Hafa enn ekki tekið afstöðu til þess hvort fólkið verði sótt Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 19:23 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Steingrímur Dúi Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort dvalarleyfishafar á Gasasvæðinu fái aðstoð við að komast til landsins. Dómsmálaráðherra segist standa við fullyrðingar um að Ísland fari að fordæmi Norðurlandanna. Kröfur þeirra sem hafa mótmælt á Austurvelli síðustu vikur hafa verið þær að íslensk stjórnvöld sendi lista út til Egyptalands um hvaða einstaklingar inni á Gasasvæðinu séu með dvalarleyfi á Íslandi. Svo þurfi stjórnvöld að senda fulltrúa út til landamæranna til þess að fylgja fólkinu áleiðis. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að við förum að fordæmi Norðurlandanna og því hafi fólkið ekki verið sótt. Förum víst eftir fordæmi Norðurlandanna Í gær sagði svo í frétt Ríkisútvarpsins að íslensk stjórnvöld færu alls ekki að því fordæmi. Hin Norðurlöndin væru ekki bara að sækja ríkisborgara, heldur einnig dvalarleyfishafa. Kom þar fram að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi haldið öðru fram hvað varðar fyrirkomulag nágrannaþjóða okkar og þannig farið með ósannindi. Vitnað var í viðtal við dómsmálaráðherra frá 29. desember en í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag kemur fram að hún hafi leiðrétt þessi orð tæpri viku síðar þar sem hún hafi verið ónákvæm í máli sínu. „Ég kann því mjög illa þegar borið er á mig ósannsögli. En nú hefur RÚV leiðrétt það ranghermi sem þau fóru með í gær og þá getum við snúið okkur að því að ræða efnisatriði málsins. Staðreyndir málsins eru þær að samkvæmt þeim upplýsingum sem íslensk stjórnvöld hafa aflað sér, að norrænu ríkin hafa verið að aðstoða fólk úti á Gasa, þá sína ríkisborgara, fjölskyldur þeirra og svo dvalarleyfis hafa sem höfðu dvalarleyfi í löndunum fyrir 7. október og höfðu sannarlega dvalið í löndunum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Unnið þvert á ráðuneyti Hún segir engan þeirra dvalarleyfishafa sem eru nú á Gasasvæðinu hafa komið til Íslands áður. Þar af leiðandi séu íslensk stjórnvöld að fara að fordæmi Norðurlandanna. Þá segir hún Ísland ekki með jafn gott net sendiskrifstofa og nágrannalöndin og því hafi stjórnvöld ekki tök á því að senda einhvern út til þess að aðstoða fólk í gegnum landamærin á Rafha. Þetta er verkefni þvert á ráðuneyti, það eru einhver fimm ráðuneyti sem vinna saman í þessu. Utan frá þá finnst manni ekkert vera að gerast í þessu. Er eitthvað að gerast, mun þetta fólk einhvern tímann koma til Íslands með aðstoð íslenskra stjórnvalda? „Það er rétt sem þú segir að þetta varðar mörg ráðuneyti. Þetta hefur verið rætt í ríkisstjórn, sem og ráðherranefndum. Ég ítreka að þetta er mjög umfangsmikið verkefni og flókið og það hefur enn engin afstaða verið tekin til þess,“ segir Guðrún. Hvers vegna ekki? „Eins og ég sagði, þetta er umfangsmikið og flókið verkefni og það hefur ekki verið tekin afstaða til þess enn þá.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Kröfur þeirra sem hafa mótmælt á Austurvelli síðustu vikur hafa verið þær að íslensk stjórnvöld sendi lista út til Egyptalands um hvaða einstaklingar inni á Gasasvæðinu séu með dvalarleyfi á Íslandi. Svo þurfi stjórnvöld að senda fulltrúa út til landamæranna til þess að fylgja fólkinu áleiðis. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að við förum að fordæmi Norðurlandanna og því hafi fólkið ekki verið sótt. Förum víst eftir fordæmi Norðurlandanna Í gær sagði svo í frétt Ríkisútvarpsins að íslensk stjórnvöld færu alls ekki að því fordæmi. Hin Norðurlöndin væru ekki bara að sækja ríkisborgara, heldur einnig dvalarleyfishafa. Kom þar fram að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi haldið öðru fram hvað varðar fyrirkomulag nágrannaþjóða okkar og þannig farið með ósannindi. Vitnað var í viðtal við dómsmálaráðherra frá 29. desember en í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag kemur fram að hún hafi leiðrétt þessi orð tæpri viku síðar þar sem hún hafi verið ónákvæm í máli sínu. „Ég kann því mjög illa þegar borið er á mig ósannsögli. En nú hefur RÚV leiðrétt það ranghermi sem þau fóru með í gær og þá getum við snúið okkur að því að ræða efnisatriði málsins. Staðreyndir málsins eru þær að samkvæmt þeim upplýsingum sem íslensk stjórnvöld hafa aflað sér, að norrænu ríkin hafa verið að aðstoða fólk úti á Gasa, þá sína ríkisborgara, fjölskyldur þeirra og svo dvalarleyfis hafa sem höfðu dvalarleyfi í löndunum fyrir 7. október og höfðu sannarlega dvalið í löndunum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Unnið þvert á ráðuneyti Hún segir engan þeirra dvalarleyfishafa sem eru nú á Gasasvæðinu hafa komið til Íslands áður. Þar af leiðandi séu íslensk stjórnvöld að fara að fordæmi Norðurlandanna. Þá segir hún Ísland ekki með jafn gott net sendiskrifstofa og nágrannalöndin og því hafi stjórnvöld ekki tök á því að senda einhvern út til þess að aðstoða fólk í gegnum landamærin á Rafha. Þetta er verkefni þvert á ráðuneyti, það eru einhver fimm ráðuneyti sem vinna saman í þessu. Utan frá þá finnst manni ekkert vera að gerast í þessu. Er eitthvað að gerast, mun þetta fólk einhvern tímann koma til Íslands með aðstoð íslenskra stjórnvalda? „Það er rétt sem þú segir að þetta varðar mörg ráðuneyti. Þetta hefur verið rætt í ríkisstjórn, sem og ráðherranefndum. Ég ítreka að þetta er mjög umfangsmikið verkefni og flókið og það hefur enn engin afstaða verið tekin til þess,“ segir Guðrún. Hvers vegna ekki? „Eins og ég sagði, þetta er umfangsmikið og flókið verkefni og það hefur ekki verið tekin afstaða til þess enn þá.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira