Innlent

Gæslu­varð­hald yfir móðurinni fram­lengt um fjórar vikur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Héraðsdómur Reykjaness framlengdi gæsluvarðhald yfir konunni í dag.
Héraðsdómur Reykjaness framlengdi gæsluvarðhald yfir konunni í dag. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum, um fjórar vikur. Lögregla telur sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni.

Tilkynnt var um andlát sex ára drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi 31. janúar síðastliðinn og var móðir hans, kona um fimmtugt, handtekin og úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald samdægurs. 

Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, staðfestir í samtali við fréttastofu að gæsluvarðhald yfir konunni hafi verið framlengt í dag um fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna. Rannsókninni miði ágætlega áfram en að mörgu sé að huga. 

„Við teljum okkur hafa nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni en munum ekki upplýsa nánar um hana að svo stöddu,“ segir Eiríkur Valberg í samtali við fréttastofu. 

Teknar hafi verið skýrslur af mörgum vegna málsins en ekki sé útilokað að enn eigi eftir að taka fleiri. Hann segir þá hitt barnið, sem bjó á heimilinu, enn í úrræði barnaverndaryfirvalda. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×