Gluggadagur: Rólegheit á síðasta degi félagsskiptagluggans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2024 09:59 Rúnar Alex, Jesse Lingard og Albert Guðmundsson komu við sögu á gluggadegi. Samsett Vísir var með beina textalýsingu frá lokadegi félagaskiptagluggans í evrópska karlafótboltanum. Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem átti sér stað Liðin í stærstu deildum Evrópu héldu sig að mestu til hlés þennan gluggadaginn, enda virðast mörg þeirra vera smeyk við fjárhagsreglurnar, FFP. Þó var ýmislegt sem átti sér stað og fylgdumst við Íslendingar kannski helst með því sem var að gerast hjá landsliðsmönnunum Rúnari Alex Rúnarssyni og Alberti Guðmundssyni. Rúnar Alex fékk samningi sínum við Arsenal rift og hélt á önnur mið. Hann var ap lokum kynntur til leiks sem nýr leikmaður FCK í Danmörku. Þá leit um tíma út fyrir að Albert Guðmundsson gæti verið á leið til Fiorentina frá Genoa. Samkvæmt félagsskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano var Fiorentina hins vegar ekki tilbúið að greiða það verð fyrir Albert sem Genoa vildi fá fyrir hann. 🚨🔴🔵 Albert Gudmundsson stays at Genoa. Final proposal from Fiorentina worth €22m plus €3m add-ons has been rejected.Gudmundsson will stay at Genoa until the end of the season and then he could leave in case of important proposal in the summer. pic.twitter.com/VURMvSfLot— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024 Af öðrum Íslendingum var það að frétta að Freyr Alexandersson vildi greinilega fá Kolbein Birgi Finnsson til sín í Kortrijk, eftir að hafa stýrt honum hjá Lyngby, en danska félagið hafnaði tilboði upp á rúmar 200 milljónir íslenska króna, samkvæmt BT. Þá gerði ítalska félagið Lecce danska félaginu AGF tilboð í íslenska landsliðsmanninn Mikael Anderson. Af ensku úrvalsdeildinni var það helst að frétta að Saïd Benrahma yfirgaf West Ham og fór til Lyon og Pablo Fornals fór til Real Betis, Nottingham Forest fékk fyrirliða Strasbourg, Matz Sels, í markið og þá Rodrigo Ribeiro frá Sporting CP í Portúgal og Gio Reyna frá Borussia Dortmund, Newcastle keypti hinn átján ára gamla Alfie Harrison frá Manchester City. Þá fór Armando Broja á láni frá Chelsea til Fulham, Bournemouth fékk Enes Unal frá Getafe, Mason Holgate fór frá Everton til Sheffield United og sænski unglingurinn Lucas Bergvall virðist vera að velja Tottenham fram yfir Barcelona. Óvæntustu tíðindin voru hins vegar þau að Jesse Lingar, fyrrverandi leikmaður Manchester United, er að öllum líkindum á leið til Suður Kóreu. BREAKING 🚨: Jesse Lingard is close to completing a shock move to South Korean side FC Seoul 🇰🇷 pic.twitter.com/KKdWIr2znH— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2024 Stærstu tíðindi dagsins komu hins vegar alls ekki úr fótboltaheiminum þegar tilkynnt var um að Lewis Hamilton mun keyra fyrir Ferrari að komandi tímabili loknu. Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta sem átti sér stað á gluggadeinum. Ef vaktin birtist ekki er hægt að endurhlaða síðuna.
Liðin í stærstu deildum Evrópu héldu sig að mestu til hlés þennan gluggadaginn, enda virðast mörg þeirra vera smeyk við fjárhagsreglurnar, FFP. Þó var ýmislegt sem átti sér stað og fylgdumst við Íslendingar kannski helst með því sem var að gerast hjá landsliðsmönnunum Rúnari Alex Rúnarssyni og Alberti Guðmundssyni. Rúnar Alex fékk samningi sínum við Arsenal rift og hélt á önnur mið. Hann var ap lokum kynntur til leiks sem nýr leikmaður FCK í Danmörku. Þá leit um tíma út fyrir að Albert Guðmundsson gæti verið á leið til Fiorentina frá Genoa. Samkvæmt félagsskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano var Fiorentina hins vegar ekki tilbúið að greiða það verð fyrir Albert sem Genoa vildi fá fyrir hann. 🚨🔴🔵 Albert Gudmundsson stays at Genoa. Final proposal from Fiorentina worth €22m plus €3m add-ons has been rejected.Gudmundsson will stay at Genoa until the end of the season and then he could leave in case of important proposal in the summer. pic.twitter.com/VURMvSfLot— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024 Af öðrum Íslendingum var það að frétta að Freyr Alexandersson vildi greinilega fá Kolbein Birgi Finnsson til sín í Kortrijk, eftir að hafa stýrt honum hjá Lyngby, en danska félagið hafnaði tilboði upp á rúmar 200 milljónir íslenska króna, samkvæmt BT. Þá gerði ítalska félagið Lecce danska félaginu AGF tilboð í íslenska landsliðsmanninn Mikael Anderson. Af ensku úrvalsdeildinni var það helst að frétta að Saïd Benrahma yfirgaf West Ham og fór til Lyon og Pablo Fornals fór til Real Betis, Nottingham Forest fékk fyrirliða Strasbourg, Matz Sels, í markið og þá Rodrigo Ribeiro frá Sporting CP í Portúgal og Gio Reyna frá Borussia Dortmund, Newcastle keypti hinn átján ára gamla Alfie Harrison frá Manchester City. Þá fór Armando Broja á láni frá Chelsea til Fulham, Bournemouth fékk Enes Unal frá Getafe, Mason Holgate fór frá Everton til Sheffield United og sænski unglingurinn Lucas Bergvall virðist vera að velja Tottenham fram yfir Barcelona. Óvæntustu tíðindin voru hins vegar þau að Jesse Lingar, fyrrverandi leikmaður Manchester United, er að öllum líkindum á leið til Suður Kóreu. BREAKING 🚨: Jesse Lingard is close to completing a shock move to South Korean side FC Seoul 🇰🇷 pic.twitter.com/KKdWIr2znH— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2024 Stærstu tíðindi dagsins komu hins vegar alls ekki úr fótboltaheiminum þegar tilkynnt var um að Lewis Hamilton mun keyra fyrir Ferrari að komandi tímabili loknu. Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta sem átti sér stað á gluggadeinum. Ef vaktin birtist ekki er hægt að endurhlaða síðuna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira