Ráðherrar stjórnist af tilfinningum og ótta Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 12:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er þingmaður Pírata. Stöð 2/Arnar Dómsmálaráðherra segir fullyrðingar í frétt Ríkisútvarpsins um að hún hafi farið með rangt mál hvað varðar fjölskyldusameiningar úr lausu lofti gripnar. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld skorta allan vilja til þess að koma dvalarleyfishöfum af Gazasvæðinu. Í frétt Ríkisútvarpsins í gær kom fram að bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafi farið með rangt mál varðandi fjölskyldusameiningar flóttamanna frá Palestínu. Kom þar fram að ráðherrarnir færu eftir sama fyrirkomulagi og hin Norðurlöndin, það er að eingöngu væru ríkisborgarar landanna sóttir til Gasasvæðisins en ekki þeir sem hafa dvalarleyfi, líkt og þeir sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu. Hins vegar hafi Norðurlöndin alls ekki gert þetta svoleiðis, þvert á móti hafi þau öll sótt dvalarleyfishafa við Rafah-landamærastöðina við landamæri Gasa og Egyptalands. Ekki skynsamleg leið Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir stjórnvöld skorta fagmennsku í þessum málaflokki. „Ég held að í þessum málaflokki, sérstaklega, stjórnist fólk svolítið af tilfinningum og einhverjum ótta. Ég held að það eigi við um ráðherra landsins jafnt sem marga aðra því miður. Og það er auðvitað ekki skynsamleg leið til þess að finna réttu lausnirnar,“ segir Arndís Anna. Þegar leiðrétt sig Dómsmálaráðherra sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun þar sem hún segir fullyrðingar í frétt RÚV vera rangar. Hún hafi vissulega fyrir áramót haldið þessu fram, en leiðrétt orð sín í byrjun janúarmánaðar. Hún gerir athugasemd við það að RÚV skuli vitna í upphafleg orð hennar en ekki leiðréttinguna. Hún kallar eftir því að frétt RÚV verði fjarlægð og leiðrétting birt á vef þeirra. Arndís Anna segir að þrátt fyrir þetta sé ljóst að vilji íslenskra stjórnvalda til að fylgja eftir samþykktum fjölskyldusameiningum sé ekki til staðar. „Það stoppar á því að íslensk stjórnvöld eru ekki reiðubúin til þess að taka þau skref sem þarf að taka til þess að koma fólkinu út af svæðinu. Við vitum í sjálfu sér hver þau eru, í grófum dráttum. Það snýst um að koma nafnalista til egypskra stjórnvalda en síðan þarf fulltrúi íslenskra stjórnvalda að fara á svæðið og fylgja fólkinu ákveðinn hluta leiðarinnar. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórnin hefur einfaldlega ekki viljað gera og þau hafa lýst því yfir,“ segir Arndís Anna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Í frétt Ríkisútvarpsins í gær kom fram að bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafi farið með rangt mál varðandi fjölskyldusameiningar flóttamanna frá Palestínu. Kom þar fram að ráðherrarnir færu eftir sama fyrirkomulagi og hin Norðurlöndin, það er að eingöngu væru ríkisborgarar landanna sóttir til Gasasvæðisins en ekki þeir sem hafa dvalarleyfi, líkt og þeir sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu. Hins vegar hafi Norðurlöndin alls ekki gert þetta svoleiðis, þvert á móti hafi þau öll sótt dvalarleyfishafa við Rafah-landamærastöðina við landamæri Gasa og Egyptalands. Ekki skynsamleg leið Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir stjórnvöld skorta fagmennsku í þessum málaflokki. „Ég held að í þessum málaflokki, sérstaklega, stjórnist fólk svolítið af tilfinningum og einhverjum ótta. Ég held að það eigi við um ráðherra landsins jafnt sem marga aðra því miður. Og það er auðvitað ekki skynsamleg leið til þess að finna réttu lausnirnar,“ segir Arndís Anna. Þegar leiðrétt sig Dómsmálaráðherra sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun þar sem hún segir fullyrðingar í frétt RÚV vera rangar. Hún hafi vissulega fyrir áramót haldið þessu fram, en leiðrétt orð sín í byrjun janúarmánaðar. Hún gerir athugasemd við það að RÚV skuli vitna í upphafleg orð hennar en ekki leiðréttinguna. Hún kallar eftir því að frétt RÚV verði fjarlægð og leiðrétting birt á vef þeirra. Arndís Anna segir að þrátt fyrir þetta sé ljóst að vilji íslenskra stjórnvalda til að fylgja eftir samþykktum fjölskyldusameiningum sé ekki til staðar. „Það stoppar á því að íslensk stjórnvöld eru ekki reiðubúin til þess að taka þau skref sem þarf að taka til þess að koma fólkinu út af svæðinu. Við vitum í sjálfu sér hver þau eru, í grófum dráttum. Það snýst um að koma nafnalista til egypskra stjórnvalda en síðan þarf fulltrúi íslenskra stjórnvalda að fara á svæðið og fylgja fólkinu ákveðinn hluta leiðarinnar. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórnin hefur einfaldlega ekki viljað gera og þau hafa lýst því yfir,“ segir Arndís Anna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira