Fimm ára fangelsi fyrir að stela og leka skattskýrslum auðmanna Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2024 23:46 Maður sem hafði áður starfað hjá Skattinum fór aftur að vinna þar með því markmiði að koma höndum yfir skattskýrslur Donalds Trump og leka þeim. AP/John Locher Charles Littlejohn, fyrrverandi verktaki hjá bandaríska Skattinum, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að stela og leka skattskýrslum margra af auðugustu mönnum Bandaríkjanna og Donald Trump, fyrrverandi forseta. Brot hans er sagt einstakt í sögu Skattsins í Bandaríkjunum. Littlejohn starfaði hjá Skattinum sem verktaki frá 2017 til 2021. Hann stal skattskýrslum þúsunda auðmanna í Bandaríkjunum. Skattskýrslu Donalds Trump afhenti hann svo til New York Times og ProPublica. Samkvæmt frétt New York Times játaði Littlejohn sekt sína í lok síðasta árs. Hann var svo í dag dæmdur í fimm ára fangelsi, sem er einn af þyngstu dómum sem veittur hefur verið í málum sem þessum. Saksóknarar héldu því fram að um einstakan glæp væri að ræða. Sambærilegt brot hefði aldrei verið framið í sögu Skattsins. Hann þarf einnig að greiða sekt og sinna samfélagsþjónustu í þrjú hundruð klukkustundir. Neitaði að birta skattskýrslur Donald Trump neitaði að birta skattskýrslur sínar þegar hann bauð sig fram til forseta fyrst árið 2016 og var það í fyrsta sinn í áratugi sem forsetaframbjóðandi gerði það ekki. Skýrslurnar voru svo eftirsóttar að um tíma voru þær geymdar í sérstakri hvelfingu í húsnæði Skattsins. Eftir að Littlejohn lak skattskýrslunum til fjölmiðla kom meðal annars í ljós að Trump greiddi einungis 750 dali í alríkistekjuskatt árið 2016, sama ár og hann var kjörinn forseti. Árið 2022 birtu Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings skattskýrslur Trumps sex ár aftur í tímann. Var það gert eftir langvarandi lagadeilur. Littlejohn starfaði fyrst hjá Skattinum sem verktaki milli 2008 og 2013 en árið 2017 sótti hann aftur um með því markmiði að koma höndum yfir skattskýrslur Trumps, samkvæmt saksóknurum. Þeir segja hann hafa vopnvætt aðgang sinn að opinberum gögnum í pólitískum tilgangi og hafi talið sig hafinn yfir lögin. Verjandi hans sagði í yfirlýsingu að Littlejohn hafði brotið af sér því hann hafi verið sannfærður um að bandaríska þjóðin hefði rétt á að vita þessar upplýsingar og að deila þeim væri eina leiðin til að koma á breytingum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Littlejohn starfaði hjá Skattinum sem verktaki frá 2017 til 2021. Hann stal skattskýrslum þúsunda auðmanna í Bandaríkjunum. Skattskýrslu Donalds Trump afhenti hann svo til New York Times og ProPublica. Samkvæmt frétt New York Times játaði Littlejohn sekt sína í lok síðasta árs. Hann var svo í dag dæmdur í fimm ára fangelsi, sem er einn af þyngstu dómum sem veittur hefur verið í málum sem þessum. Saksóknarar héldu því fram að um einstakan glæp væri að ræða. Sambærilegt brot hefði aldrei verið framið í sögu Skattsins. Hann þarf einnig að greiða sekt og sinna samfélagsþjónustu í þrjú hundruð klukkustundir. Neitaði að birta skattskýrslur Donald Trump neitaði að birta skattskýrslur sínar þegar hann bauð sig fram til forseta fyrst árið 2016 og var það í fyrsta sinn í áratugi sem forsetaframbjóðandi gerði það ekki. Skýrslurnar voru svo eftirsóttar að um tíma voru þær geymdar í sérstakri hvelfingu í húsnæði Skattsins. Eftir að Littlejohn lak skattskýrslunum til fjölmiðla kom meðal annars í ljós að Trump greiddi einungis 750 dali í alríkistekjuskatt árið 2016, sama ár og hann var kjörinn forseti. Árið 2022 birtu Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings skattskýrslur Trumps sex ár aftur í tímann. Var það gert eftir langvarandi lagadeilur. Littlejohn starfaði fyrst hjá Skattinum sem verktaki milli 2008 og 2013 en árið 2017 sótti hann aftur um með því markmiði að koma höndum yfir skattskýrslur Trumps, samkvæmt saksóknurum. Þeir segja hann hafa vopnvætt aðgang sinn að opinberum gögnum í pólitískum tilgangi og hafi talið sig hafinn yfir lögin. Verjandi hans sagði í yfirlýsingu að Littlejohn hafði brotið af sér því hann hafi verið sannfærður um að bandaríska þjóðin hefði rétt á að vita þessar upplýsingar og að deila þeim væri eina leiðin til að koma á breytingum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira