Blikar frá Barcelona beint á æfingu: „Erfitt að hringja sig inn veikan þá“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. febrúar 2024 08:01 Kristinn Steindórsson og aðrir Blikar voru ferskir á æfingu dagsins. Vísir/Skjáskot Karlalið Breiðabliks hóf í vikunni undirbúning fyrir komandi leiktíð í Bestu deild karla. Aldrei hefur lið hafið undirbúninginn eins seint. Leikmenn liðsins eru örlítið ryðgaðir en fagna nýbreytninni. Breiðablik átti lengsta tímabil í sögu íslensks fótboltaliðs á síðasta ári þar sem liðið tók fyrsta allra þátt í riðlakeppni í Evrópu. Blikar luku ekki keppni þar fyrr en um miðjan desember, þegar flest önnur lið voru farin af stað með sitt undirbúningstímabil. Fyrsta æfing fyrir komandi leiktíð fór fram á mánudaginn var. „Þetta er krefjandi áskorun og eitthvað nýtt en alveg ótrúlega spennandi. Þetta er miklu líkara því sem gerist í Evrópu og um allan heim. Við erum búnir að hugsa mikið hvernig við viljum setja þetta upp og erum gríðarlega spenntir að keyra á þetta,“ segir Halldór. Leikmenn njóta þess þá að hefja harkið síðar. Halldór Árnason tók við Blikum síðasta haust. „Engin spurning. Menn fengu sex vikna frí, með jólafrí inni í því, og náðu að hvíla sig ágætlega líkamlega og andlega. Auðvitað voru þeir með prógram sjálfir sem þeir fóru samviskusamlega eftir og komu ferskir til baka,“ „Ég held að menn hafi verið komnir á þann stað að þrá að komast aftur í fótbolta sem er mjög jákvætt fyrir okkur. Það er frábær andi í hópnum og mikil tilhlökkun að takast á við tímabilið.“ segir Halldór. Damir Muminovic, varnarmaður liðsins, naut sín vel vestanhafs í fríinu. „Langt en mjög gott frí. Það er mjög gott að koma aftur. Mann hlakkar til, ég var í góðu fríi á Flórída en það er gott að koma aftur.“ Beint úr sektarsjóðsferðinni á fyrstu æfingu Fríi Blikanna lauk á árvissri sektarsjóðsferð, sem er að mestu fjármögnuð með sektarsjóði tímabilsins á undan. Sú var farin til Barcelona síðustu helgi en undirbúningstímabilið hófst strax mánudaginn eftir. „Það var misjafnt stand á mönnum en ég held að menn hafi gott af þessu allir,“ segir Damir. „Ég viðurkenni það að ég var þreyttur en þrátt fyrir það gekk þetta furðu vel,“ segir liðsfélagi hans Kristinn Steindórsson. Það er erfitt að ætla að hringja sig inn veikan þá. Aðspurður hver hefði mætt til æfinga í versta standinu stóð Kristinn ekki á svörum. „Það var Brynjar markvörður, hann pínu eins og draugur og var veikur á þriðjudeginum. Ég held hann hafi verið í alvöru veikur samt.“ „Andlega eru menn upp á tíu. Þetta er alvöru leið til að ræsa undirbúningstímabilið,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins. Innslagið frá æfingu Blika má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Breiðablik átti lengsta tímabil í sögu íslensks fótboltaliðs á síðasta ári þar sem liðið tók fyrsta allra þátt í riðlakeppni í Evrópu. Blikar luku ekki keppni þar fyrr en um miðjan desember, þegar flest önnur lið voru farin af stað með sitt undirbúningstímabil. Fyrsta æfing fyrir komandi leiktíð fór fram á mánudaginn var. „Þetta er krefjandi áskorun og eitthvað nýtt en alveg ótrúlega spennandi. Þetta er miklu líkara því sem gerist í Evrópu og um allan heim. Við erum búnir að hugsa mikið hvernig við viljum setja þetta upp og erum gríðarlega spenntir að keyra á þetta,“ segir Halldór. Leikmenn njóta þess þá að hefja harkið síðar. Halldór Árnason tók við Blikum síðasta haust. „Engin spurning. Menn fengu sex vikna frí, með jólafrí inni í því, og náðu að hvíla sig ágætlega líkamlega og andlega. Auðvitað voru þeir með prógram sjálfir sem þeir fóru samviskusamlega eftir og komu ferskir til baka,“ „Ég held að menn hafi verið komnir á þann stað að þrá að komast aftur í fótbolta sem er mjög jákvætt fyrir okkur. Það er frábær andi í hópnum og mikil tilhlökkun að takast á við tímabilið.“ segir Halldór. Damir Muminovic, varnarmaður liðsins, naut sín vel vestanhafs í fríinu. „Langt en mjög gott frí. Það er mjög gott að koma aftur. Mann hlakkar til, ég var í góðu fríi á Flórída en það er gott að koma aftur.“ Beint úr sektarsjóðsferðinni á fyrstu æfingu Fríi Blikanna lauk á árvissri sektarsjóðsferð, sem er að mestu fjármögnuð með sektarsjóði tímabilsins á undan. Sú var farin til Barcelona síðustu helgi en undirbúningstímabilið hófst strax mánudaginn eftir. „Það var misjafnt stand á mönnum en ég held að menn hafi gott af þessu allir,“ segir Damir. „Ég viðurkenni það að ég var þreyttur en þrátt fyrir það gekk þetta furðu vel,“ segir liðsfélagi hans Kristinn Steindórsson. Það er erfitt að ætla að hringja sig inn veikan þá. Aðspurður hver hefði mætt til æfinga í versta standinu stóð Kristinn ekki á svörum. „Það var Brynjar markvörður, hann pínu eins og draugur og var veikur á þriðjudeginum. Ég held hann hafi verið í alvöru veikur samt.“ „Andlega eru menn upp á tíu. Þetta er alvöru leið til að ræsa undirbúningstímabilið,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins. Innslagið frá æfingu Blika má sjá í spilaranum að ofan.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti