Staðsetning gossins ekki jafn ógnvekjandi og síðast Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2024 07:51 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar og lögreglumaður, segir það mikinn létti að gosið sé fjær bænum en þegar gaus í janúar. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík, frétti af eldgosinu í morgun frá syni sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli. „Sonur minn sjá bjarmann og hringdi í mig.“ Hvernig leið þér þá? „Mér líður betur eftir að ég fékk að vita staðsetningu. Það er alltaf ákveðið óöryggi fyrst að átta sig á hvar þetta er. En við bjuggumst alveg við þessu. Þetta er búið að gerast það oft að maður hoppar ekki upp en staðsetningin skiptir öllu máli.“ Spurður um viðbrögð af hálfu bæjarins segir hann bæinn alveg tóman en að viðbragðsaðilar séu við lokunarpósta. En að hann sé rýmdur við þessar aðstæður. Hjálmar á von á því að bænum verði lokað á meðan þessu stendur, allavega á meðan viðbragðsaðilar og sérfræðingar átta sig á stöðunni. „Það er eðlilegt held ég og fólk skilur það.“ Bærinn rýmdur Síðustu daga hefur farið fram umfangsmikil verðmætabjörgun í bænum. Hjálmar segir alls ekki alla hafa tekið sitt dót. Hann sjálfur hafi sem dæmi ekki tekið einn stól og ætli ekki að gera það. „Það er heilmikið dót og sumir sem ætla ekkert að taka strax. Það er voðalega misjafnt. Ég hef ekki tekið einn stól og ætla ekkert að taka. Ég bý syðst í bænum og verðum að sjá hvernig móður náttúra fer með okkur.“ Hjálmar segir staðsetninguna mikinn létti. „Síðasta gos var frekar ógnvekjandi en þetta er á betra stað.“ Hjálmar starfar sem löggæslumaður en er í leyfi frá þeim störfum vegna anna í sveitarstjórnarmálum. Hann á von á því að fara í ráðhúsið í dag til að taka stöðuna. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Keflavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Sonur minn sjá bjarmann og hringdi í mig.“ Hvernig leið þér þá? „Mér líður betur eftir að ég fékk að vita staðsetningu. Það er alltaf ákveðið óöryggi fyrst að átta sig á hvar þetta er. En við bjuggumst alveg við þessu. Þetta er búið að gerast það oft að maður hoppar ekki upp en staðsetningin skiptir öllu máli.“ Spurður um viðbrögð af hálfu bæjarins segir hann bæinn alveg tóman en að viðbragðsaðilar séu við lokunarpósta. En að hann sé rýmdur við þessar aðstæður. Hjálmar á von á því að bænum verði lokað á meðan þessu stendur, allavega á meðan viðbragðsaðilar og sérfræðingar átta sig á stöðunni. „Það er eðlilegt held ég og fólk skilur það.“ Bærinn rýmdur Síðustu daga hefur farið fram umfangsmikil verðmætabjörgun í bænum. Hjálmar segir alls ekki alla hafa tekið sitt dót. Hann sjálfur hafi sem dæmi ekki tekið einn stól og ætli ekki að gera það. „Það er heilmikið dót og sumir sem ætla ekkert að taka strax. Það er voðalega misjafnt. Ég hef ekki tekið einn stól og ætla ekkert að taka. Ég bý syðst í bænum og verðum að sjá hvernig móður náttúra fer með okkur.“ Hjálmar segir staðsetninguna mikinn létti. „Síðasta gos var frekar ógnvekjandi en þetta er á betra stað.“ Hjálmar starfar sem löggæslumaður en er í leyfi frá þeim störfum vegna anna í sveitarstjórnarmálum. Hann á von á því að fara í ráðhúsið í dag til að taka stöðuna.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Keflavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira