Innlent

Lög­regla verst allra frétta af and­láti barnsins

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Umfangsmikilli lögregluaðgerð átti sér stað við íbúðarhús á Nýbýlavegi í Kópavogi í gærmorgun. Lögregla sendi síðar um daginn frá sér tilkynningu og greindi frá því að andlát sex ára barns væri til rannsóknar og einn hefði verið handtekinn.
Umfangsmikilli lögregluaðgerð átti sér stað við íbúðarhús á Nýbýlavegi í Kópavogi í gærmorgun. Lögregla sendi síðar um daginn frá sér tilkynningu og greindi frá því að andlát sex ára barns væri til rannsóknar og einn hefði verið handtekinn. Vísir/Sigurjón

Lögregla verst allra frétta af rannsókn á andláti sex ára drengs í Kópavogi í gær. Fjölskylda drengsins hefur minnst hans á samfélagsmiðlum síðasta sólarhringinn. 

Drengurinn fannst látin á heimili sínu á Nýbýlavegi í gærmorgun. Lögreglu barst tilkynning um hálf átta leitið og var barnið látið þegar að var komið. 

Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að engar upplýsingar verði veittar í dag í tengslum við málið.

Faðirinn birti hjartnæmar kveðju á samfélagsmiðlum

Einn var handtekinn í tengslum við málið og greindi Rúv frá því að það væri kona, sem hefði gengist undir geðmat í gær.

Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta þetta. Þá liggja tengsl konunnar við barnið ekki fyrir að svo stöddu né þjóðerni hennar. Drengurinn sem lést var af erlendum uppruna. 

Faðir barnsins er skráður til heimilis í húsnæðinu á Nýbýlavegi. Hann minntist sonar síns á samfélagsmiðlum í gær auk fleiri fjölskyldumeðlima. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×