Björgunarsveitir í Garði og Reykjanesbæ hafi verið með opið hús í gær og það hafi líka verið rólegt þar.
Hann segir að stefnt sé á að hafa opið aftur í dag.
„Húsið er hlýtt og opið öllum,“ segir Jón Þór en það má líklega fá kaffi þar líka og köku.
Ekkert heitt vatn
Ekkert heitt vatn er á Reykjanesi eftir að hraun rann yfir Njarðvíkuræðina um hádegisbil í gær. Unnið er að tengingu varalagnar. Dregið hefur úr virkni eldgossins.