Innlent

Þriggja bíla á­rekstur við Þjórsárbrúna

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frá vettvangi slyssins í dag.
Frá vettvangi slyssins í dag. Aðsend

Þriggja bíla árekstur varð rétt austan við Þjórsárbrúna í dag. Veginum við brúna var lokað tímabundið vegna þessa og við það myndaðist nokkur umferðarteppa. Vegurinn hefur nú verið opnaður aftur.

Þetta segir Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri í Rangárvallasýslu, í samtali við fréttastofu.

Hann segist ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hversu margir hafi verið fluttir á slysadeild en telur að það hafi einungis verið einn.

„Færðin er mjög varhugaverð því það er algjör glærahálka. Og um þann tíma sem við vorum að fara í útkallið þá verður ansi blint á leiðinni líka,“ segir Leifur um færðina.

„Það var verra veður þegar slysið varð en núna.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×