Innlent

Sjáðu þegar sprungan opnaðist

Atli Ísleifsson skrifar
Gosið hófst klukkan 6:02 í morgun.
Gosið hófst klukkan 6:02 í morgun. Vísir

Gos hófst norðan Sýlingar­fells á Reykjanesskaga klukkan 6:02 í morgun. Í vefmyndavél á vegum Vísis sést þegar sprungan opnaðist.

Um klukkan 5:30 í morgun hófst áköf smáskjálftavirkni norðaustan við Sýlingarfell og um hálftíma síðar hófst eldgos á sömu slóðum. Fyrstu mínúturnar lengdist sprungan bæði til norðurs og suðurs.

Sjá má myndband af því þegar sprungan opnaðist í spilaranum að neðan.

Út frá fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er gosið á sömu slóðum og gaus 18. desember. Sprungan er um þriggja kílómetra löng og liggur hún frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells.

„Hraun rennur mestmegnis til vesturs á þessu stigi. Hraunflæði virðist aðeins minna en í byrjun gossins 18. desember. Gosstrókarnir ná um 50-80 m hæð og gosmökkurinn stígur upp í um 3 km hæð,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.


Tengdar fréttir

Vaktin: Gos hafið á Reykjanesinu

Eldgos er hafið á Reykjanesi, á Sundknúksgígaröðinni. Sprungan virðist ná frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógarfells og hraun rennur til vesturs.

Viðbragðslúðrar ómuðu við Svartsengi

„Við vitum að eldgosið hófst þarna um sex leytið og við vitum að það er á svipuðum stað og eldgosið sem hófst 18. desember og við vitum að þetta er alveg bara, við þekkjum þetta,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna í Bítinu á Bylgjunni í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×