Yfirvöld á Norðurlöndunum hafi aðstoðað aðra en eigin ríkisborgara Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2024 23:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Arnar Yfirvöld á hinum Norðurlöndunum hafa aðstoðað aðra en ríkisborgara sína við að komast burt frá Palestínu. Rúv greindi frá þessu fyrr í kvöld. Frétt uppfærð 3. febrúar kl. 12:30. Þessi frétt er byggð á frétt Ríkisútvarpsins sem birtist í gær, 2. febrúar. Í henni var haldið fram að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hefðu fullyrt að Norðurlönd væru ekki að aðstoða aðra en ríkisborgara sína á Gasa. Það var rangt. Því hefur þessari frétt og fyrirsögn hennar verið breytt til þess að endurspegla það. Fram kemur í frétt RÚV að um hundrað Palestínumenn sem staddir eru á Gasa hafi þegar fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Íslenska ríkið hefur hins vegar ekki aðstoðað þá við að komast til landsins og situr fjöldi Palestínubúa því fastur á Gasa. Ríkisstjórnin hefur borið fyrir sig að hin Norðurlöndin hafi eingöngu tekið við ríkisborgurum sínum eða fólki sem hefði búið í þeim löndum í einhvern tíma. Palestínumenn og aðrir mótmælendur mótmæltu þessu aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar með tjaldbúðum á Austurvelli frá desember til janúar og kröfðust fjölskyldusameininga. „Ég ítreka það að nágrannalöndin okkar, þau hafa eingöngu verið að taka til sinna landa sína ríkisborgara eða fólk sem hefur dvalarleyfi og hefur búið í löndunum í einhvern tíma eða langan tíma og ef það hafa verið fjölskyldusameiningar þá hefur fólk þurft að koma sér sjálft út af svæðinu og koma sér sjálft til landsins,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, í viðtali við Vísi 29. desember. Hún leiðrétti ummæli sín í kjölfarið þann 4. janúar. Þetta var ekki tekið fram í upprunalegri frétt Ríkisútvarpsins, en það hefur nú verið leiðrétt. Þetta hefur Guðrún auk þess bent á í Facebook færslu sem hún birti vegna fréttar RÚV. RÚV greindi svo frá því að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi fullyrt það sama, að hin Norðurlöndin aðstoðuðu aðeins sína ríkisborgara frá Gasa, í Kastljósi 9. janúar. „Ekkert Norðurlandanna hefur tekið við fleiri Palestínumönnum en Ísland undanfarið og ekkert annað land hefur tekið til flýtimeðferðar beiðnir um fjölskyldusameiningar eftir 7. október,“ skrifaði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, í umdeildri Facebook-færslu sinni um mótmælendur á Austurvelli. Þá sagði forsætisráðherra í Kastljósi 22. janúar að Útlendingastofnun hafi forgangsraðað umsóknum frá Gasa um fjölskyldusameiningu og afgreitt þær. Til skoðunar hafi verið hvort íslensk stjórnvöld geti aðstoðað fólk að komast út af Gasa en það væri ekki auðveld aðgerð. Hún sagðist þá einnig hafa skilið það svo að Norðurlöndin hafi flutt sína ríkisborgara og dvalarleyfishafa frá Gasa, sem voru komnir með dvalarleyfi fyrir 7. október og höfðu verið búsettir í þeim löndum áður. Rúv hefur sent fyrirspurnir á utanríkisráðuneyti hinna Norðurlandanna og í svörum þeirra kemur í ljós að yfirlýsingar ráðherranna reynast ekki réttar . Hafa aðstoðað fólk með dvalarleyfi Samkvæmt svari utanríkisráðuneytis Svíþjóðar við fyrirspurn Ríkisútvarpsins kemur fram að sænsk stjórnvöld hafi aðstoðað 550 manns við að komast frá Gasa, bæði sænska ríkisborgara og fólk með dvalarleyfi í Svíþjóð. Þá kemur fram í frétt Rúv að hópur starfsmanna sænska ríkisins hafi verið við landamæri Gasa og Egyptalands frá 13. nóvember til 12. desember og norræn ríki hafi unnið náið saman við undirbúning og björgun á fólki. Norsk stjórnvöld hafi aðstoðað 270 manns á flótta frá Gasa og af þeim voru 38 með dvalarleyfi í Noregi eða foreldrar norskra barna og flúðu með börnum sínum. Í svari utanríkisráðuneytis Noregs við fyrirspurn Rúv kemur fram að fulltrúar sendiráðs Noregs í Kaíró hafi hitt fólkið við landamærin og gefið út vegabréfsáritanir. Í svari utanríkisráðuneytis Finnlands segir að finnsk stjórnvöld geri ekki greinarmun á því hvort fólk á flótta frá Gasa séu finnskir ríkisborgarar eða með dvalarleyfi í Finnlandi. Eins fái nánir fjölskyldumeðlimir hjálp, séu þeir á flótta í för með ríkisborgara eða dvalarleyfishafa. Dönsk yfirvöld hafi í undantekningartilvikum aðstoðað nána fjölskyldumeðlimi barna með danskan ríkisborgararétt, við flótta frá Gasa, séu þeir í fylgd með dönskum börnum sínum, segir í svari utanríkisráðuneytis Danmerkur við fyrirspurn Rúv. Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttamenn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. 29. desember 2023 19:48 Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Sjá meira
