Innlent

Bein út­sending: Óundirbúnar fyrir­spurnir meðan mót­mælt er á Austur­velli

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Svona var staðan á Austurvelli klukkan 15:10. Boðað var til mótmæla klukkan 15.
Svona var staðan á Austurvelli klukkan 15:10. Boðað var til mótmæla klukkan 15. Live from Iceland

Óundirbúinn fyrirspurnatími hefst á Alþingi klukkan 15. Á sama tíma hefjast mótmæli á Austurvelli sem félagið Ísland – Palestína boðaði til. 

Beina útsendingu frá fyrirspurnartímanum má sjá hér fyrir neðan.Mótmælendur hafa nú staðið fyrir kyrrsetumótmælum  á Austurvelli í fjörutíu daga. Á Facebook viðburði mótmælanna í dag segir að þau muni ekki hverfa þaðan fyrr en kröfum þeirra hefur verið mætt. 

„Markmið okkar er skýrt: að koma á breytingum í málum er varða fjölskyldusameiningar og alþjóðlega vernd fyrir Palestínufólk á Íslandi. Mætum öll á Austurvöll fyrir utan Alþingi og sýnum ráðamönnum að við munum ekki draga úr krafti mótmæla okkar fyrr en fjölskyldurnar verða fluttar óhultar frá Gasa,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum mótmælanna. 

Þá hafa Vísi borist ábendingar um að friðsamleg mótmæli fari fram á þingpöllum Alþingis í dag. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×