„Hér er um lengri tíma viðburði að ræða“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 21:00 Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri ræddi nýbyggðan vinnuveg og byggingu heitavatnslagnanna á Suðurnesjum í Kvöldfréttum. Vísir Orkumálastjóri segir ljóst að atburðirnir á Suðurnesjum komi til með að endurtaka sig og mikilvægt sé að innviðir séu undir það búnir. Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á hraunið sem flæddi yfir Grindavíkurveg í núliðnu eldgosi. Sindri ræddi við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir það kraftaverk að búið sé að leggja veginn yfir hraunið. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn frá Svartsengi. „Staðan er sú að það er búið að sjóða mikið af þessum rörum saman. Þetta eru tólf metra rör sem er verið að sjóða saman. Og það voru eftir um níu suður, eitthvað svoleiðis. Og þá erum við að tala um að það á eftir að draga rörin og tryggja að þau nái yfir þessa fjögur til fimm hundruð metra sem voru eftir,“ segir Halla. Hún segir að ef vel gangi komist hiti á fyrr en síðar. Við hljótum að læra mjög hratt hvernig á að bregðast við þessum aðstæðum því þær eru að koma upp aftur og aftur. Finnst þér eins og við séum undirbúin fyrir þessar hamfarir? „Auðvitað eru náttúruhamfarir alltaf óvæntar að einhverju leyti en ég held að það skipti miklu máli að við erum að horfa á atburði sem munu koma til með að endurtaka sig. Og þess vegna þurfum við að passa upp á að verja þessa lögn,“ segir Halla. Steypa þurfi í kring um hana og sömuleiðis þurfi að setja nýja kaldavatnslögn til að tryggja að ef nýtt hraun kæmi myndi það ekki skemma fyrir. Þá sé mikivægt að passa upp á að til sé meiri og betri búnaður til að hita lykilinnviði, eins og skóla og hjúkrunarheimili. Heitt vatn frá fleiri stöðum en Svartsengi „Ég get hins vegar sagt þér að góðu fréttirnar eru að við höfum verið að ýta á lághitaátak,“ segir Halla og að í því felist að sækja hita á fleiri stöðum á Reykjanesi. „Og [við] höfum verið að draga að aðila eins og ÍSOR og fyrirtækin með okkur hérna. Og við vonum að það átak fari hratt og vel af stað núna í vikunni þannig að heimilin hafi aðgengi að heitu vatni frá fleiri stöðum en bara Svartsengi.“ Halla segir marga koma að því verkefni sem nú er fyrir höndum. Fyrirtæki, Almannavarnir og her af fagfólki. Þekking þeirra þurfi að dragast inn í alla ákvörðunartöku og mikilvægt sé að vera vel undirbúin. „Og þó að þessi hrina gangi yfir núna skiptir gríðalega miklu máli að við séum að hugsa að hér er um lengri tíma viðburði að ræða og þetta eru ákveðnir grundvallarinnviðir fyrir samfélagið. Ekki bara til skemmri tíma heldur um alla framtíð.“ Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan, sem hefst skammt fyrir þriðju mínútu. Orkumál Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Sjá meira
Sindri ræddi við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir það kraftaverk að búið sé að leggja veginn yfir hraunið. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn frá Svartsengi. „Staðan er sú að það er búið að sjóða mikið af þessum rörum saman. Þetta eru tólf metra rör sem er verið að sjóða saman. Og það voru eftir um níu suður, eitthvað svoleiðis. Og þá erum við að tala um að það á eftir að draga rörin og tryggja að þau nái yfir þessa fjögur til fimm hundruð metra sem voru eftir,“ segir Halla. Hún segir að ef vel gangi komist hiti á fyrr en síðar. Við hljótum að læra mjög hratt hvernig á að bregðast við þessum aðstæðum því þær eru að koma upp aftur og aftur. Finnst þér eins og við séum undirbúin fyrir þessar hamfarir? „Auðvitað eru náttúruhamfarir alltaf óvæntar að einhverju leyti en ég held að það skipti miklu máli að við erum að horfa á atburði sem munu koma til með að endurtaka sig. Og þess vegna þurfum við að passa upp á að verja þessa lögn,“ segir Halla. Steypa þurfi í kring um hana og sömuleiðis þurfi að setja nýja kaldavatnslögn til að tryggja að ef nýtt hraun kæmi myndi það ekki skemma fyrir. Þá sé mikivægt að passa upp á að til sé meiri og betri búnaður til að hita lykilinnviði, eins og skóla og hjúkrunarheimili. Heitt vatn frá fleiri stöðum en Svartsengi „Ég get hins vegar sagt þér að góðu fréttirnar eru að við höfum verið að ýta á lághitaátak,“ segir Halla og að í því felist að sækja hita á fleiri stöðum á Reykjanesi. „Og [við] höfum verið að draga að aðila eins og ÍSOR og fyrirtækin með okkur hérna. Og við vonum að það átak fari hratt og vel af stað núna í vikunni þannig að heimilin hafi aðgengi að heitu vatni frá fleiri stöðum en bara Svartsengi.“ Halla segir marga koma að því verkefni sem nú er fyrir höndum. Fyrirtæki, Almannavarnir og her af fagfólki. Þekking þeirra þurfi að dragast inn í alla ákvörðunartöku og mikilvægt sé að vera vel undirbúin. „Og þó að þessi hrina gangi yfir núna skiptir gríðalega miklu máli að við séum að hugsa að hér er um lengri tíma viðburði að ræða og þetta eru ákveðnir grundvallarinnviðir fyrir samfélagið. Ekki bara til skemmri tíma heldur um alla framtíð.“ Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan, sem hefst skammt fyrir þriðju mínútu.
Orkumál Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Sjá meira