Viðbragðslúðrar ómuðu við Svartsengi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 07:49 Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir eldgosið hafa hafist á einum af þeim stöðum sem taldir voru líklegastir til að vera upptakastaður eldgoss. Vísir/Vilhelm „Við vitum að eldgosið hófst þarna um sex leytið og við vitum að það er á svipuðum stað og eldgosið sem hófst 18. desember og við vitum að þetta er alveg bara, við þekkjum þetta,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Er þetta mikið gos? „Já, þetta er ágætis gos. Þyrlan var að fara í loftið í þessum töluðu orðum og þegar við fáum augu úr henni fáum við betri upplýsingar en þetta með lýsingarorðið mikið er erfitt að segja til um áður en við fáum nákvæmar upplýsingar frá vísindafólki sem er komið í þyrluna.“ Hún segir einar af mikilvægustu upplýsingunum koma frá vísindafólkinu í þyrlunni. Vefmyndavélarnar gefi miklar og ótrúlegar upplýsingar en mikilvægt sé að fá upplýsingar um hraunflæðið, sérstaklega hvort það stefni í átt til Grindavíkur eða Svartsengis, þar sem finna má mikilvæga innviði fyrir allt Reykjanesið. „Þetta er á sprungunni sem við þekkjum þarna til. Þetta er ágætis lengd á þessu en ég er bara með augun á skjánum. Þetta er á mjög svipuðum stað og hraunið byrjað að flæða. Eins og við þekkjum af þessum hraunflæðilíkönum sem notast er við koma þau sér mjög vel núna til að spá fyrir um hvert þetta flæðir.“ Jarðskjálftahrina hófst á svæðinu klukkan 5:40 í morgun og rýmingaráætlun fór í gang. Hjördís segir rýmingar hafa gengið vel. „Þetta voru þessir hótelgestir við Svartsengi, sem um ræðir. Það var enginn í Grindavík en auðvitað vorum við með viðbragðsaðila við lokunarpósta og annað. Það eru þessir mælar allir, sem búið er að koma upp, sem skipta auðvitað sköpum fyrir okkur öll til að geta gefið fólki þennan tíma,“ segir Hjördís. „Viðvörunarbjöllurnar og lúðrarnir, sem búið er að setja upp og var verið að prófa í fyrradag, voru ræstir. Það hefur örugglega verið skrítin tilfinning fyrir fólk svona um fimmtugt að heyra í þeim. Það er hljóð sem við þekkjum í gamla daga. Þeir voru ræstir við Bláa lónið en það var eftir að við vissum hvað var í gangi, þannig að það var bara eitt af tækjunum sem við höfum til að láta fólk vita.“ Hún segir gosið hafa komið upp á einum af þeim stöðum sem talinn var einna líklegastur til að vera upptakastaður eldgoss. Hafa verði í huga að erfitt sé að spá nákvæmlega fyrir um slíkt. „Nákvæma staðsetningu getur enginn vitað en þetta er á einum af þessum líklegustu stöðum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Bláa lónið Bítið Tengdar fréttir Liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells Samkvæmt fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er eldgosið á sömu slóðum og gaus 18. desember síðastliðinn. 8. febrúar 2024 07:14 Búið að rýma Bláa lónið Öll athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi hafa verið rýmd vegna skjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í aðdraganda eldgossins sem hófst um klukkan 6 í morgun. 8. febrúar 2024 06:42 Vaktin: Gos hafið á Reykjanesinu Eldgos hófst klukkan sex í morgun, fimmtudag, í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Er þetta mikið gos? „Já, þetta er ágætis gos. Þyrlan var að fara í loftið í þessum töluðu orðum og þegar við fáum augu úr henni fáum við betri upplýsingar en þetta með lýsingarorðið mikið er erfitt að segja til um áður en við fáum nákvæmar upplýsingar frá vísindafólki sem er komið í þyrluna.“ Hún segir einar af mikilvægustu upplýsingunum koma frá vísindafólkinu í þyrlunni. Vefmyndavélarnar gefi miklar og ótrúlegar upplýsingar en mikilvægt sé að fá upplýsingar um hraunflæðið, sérstaklega hvort það stefni í átt til Grindavíkur eða Svartsengis, þar sem finna má mikilvæga innviði fyrir allt Reykjanesið. „Þetta er á sprungunni sem við þekkjum þarna til. Þetta er ágætis lengd á þessu en ég er bara með augun á skjánum. Þetta er á mjög svipuðum stað og hraunið byrjað að flæða. Eins og við þekkjum af þessum hraunflæðilíkönum sem notast er við koma þau sér mjög vel núna til að spá fyrir um hvert þetta flæðir.“ Jarðskjálftahrina hófst á svæðinu klukkan 5:40 í morgun og rýmingaráætlun fór í gang. Hjördís segir rýmingar hafa gengið vel. „Þetta voru þessir hótelgestir við Svartsengi, sem um ræðir. Það var enginn í Grindavík en auðvitað vorum við með viðbragðsaðila við lokunarpósta og annað. Það eru þessir mælar allir, sem búið er að koma upp, sem skipta auðvitað sköpum fyrir okkur öll til að geta gefið fólki þennan tíma,“ segir Hjördís. „Viðvörunarbjöllurnar og lúðrarnir, sem búið er að setja upp og var verið að prófa í fyrradag, voru ræstir. Það hefur örugglega verið skrítin tilfinning fyrir fólk svona um fimmtugt að heyra í þeim. Það er hljóð sem við þekkjum í gamla daga. Þeir voru ræstir við Bláa lónið en það var eftir að við vissum hvað var í gangi, þannig að það var bara eitt af tækjunum sem við höfum til að láta fólk vita.“ Hún segir gosið hafa komið upp á einum af þeim stöðum sem talinn var einna líklegastur til að vera upptakastaður eldgoss. Hafa verði í huga að erfitt sé að spá nákvæmlega fyrir um slíkt. „Nákvæma staðsetningu getur enginn vitað en þetta er á einum af þessum líklegustu stöðum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Bláa lónið Bítið Tengdar fréttir Liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells Samkvæmt fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er eldgosið á sömu slóðum og gaus 18. desember síðastliðinn. 8. febrúar 2024 07:14 Búið að rýma Bláa lónið Öll athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi hafa verið rýmd vegna skjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í aðdraganda eldgossins sem hófst um klukkan 6 í morgun. 8. febrúar 2024 06:42 Vaktin: Gos hafið á Reykjanesinu Eldgos hófst klukkan sex í morgun, fimmtudag, í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells Samkvæmt fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er eldgosið á sömu slóðum og gaus 18. desember síðastliðinn. 8. febrúar 2024 07:14
Búið að rýma Bláa lónið Öll athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi hafa verið rýmd vegna skjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í aðdraganda eldgossins sem hófst um klukkan 6 í morgun. 8. febrúar 2024 06:42
Vaktin: Gos hafið á Reykjanesinu Eldgos hófst klukkan sex í morgun, fimmtudag, í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11