Innlent

And­lát sex ára barns til rann­sóknar hjá lög­reglu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Talsmaður lögreglu segir málið afar viðkvæmt.
Talsmaður lögreglu segir málið afar viðkvæmt.

Andlát sex ára barns í Kópavogi er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Þar kemur fram að einn einstaklingur sé í haldi vegna málsins. Lögreglu hafi borist tilkynning um málið um hálfáttaleytið í morgun.

„Lögreglan hélt þegar á vettvang, en barnið var látið þegar að var komið,“ segir í tilkynningunni.

Fram kemur að rannsókn málsins sé á frumstigi og að frekari upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu.

RÚV greinir frá því að einstaklingurinn sem sé í haldi sé kona og að hún muni gangast undir geðmat síðar í dag.

Í morgun greindi fréttastofa frá umfangsmikilli lögregluaðgerð sem átti sér stað við íbúðarhús á Nýbýlavegi í Kópavogi í morgun.

Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar sagði að málið væri afar viðkvæmt og miklir rannsóknarhagsmunir undir.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×