Erlent

Móðurinni haldið sofandi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Vitni sem komu mæðgunum til aðstoðar hlutu minniháttar brunasár.
Vitni sem komu mæðgunum til aðstoðar hlutu minniháttar brunasár. James Weech/Getty Images

Móðurinni sem varð fyrir því að sýru var skvett framan í hana í London á miðvikudagskvöld er haldið sofandi. Hún er alvarlega slösuð. Dætur hennar tvær sem einnig urðu fyrir árásinni eru ekki eins hætt komnar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni sem Sky fréttastofan greinir frá. Eins og greint hefur verið frá átti árásin sér stað í Clapham hverfi í suðurhluta London. Maðurinn skvetti sýru framan í móðurina og réðist á þriggja ára gamla dóttur hennar.

Maðurinn heitir Abdul Ezedi og var ákærður fyrir kynferðisbrot árið 2018. Hann er enn ófundinn en lögregla hefur biðlað til hans um að gefa sig fram. Hann er afmyndaður í framan eftir árásina og varar lögregla almenning við því að nálgast hann en láta vita sjáist til hans.

Áður hefur komið fram að lögregla telji að Abdul hafi þekkt konuna. Lögregla segir konuna hafa hlotið varanlegan skaða vegna árásarinnar. Dætur hennar eru ekki eins slasaðar eins og talið var í fyrstu.

Lögregla segir að hún hyggist innan skamms birta nýjar myndir af Abdul. Til hans hafi seinast sést í Tesco matvöruverslun og svo hoppa um borð í lest skammt frá þar sem árásin átti sér stað. Lögreglan hefur ítrekað biðlað til Abdul um að gefa sig fram og bent á að hann þurfi á læknisaðstoð að halda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×