Frétt uppfærð 3. febrúar kl. 12:30. Þessi frétt er byggð á frétt Ríkisútvarpsins sem birtist í gær, 2. febrúar. Í henni var haldið fram að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hefðu fullyrt að Norðurlönd væru ekki að aðstoða aðra en ríkisborgara sína á Gasa. Það var rangt. Því hefur þessari frétt og fyrirsögn hennar verið breytt til þess að endurspegla það. Fram kemur í frétt RÚV að um hundrað Palestínumenn sem staddir eru á Gasa hafi þegar fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Íslenska ríkið hefur hins vegar ekki aðstoðað þá við að komast til landsins og situr fjöldi Palestínubúa því fastur á Gasa. Ríkisstjórnin hefur borið fyrir sig að hin Norðurlöndin hafi eingöngu tekið við ríkisborgurum sínum eða fólki sem hefði búið í þeim löndum í einhvern tíma. Palestínumenn og aðrir mótmælendur mótmæltu þessu aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar með tjaldbúðum á Austurvelli frá desember til janúar og kröfðust fjölskyldusameininga. „Ég ítreka það að nágrannalöndin okkar, þau hafa eingöngu verið að taka til sinna landa sína ríkisborgara eða fólk sem hefur dvalarleyfi og hefur búið í löndunum í einhvern tíma eða langan tíma og ef það hafa verið fjölskyldusameiningar þá hefur fólk þurft að koma sér sjálft út af svæðinu og koma sér sjálft til landsins,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, í viðtali við Vísi 29. desember. Hún leiðrétti ummæli sín í kjölfarið þann 4. janúar. Þetta var ekki tekið fram í upprunalegri frétt Ríkisútvarpsins, en það hefur nú verið leiðrétt. Þetta hefur Guðrún auk þess bent á í Facebook færslu sem hún birti vegna fréttar RÚV. RÚV greindi svo frá því að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi fullyrt það sama, að hin Norðurlöndin aðstoðuðu aðeins sína ríkisborgara frá Gasa, í Kastljósi 9. janúar. „Ekkert Norðurlandanna hefur tekið við fleiri Palestínumönnum en Ísland undanfarið og ekkert annað land hefur tekið til flýtimeðferðar beiðnir um fjölskyldusameiningar eftir 7. október,“ skrifaði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, í umdeildri Facebook-færslu sinni um mótmælendur á Austurvelli. Þá sagði forsætisráðherra í Kastljósi 22. janúar að Útlendingastofnun hafi forgangsraðað umsóknum frá Gasa um fjölskyldusameiningu og afgreitt þær. Til skoðunar hafi verið hvort íslensk stjórnvöld geti aðstoðað fólk að komast út af Gasa en það væri ekki auðveld aðgerð. Hún sagðist þá einnig hafa skilið það svo að Norðurlöndin hafi flutt sína ríkisborgara og dvalarleyfishafa frá Gasa, sem voru komnir með dvalarleyfi fyrir 7. október og höfðu verið búsettir í þeim löndum áður. Rúv hefur sent fyrirspurnir á utanríkisráðuneyti hinna Norðurlandanna og í svörum þeirra kemur í ljós að yfirlýsingar ráðherranna reynast ekki réttar . Hafa aðstoðað fólk með dvalarleyfi Samkvæmt svari utanríkisráðuneytis Svíþjóðar við fyrirspurn Ríkisútvarpsins kemur fram að sænsk stjórnvöld hafi aðstoðað 550 manns við að komast frá Gasa, bæði sænska ríkisborgara og fólk með dvalarleyfi í Svíþjóð. Þá kemur fram í frétt Rúv að hópur starfsmanna sænska ríkisins hafi verið við landamæri Gasa og Egyptalands frá 13. nóvember til 12. desember og norræn ríki hafi unnið náið saman við undirbúning og björgun á fólki. Norsk stjórnvöld hafi aðstoðað 270 manns á flótta frá Gasa og af þeim voru 38 með dvalarleyfi í Noregi eða foreldrar norskra barna og flúðu með börnum sínum. Í svari utanríkisráðuneytis Noregs við fyrirspurn Rúv kemur fram að fulltrúar sendiráðs Noregs í Kaíró hafi hitt fólkið við landamærin og gefið út vegabréfsáritanir. Í svari utanríkisráðuneytis Finnlands segir að finnsk stjórnvöld geri ekki greinarmun á því hvort fólk á flótta frá Gasa séu finnskir ríkisborgarar eða með dvalarleyfi í Finnlandi. Eins fái nánir fjölskyldumeðlimir hjálp, séu þeir á flótta í för með ríkisborgara eða dvalarleyfishafa. Dönsk yfirvöld hafi í undantekningartilvikum aðstoðað nána fjölskyldumeðlimi barna með danskan ríkisborgararétt, við flótta frá Gasa, séu þeir í fylgd með dönskum börnum sínum, segir í svari utanríkisráðuneytis Danmerkur við fyrirspurn Rúv. Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttamenn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. 29. desember 2023 19:48 Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Sjá meira
Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. 29. desember 2023 19:48