Heilbrigðisráðherra segir að hlustað verði á heimilislækna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 07:37 Hanna Katrín Friðriksson og Willum Þór Þórsson ræddu skrifræðið á Alþingi í gær. „Auðvitað munum við bregðast við þessari beiðni Félags íslenskra heimilislækna og leysa þetta mál, vegna þess að það skiptir miklu máli,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær um tilvísanir vegna barna. Vísir greindi frá því í gær að Félag íslenskra heimilislækna hefði skorað á félagsmenn sína að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna þegar þeir ættu ekki beina aðkomu að málum. Ástæðan var sögð mikið álag vegna óþarfa skrifræðis. „Þrátt fyrir 6 ára mótmæli heimilislækna hafa yfirvöld ekki hlustað. Því er kominn tími til að taka málin í eigin hendur og stöðva þessa vitleysu, öllum til hagsbóta. Þá bendum við foreldrum á að það er Sjúkratrygginga Íslands að sinna niðurgreiðslum og því rétt að leita þangað með kvartanir,“ sagði í áskorun félagsins. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók málið upp á þingi í gær og sagði „eiginlega sturlað“ að sú staða væri komin upp að skriffinska að kröfu stjórnvalda væri að „kæfa“ lækna. „Nú virðist mælirinn fullur og þeir farnir að taka málin í sínar eigin hendur eftir áralanga þrautagöngu við að ná eyrum stjórnvalda,“ sagði Hanna Katrín meðal annars. „Þetta veldur auðvitað ekki bara óþarfa álagi á lækna heldur líka foreldra sem þurfa að þvælast um í kerfinu til að þóknast kerfinu,“ sagði hún um tilvísanirnar. Þingmaðurinn beindi síðan spurningu til heilbrigðisráðherra og vildi fá að vita hvort krafa stjórnvalda um tilvísanir hefði raunverulega leitt til betri þjónustu og til þess að betur væri farið með almannafé. Liggur beint við að létta álagið með því að draga úr skriffinskunni Willum sagði í svörum sínum rétt að hafa í huga að skriffinskukerfið; vottorð, tilvísanir og samskipti á Heilsuveru, tengdust því meðal annars að heilsugæslunni hefði verið ætlað það hlutverk að vera leiðsagnaraðilinn í heilbrigðiskerfinu; fyrsti viðkomustaður. Ráðuneytið hefði móttekið erindið frá Félagi íslenskra heimilislækna og mikil vinna hefði verið lögð í að leita lausna. „Við erum með í vinnu núna og búin að vera með í nokkra mánuði að ráða í þessar tilvísanir barna sem eru orðnar mjög miklar og erum bara að vinna að lausn í því máli og með lækna við borðið,“ sagði ráðherra. Hanna Katrín sagði þá að það virtist augljós leið til að létta álagi á heilbrigðiskrefið að losa það við óþarfa skriffinsku. „Ef staðreyndin er sú að á sex árum hafi ekki verið farið í það að átta sig á því hvort þetta spari tíma lækna, auki aðgengi fólks, bæti meðferð fjár — þetta eru allt grunnstoðir í því risavaxna verkefni sem er að bæta og tryggja hér áfram gott heilbrigðiskerfi — ef þær upplýsingar liggja ekki fyrir þá er það auðvitað ekki nógu gott.“ Willum sagði þá að vissulega þyrfti að bregðast við ef umfang kerfisins væri orðið þannig að það væri ekki að skila þeim markmiðum sem lagt var af stað með. „Við erum alveg á þeim stað. Sú vinna gengur að mínu mati bara alveg ágætlega,“ sagði hann. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Félag íslenskra heimilislækna hefði skorað á félagsmenn sína að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna þegar þeir ættu ekki beina aðkomu að málum. Ástæðan var sögð mikið álag vegna óþarfa skrifræðis. „Þrátt fyrir 6 ára mótmæli heimilislækna hafa yfirvöld ekki hlustað. Því er kominn tími til að taka málin í eigin hendur og stöðva þessa vitleysu, öllum til hagsbóta. Þá bendum við foreldrum á að það er Sjúkratrygginga Íslands að sinna niðurgreiðslum og því rétt að leita þangað með kvartanir,“ sagði í áskorun félagsins. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók málið upp á þingi í gær og sagði „eiginlega sturlað“ að sú staða væri komin upp að skriffinska að kröfu stjórnvalda væri að „kæfa“ lækna. „Nú virðist mælirinn fullur og þeir farnir að taka málin í sínar eigin hendur eftir áralanga þrautagöngu við að ná eyrum stjórnvalda,“ sagði Hanna Katrín meðal annars. „Þetta veldur auðvitað ekki bara óþarfa álagi á lækna heldur líka foreldra sem þurfa að þvælast um í kerfinu til að þóknast kerfinu,“ sagði hún um tilvísanirnar. Þingmaðurinn beindi síðan spurningu til heilbrigðisráðherra og vildi fá að vita hvort krafa stjórnvalda um tilvísanir hefði raunverulega leitt til betri þjónustu og til þess að betur væri farið með almannafé. Liggur beint við að létta álagið með því að draga úr skriffinskunni Willum sagði í svörum sínum rétt að hafa í huga að skriffinskukerfið; vottorð, tilvísanir og samskipti á Heilsuveru, tengdust því meðal annars að heilsugæslunni hefði verið ætlað það hlutverk að vera leiðsagnaraðilinn í heilbrigðiskerfinu; fyrsti viðkomustaður. Ráðuneytið hefði móttekið erindið frá Félagi íslenskra heimilislækna og mikil vinna hefði verið lögð í að leita lausna. „Við erum með í vinnu núna og búin að vera með í nokkra mánuði að ráða í þessar tilvísanir barna sem eru orðnar mjög miklar og erum bara að vinna að lausn í því máli og með lækna við borðið,“ sagði ráðherra. Hanna Katrín sagði þá að það virtist augljós leið til að létta álagi á heilbrigðiskrefið að losa það við óþarfa skriffinsku. „Ef staðreyndin er sú að á sex árum hafi ekki verið farið í það að átta sig á því hvort þetta spari tíma lækna, auki aðgengi fólks, bæti meðferð fjár — þetta eru allt grunnstoðir í því risavaxna verkefni sem er að bæta og tryggja hér áfram gott heilbrigðiskerfi — ef þær upplýsingar liggja ekki fyrir þá er það auðvitað ekki nógu gott.“ Willum sagði þá að vissulega þyrfti að bregðast við ef umfang kerfisins væri orðið þannig að það væri ekki að skila þeim markmiðum sem lagt var af stað með. „Við erum alveg á þeim stað. Sú vinna gengur að mínu mati bara alveg ágætlega,“ sagði hann.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira