Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. febrúar 2024 10:40 Hann segir ákvörðunina hafa verið tekna án eðlilegrar málsmeðferðar vegna eðlis ásakananna á hendur þeim. EPA/Salvatore di Nolfi Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Jerúsalem á föstudaginn var hann spurður hvort hann hefði gögn við hendi varðandi ásakanir Ísraela og svaraði hann því neitandi. Hann bætti við að rannsóknin væri yfirstandandi. Hann lýsti ákvörðun sinni sem „öfugri eðlilegri málsmeðferð.“ Guardian greinir frá. „Ég hefði getað vikið þeim tímabundið úr starf, en ég rak þá. Og nú er rannsókn í gangi og ef rannsóknin sýnir fram á að ákvörðunin hafi verið röng, þá munum við í Sameinuðu þjóðunum taka ákvörðun um hvernig eigi að bæta þeim þetta.“ Umfangsmiklar ásakanir Hann segist hafa tekið ákvörðun um leið og ásakanirnar bárust vegna þess hve alvarlegar þær voru. Stofnunin hafi þurft að glíma við harðar árásir. Ísraelsmenn hafa haldið því fram að allt að einum tíunda starfsmanna samtakanna séu hliðhollir Hamasliðum og vilja leysa samtökin upp. Yfirvöld í Tel Avív hafa sakað tugi starfsmanna þeirra um þátttöku í árásum Hamasliða á Ísrael sem leiddi til dauða rúmlega tólfhundruð manns. Um 28 þúsund hafa látið lífið í árásum á Gasasvæðinu þar á meðal tveir hinna ásökuðu.AP/Mohammed Hajjar Utanríkisráðuneyti Ísraels upplýsti Lazzarini um áskanirnar þann átjánda janúar og voru níu þeirra tólf sem sakaðir voru um aðild reknir á staðnum. Tveir þeirra höfðu þegar látist í loftárásum Ísraels. Í kjölfarið frystu fjölmörg lönd greiðslur til samtakanna, þar á meðal Ísland. UNRWA hafi engan aðgang að gögnunum Lazzarini segir talsmenn ísraelska yfirvalda hafa lesið upp nöfn hinna ásökuðu, ásamt ítarlegum lýsingum á eðli þátttöku þeirra í árásum Hamasliða. UNRWA hafi þó ekki verið veitt eintak af skjölunum. Hann segir ísraelsk yfirvöld þó ekki hafa hreyft mótbárum þegar nöfn einstaklinganna voru lögð fram til skoðunar á síðasta árum eins og gert er með alla starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar. António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur komið ákvörðun Lazzarini til varnar og segir gögn Ísraelsmanna trúverðug. „Við gátum ekki tekið áhættuna á því að bregðast ekki strax við þar sem ásakanirnar vörðuðu glæpsamlegt athæfi,“ segir Guterres á fimmtudag. Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Á blaðamannafundi sem haldinn var í Jerúsalem á föstudaginn var hann spurður hvort hann hefði gögn við hendi varðandi ásakanir Ísraela og svaraði hann því neitandi. Hann bætti við að rannsóknin væri yfirstandandi. Hann lýsti ákvörðun sinni sem „öfugri eðlilegri málsmeðferð.“ Guardian greinir frá. „Ég hefði getað vikið þeim tímabundið úr starf, en ég rak þá. Og nú er rannsókn í gangi og ef rannsóknin sýnir fram á að ákvörðunin hafi verið röng, þá munum við í Sameinuðu þjóðunum taka ákvörðun um hvernig eigi að bæta þeim þetta.“ Umfangsmiklar ásakanir Hann segist hafa tekið ákvörðun um leið og ásakanirnar bárust vegna þess hve alvarlegar þær voru. Stofnunin hafi þurft að glíma við harðar árásir. Ísraelsmenn hafa haldið því fram að allt að einum tíunda starfsmanna samtakanna séu hliðhollir Hamasliðum og vilja leysa samtökin upp. Yfirvöld í Tel Avív hafa sakað tugi starfsmanna þeirra um þátttöku í árásum Hamasliða á Ísrael sem leiddi til dauða rúmlega tólfhundruð manns. Um 28 þúsund hafa látið lífið í árásum á Gasasvæðinu þar á meðal tveir hinna ásökuðu.AP/Mohammed Hajjar Utanríkisráðuneyti Ísraels upplýsti Lazzarini um áskanirnar þann átjánda janúar og voru níu þeirra tólf sem sakaðir voru um aðild reknir á staðnum. Tveir þeirra höfðu þegar látist í loftárásum Ísraels. Í kjölfarið frystu fjölmörg lönd greiðslur til samtakanna, þar á meðal Ísland. UNRWA hafi engan aðgang að gögnunum Lazzarini segir talsmenn ísraelska yfirvalda hafa lesið upp nöfn hinna ásökuðu, ásamt ítarlegum lýsingum á eðli þátttöku þeirra í árásum Hamasliða. UNRWA hafi þó ekki verið veitt eintak af skjölunum. Hann segir ísraelsk yfirvöld þó ekki hafa hreyft mótbárum þegar nöfn einstaklinganna voru lögð fram til skoðunar á síðasta árum eins og gert er með alla starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar. António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur komið ákvörðun Lazzarini til varnar og segir gögn Ísraelsmanna trúverðug. „Við gátum ekki tekið áhættuna á því að bregðast ekki strax við þar sem ásakanirnar vörðuðu glæpsamlegt athæfi,“ segir Guterres á fimmtudag.
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira