Vegagerð yfir hraunið er lokið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 10:44 Um fimmtíu manns unnu að framkvæmdum í nótt og nýjar vaktir taka við í dag. Aðsend Framkvæmdir næturinnar við hjáveitulögn Njarðvíkuræðar gengu vel og örugglega fyrir sig samkvæmt HS Orku. Vegur liggur nú yfir heitt hraunið. Þjónusta á Suðurnesjum verður skert næstu daga en fyrirkomulag skólahalds er til skoðunar. Um fimmtíu manns unnu að framkvæmdum í nótt og nýjar vaktir taka við í dag. Vegagerð þvert yfir hrauntunguna er nú lokið, en hraunið er átta metra þykkt þar sem mest er, að því er segir í frétt á vef Hs orku. Allt lagnaefni er komið á vettvang og nú er unnið í mörgum hópum við að sjóða rör saman. Lögnin verður dregin yfir hrauntunguna og síðan tengd við Njarðvíkuræðina beggja vegna hrauntungunnar. Lögnin verður um fimmhundruð metra löng og mun vega hátt í áttatíu tonn samansett. Verið er að flytja rúllukefli á framkvæmdasvæðið og verður lögnin sett ofan á þau og dregin af jarðýtum út á hraunbrautina sem lokið var við að leggja í nótt. Vonir standa til þess að hægt verði að draga fyrsta hluta lagnarinnar út á hraunið síðdegis í dag. Ef áætlanir ganga upp eru vonir bundnar við að hægt verði að hleypa vatni á lögnina eftir þrjá til fjóra sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa áður en dreifikerfið nær að byggja sig upp. Því gæti liðið vika áður en heitt vatn er komið á öll hús á Suðurnesjum. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Fjölmargir aðilar; verktakar, verkfræðistofur og sérfræðingar, koma að framkvæmdinni og verður unnið á vöktum dag og nótt þar til heitt vatn streymir að nýju til Reykjanesbæjar. Vegagerð yfir heitt hraun mikilvægur áfangi Í gær ruddi jarðýta slóða fyrir lagnaleiðina yfir heitt hraunið og því næst verða jarðvegsfyllingar bornar ofan á hraunið. Miðað er við á ná að setja að minnsta kosti hálfan metra af malarpúða ofan í veginn. Áður en vegagerðin hófst var yfirborðshitastig hraunsins rannsakað, annars vegar með dróna og hinsvegar nákvæmari mælingum eftir því sem jarðvinnutækin fóru lengra út á hraunið. Að því er fram kemur á vef Hs orku einfaldar sú staðreynd að tekist hafi að gera veg yfir hraunið einfaldar framkvæmdina til muna og er mikilvægur áfangi í verkinu. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Skólahald til skoðunar Þjónusta í Reykjanesbæ verður skert næstu daga. Íþróttamannvirki og sundlaugar verða lokaðar sem og ráðhús bæjarins. Hefðbundin starfsemi verður í sérstökum búsetuúrræðum, dagdvöl á Nesvöllum og Selinu verða opnar, Björgin er opin en Hvammur og Hæfingarstöðin lokaðar. Heimsendingarþjónusta á mat verður með hefðbundnu sniði og heima- og stuðningsþjónusta óskert fyrir utan það að heimilisþrif verða í lágmarki. Bæjaryfirvöld í samvinnu við almannavarnir gerðu tilraunir til hitunar á á skólahúsnæðum bæjarins í gær. Þær tilraunir standa enn yfir og segir Hjördís Guðmunsdóttir, samskiptastjóri almannavarna að nánari upplýsingar um fyrirkomulag skólahalds muni liggja fyrir síðar í dag. Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Vegagerð Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Um fimmtíu manns unnu að framkvæmdum í nótt og nýjar vaktir taka við í dag. Vegagerð þvert yfir hrauntunguna er nú lokið, en hraunið er átta metra þykkt þar sem mest er, að því er segir í frétt á vef Hs orku. Allt lagnaefni er komið á vettvang og nú er unnið í mörgum hópum við að sjóða rör saman. Lögnin verður dregin yfir hrauntunguna og síðan tengd við Njarðvíkuræðina beggja vegna hrauntungunnar. Lögnin verður um fimmhundruð metra löng og mun vega hátt í áttatíu tonn samansett. Verið er að flytja rúllukefli á framkvæmdasvæðið og verður lögnin sett ofan á þau og dregin af jarðýtum út á hraunbrautina sem lokið var við að leggja í nótt. Vonir standa til þess að hægt verði að draga fyrsta hluta lagnarinnar út á hraunið síðdegis í dag. Ef áætlanir ganga upp eru vonir bundnar við að hægt verði að hleypa vatni á lögnina eftir þrjá til fjóra sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa áður en dreifikerfið nær að byggja sig upp. Því gæti liðið vika áður en heitt vatn er komið á öll hús á Suðurnesjum. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Fjölmargir aðilar; verktakar, verkfræðistofur og sérfræðingar, koma að framkvæmdinni og verður unnið á vöktum dag og nótt þar til heitt vatn streymir að nýju til Reykjanesbæjar. Vegagerð yfir heitt hraun mikilvægur áfangi Í gær ruddi jarðýta slóða fyrir lagnaleiðina yfir heitt hraunið og því næst verða jarðvegsfyllingar bornar ofan á hraunið. Miðað er við á ná að setja að minnsta kosti hálfan metra af malarpúða ofan í veginn. Áður en vegagerðin hófst var yfirborðshitastig hraunsins rannsakað, annars vegar með dróna og hinsvegar nákvæmari mælingum eftir því sem jarðvinnutækin fóru lengra út á hraunið. Að því er fram kemur á vef Hs orku einfaldar sú staðreynd að tekist hafi að gera veg yfir hraunið einfaldar framkvæmdina til muna og er mikilvægur áfangi í verkinu. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Skólahald til skoðunar Þjónusta í Reykjanesbæ verður skert næstu daga. Íþróttamannvirki og sundlaugar verða lokaðar sem og ráðhús bæjarins. Hefðbundin starfsemi verður í sérstökum búsetuúrræðum, dagdvöl á Nesvöllum og Selinu verða opnar, Björgin er opin en Hvammur og Hæfingarstöðin lokaðar. Heimsendingarþjónusta á mat verður með hefðbundnu sniði og heima- og stuðningsþjónusta óskert fyrir utan það að heimilisþrif verða í lágmarki. Bæjaryfirvöld í samvinnu við almannavarnir gerðu tilraunir til hitunar á á skólahúsnæðum bæjarins í gær. Þær tilraunir standa enn yfir og segir Hjördís Guðmunsdóttir, samskiptastjóri almannavarna að nánari upplýsingar um fyrirkomulag skólahalds muni liggja fyrir síðar í dag.
Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Vegagerð Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira