Máli Rashfords lokið og hann gæti spilað gegn Úlfunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2024 20:01 Marcus Rashford hefur ekki átt gott tímabil. Ryan Jenkinson/Getty Images Það mun kosta Marcus Rashford dágóðan skilding að hafa misst af leik Manchester United gegn Newport County í ensku bikarkeppninni, FA Cup. Talið er að Man United muni sekta leikmanninn um tveggja vikna laun eða tæpar 115 milljónir íslenskra króna. Það er þó talið ólíklegt að það verði gert opinbert þar sem Man United hefur gefið út að málinu sé nú lokið. Hinn 26 ára gamli Rashford skrifaði undir nýjan fimm ára risasamning við Man United síðasta sumar eftir að hafa verið einn albesti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Síðan þá hefur Rashord lítið sem ekkert getað og toppaði hann arfaslakt tímabil með því að vera út á djamminu í Belfast í Norður-Írlandi skömmu áður en hann átti að mæta á æfingu á föstudaginn. Á endanum mætti hann ekki á æfingu eftir að hafa tilkynnt veikindi. Í kjölfarið var hann ekki í leikmannahóp Man Utd sem lagði Newport County 4-2 í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Eftir leik sagði Erik ten Hag, þjálfari Manchester-liðsins, að fjarvera Rashford væri innanbúðarmál sem yrði tekið á innan veggja Man United. Enska götublaðið The Sun greindi frá því að leikmaðurinn yrði að öllum líkindum sektaður um tveggja vikna laun og þá er óvíst hvenær Ten Hag muni velja hann að nýju. Samuel Luckhurst, blaðamaður staðarblaðsins Manchester Evening News, greindi frá því að Dwayne Maynard – eldri bróðir sem og umboðsmaður Rashford – hefði sést á Carrington-æfingasvæðinu. Í færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, lætur Luckhurst það hljóma eins og Maynard sé þar til að ræða bæði meint veikindi Rashford sem og annað mál. Rashford s brother and agent, Dwaine Maynard, is also at Carrington this morning. #mufc reiterate it s an internal matter . Club acknowledge there is a separate issue to address aside from Rashford s illness.— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) January 29, 2024 Nú hefur Manchester United gefið út yfirlýsingu þar sem segir að málinu sé lokið. Rashford axli ábyrgð á gjörðum sínum og málið sé nú úr sögunni. Einnig kemur fram í frétt Sky Sports að Rashford eigi möguleika á að vera í leikmannahóp liðsins þegar Man United sækir Úlfana heim á fimmtudaginn kemur, 1. febrúar. Erik ten Hag gagnrýndi „menninguna“ hjá félaginu þegar hann tók við sumarið 2022. Hollendingurinn hefur nú þegar sýnt styrk sinn með því að bekkja Cristiano Ronaldo, og senda hann í kjölfarið til Sádi-Arabíu, eftir að Portúgalinn neitaði til að mynda að koma inn á gegn Tottenham Hotspur. Að sama skapi var Jadon Sancho sendur á láni til Borussia Dortmund eftir að neita að biðjast afsökunar á ummælum sínum í garð þjálfarans. Stóra spurningin er hvort Rashford feti í fótspor þeirra þegar fram líða stundir eða endurtaki leikinn frá því á síðustu leiktíð þegar hann spilaði nær óaðfinnanlega leik eftir leik. Marcus has taken responsibility for his actions. This has been dealt with as an internal disciplinary matter, which is now closed Manchester United have released a statement in response to recent media reports about Marcus Rashford pic.twitter.com/Hd8OHDuAoT— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2024 Manchester United mætir Bristol City eða Nottingham Forest á útivelli í 5. umferð FA Cup. Er bikarkeppnin eini raunhæfi möguleiki liðsins á verðlaunum á leiktíðinni þar sem það er fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu, enska deildarbikarnum og situr í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Talið er að Man United muni sekta leikmanninn um tveggja vikna laun eða tæpar 115 milljónir íslenskra króna. Það er þó talið ólíklegt að það verði gert opinbert þar sem Man United hefur gefið út að málinu sé nú lokið. Hinn 26 ára gamli Rashford skrifaði undir nýjan fimm ára risasamning við Man United síðasta sumar eftir að hafa verið einn albesti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Síðan þá hefur Rashord lítið sem ekkert getað og toppaði hann arfaslakt tímabil með því að vera út á djamminu í Belfast í Norður-Írlandi skömmu áður en hann átti að mæta á æfingu á föstudaginn. Á endanum mætti hann ekki á æfingu eftir að hafa tilkynnt veikindi. Í kjölfarið var hann ekki í leikmannahóp Man Utd sem lagði Newport County 4-2 í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Eftir leik sagði Erik ten Hag, þjálfari Manchester-liðsins, að fjarvera Rashford væri innanbúðarmál sem yrði tekið á innan veggja Man United. Enska götublaðið The Sun greindi frá því að leikmaðurinn yrði að öllum líkindum sektaður um tveggja vikna laun og þá er óvíst hvenær Ten Hag muni velja hann að nýju. Samuel Luckhurst, blaðamaður staðarblaðsins Manchester Evening News, greindi frá því að Dwayne Maynard – eldri bróðir sem og umboðsmaður Rashford – hefði sést á Carrington-æfingasvæðinu. Í færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, lætur Luckhurst það hljóma eins og Maynard sé þar til að ræða bæði meint veikindi Rashford sem og annað mál. Rashford s brother and agent, Dwaine Maynard, is also at Carrington this morning. #mufc reiterate it s an internal matter . Club acknowledge there is a separate issue to address aside from Rashford s illness.— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) January 29, 2024 Nú hefur Manchester United gefið út yfirlýsingu þar sem segir að málinu sé lokið. Rashford axli ábyrgð á gjörðum sínum og málið sé nú úr sögunni. Einnig kemur fram í frétt Sky Sports að Rashford eigi möguleika á að vera í leikmannahóp liðsins þegar Man United sækir Úlfana heim á fimmtudaginn kemur, 1. febrúar. Erik ten Hag gagnrýndi „menninguna“ hjá félaginu þegar hann tók við sumarið 2022. Hollendingurinn hefur nú þegar sýnt styrk sinn með því að bekkja Cristiano Ronaldo, og senda hann í kjölfarið til Sádi-Arabíu, eftir að Portúgalinn neitaði til að mynda að koma inn á gegn Tottenham Hotspur. Að sama skapi var Jadon Sancho sendur á láni til Borussia Dortmund eftir að neita að biðjast afsökunar á ummælum sínum í garð þjálfarans. Stóra spurningin er hvort Rashford feti í fótspor þeirra þegar fram líða stundir eða endurtaki leikinn frá því á síðustu leiktíð þegar hann spilaði nær óaðfinnanlega leik eftir leik. Marcus has taken responsibility for his actions. This has been dealt with as an internal disciplinary matter, which is now closed Manchester United have released a statement in response to recent media reports about Marcus Rashford pic.twitter.com/Hd8OHDuAoT— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2024 Manchester United mætir Bristol City eða Nottingham Forest á útivelli í 5. umferð FA Cup. Er bikarkeppnin eini raunhæfi möguleiki liðsins á verðlaunum á leiktíðinni þar sem það er fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu, enska deildarbikarnum og situr í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn