Erlent

Aftur mikil flóð í Kali­forníu

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjölmargir ökumenn hafa setið fastir í bílum sínum eftir mikil flóð í Kaliforníu.
Fjölmargir ökumenn hafa setið fastir í bílum sínum eftir mikil flóð í Kaliforníu. AP/Ethan Swope

Gífurleg rigning og hvass vindur hefur leitt til flóða og aurskriða í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hundruð þúsunda heimila eru sögð hafa orðið rafmagnslaus þegar rafmagnslínur slitnuðu. Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem Kalifornía verður fyrir óveðri sem þessu.

Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar flæddi á vegum í byggðum við San Francisco flóa og féllu tré og rafmagnsstaurar þar. Þá fór vindhraði yfir 35 metra á sekúndu, þar sem mest var.

Þá hafa viðbragðsaðilar þurft að bjarga fólki úr bílum sem hafa fests á götum Kaliforníu og hefur þurft að bjarga fólki út um glugga bílanna.

Ekki er vitað til þess að einhver hafi látið lífið.

Talið er að óveðrið muni herja á suðurhluta ríkisins í dag. Þegar lægðin nær inn á land er búist við gífurlegri snjókomu í fjöllum Kaliforníu. Spáð er allt að tuttugu sentímetra rigningu á láglendi í suðurhluta Kaliforníu í dag. Hærra er talið að rigningin geti orðið allt að 35 sentímetrar.

Sambærileg lægð fyrir yfir ríkið í síðustu viku og leiddi hún einnig til flóða og mikillar snjókomu.

Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í nokkrum sýslum ríkisins vegna óveðursins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×