að hafa í huga að skriffinskukerfið; vottorð, tilvísanir og samskipti á Heilsuveru, tengdust því meðal annars að heilsugæslunni hefði verið ætlað það hlutverk að vera leiðsagnaraðilinn í heilbrigðiskerfinu; fyrsti viðkomustaður. Ráðuneytið hefði móttekið erindið frá Félagi íslenskra heimilislækna og mikil vinna hefði verið lögð í að leita lausna. „Við erum með í vinnu núna og búin að vera með í nokkra mánuði að ráða í þessar tilvísanir barna sem eru orðnar mjög miklar og erum bara að vinna að lausn í því máli og með lækna við borðið,“ sagði ráðherra. Hanna Katrín sagði þá að það virtist augljós leið til að létta álagi á heilbrigðiskrefið að losa það við óþarfa skriffinsku. „Ef staðreyndin er sú að á sex árum hafi ekki verið farið í það að átta sig á því hvort þetta spari tíma lækna, auki aðgengi fólks, bæti meðferð fjár — þetta eru allt grunnstoðir í því risavaxna verkefni sem er að bæta og tryggja hér áfram gott heilbrigðiskerfi — ef þær upplýsingar liggja ekki fyrir þá er það auðvitað ekki nógu gott.“ Willum sagði þá að vissulega þyrfti að bregðast við ef umfang kerfisins væri orðið þannig að það væri ekki að skila þeim markmiðum sem lagt var af stað með. „Við erum alveg á þeim stað. Sú vinna gengur að mínu mati bara alveg ágætlega,“ sagði hann. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Félag íslenskra heimilislækna hefði skorað á félagsmenn sína að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna þegar þeir ættu ekki beina aðkomu að málum. Ástæðan var sögð mikið álag vegna óþarfa skrifræðis. „Þrátt fyrir 6 ára mótmæli heimilislækna hafa yfirvöld ekki hlustað. Því er kominn tími til að taka málin í eigin hendur og stöðva þessa vitleysu, öllum til hagsbóta. Þá bendum við foreldrum á að það er Sjúkratrygginga Íslands að sinna niðurgreiðslum og því rétt að leita þangað með kvartanir,“ sagði í áskorun félagsins. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók málið upp á þingi í gær og sagði „eiginlega sturlað“ að sú staða væri komin upp að skriffinska að kröfu stjórnvalda væri að „kæfa“ lækna. „Nú virðist mælirinn fullur og þeir farnir að taka málin í sínar eigin hendur eftir áralanga þrautagöngu við að ná eyrum stjórnvalda,“ sagði Hanna Katrín meðal annars. „Þetta veldur auðvitað ekki bara óþarfa álagi á lækna heldur líka foreldra sem þurfa að þvælast um í kerfinu til að þóknast kerfinu,“ sagði hún um tilvísanirnar. Þingmaðurinn beindi síðan spurningu til heilbrigðisráðherra og vildi fá að vita hvort krafa stjórnvalda um tilvísanir hefði raunverulega leitt til betri þjónustu og til þess að betur væri farið með almannafé. Liggur beint við að létta álagið með því að draga úr skriffinskunni Willum sagði í svörum sínum rétt að hafa í huga að skriffinskukerfið; vottorð, tilvísanir og samskipti á Heilsuveru, tengdust því meðal annars að heilsugæslunni hefði verið ætlað það hlutverk að vera leiðsagnaraðilinn í heilbrigðiskerfinu; fyrsti viðkomustaður. Ráðuneytið hefði móttekið erindið frá Félagi íslenskra heimilislækna og mikil vinna hefði verið lögð í að leita lausna. „Við erum með í vinnu núna og búin að vera með í nokkra mánuði að ráða í þessar tilvísanir barna sem eru orðnar mjög miklar og erum bara að vinna að lausn í því máli og með lækna við borðið,“ sagði ráðherra. Hanna Katrín sagði þá að það virtist augljós leið til að létta álagi á heilbrigðiskrefið að losa það við óþarfa skriffinsku. „Ef staðreyndin er sú að á sex árum hafi ekki verið farið í það að átta sig á því hvort þetta spari tíma lækna, auki aðgengi fólks, bæti meðferð fjár — þetta eru allt grunnstoðir í því risavaxna verkefni sem er að bæta og tryggja hér áfram gott heilbrigðiskerfi — ef þær upplýsingar liggja ekki fyrir þá er það auðvitað ekki nógu gott.“ Willum sagði þá að vissulega þyrfti að bregðast við ef umfang kerfisins væri orðið þannig að það væri ekki að skila þeim markmiðum sem lagt var af stað með. „Við erum alveg á þeim stað. Sú vinna gengur að mínu mati bara alveg ágætlega,“ sagði hann.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira