Tjá sig ekki um þjóðerni hinna handteknu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2024 12:02 Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Vísir/Arnar Mennirnir þrír sem handteknir voru eftir aðgerð lögreglu við Fjölbrautarskólann í Breiðholti í vikunni hafa verið látnir lausir. Lögregla verst allra frétta af málinu. Það var á fimmtudaginn sem þrír voru handteknir í aðgerðum lögreglu við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild staðfestir í samtali við fréttastofu að mennirnir hafi verið látnir lausir en að öðru leyti hefur lögregla varist allra frétta af málinu og ekki veitt fjölmiðlum viðtal. Einn var handtekinn vegna hótana um að ráðast inn í skólann en hinir tveir voru handteknir á vettvangi, eftir að lögregla sá þá sitja inni í bíl íklædda stunguvestum. Þeir reyndust einnig vera með leikfangabyssur í fórum sínum. Þeirra handtaka er þó ekki tengd hótuninni. Á samfélagsmiðlum hafa sögur verið á kreiki um atburðarásina, mennirnir meðal annars sagðir hælisleitendur. Þeir eigi að hafa gengið um skólann með leikfangabyssurnar á meðan nemendur hafi verið læstir inni í stofum sínum í tvo klukkutíma. Þetta hefur skólameistari FB þvertekið fyrir og segir engan mannanna hafa komið inn í skólann á neinum tímapunki. Grímur sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um þjóðerni mannanna, og að atburðarásin væri meðal þess sem til rannsóknar væri hjá lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Þetta er hreinasti skáldskapur“ Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi hans þennan dag. 26. janúar 2024 18:40 Blæs á sögusagnir og segir algjöra ró hafa verið innan veggja skólans Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti segja allt hafa verið með kyrrum kjörum í skólanum í gær eftir að honum var lokað í kjölfar þess að stjórnendum bárust upplýsingar um að fyrrverandi nemandi hyggðist koma í skólann og valda miska. 26. janúar 2024 13:58 Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. 25. janúar 2024 14:22 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Það var á fimmtudaginn sem þrír voru handteknir í aðgerðum lögreglu við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild staðfestir í samtali við fréttastofu að mennirnir hafi verið látnir lausir en að öðru leyti hefur lögregla varist allra frétta af málinu og ekki veitt fjölmiðlum viðtal. Einn var handtekinn vegna hótana um að ráðast inn í skólann en hinir tveir voru handteknir á vettvangi, eftir að lögregla sá þá sitja inni í bíl íklædda stunguvestum. Þeir reyndust einnig vera með leikfangabyssur í fórum sínum. Þeirra handtaka er þó ekki tengd hótuninni. Á samfélagsmiðlum hafa sögur verið á kreiki um atburðarásina, mennirnir meðal annars sagðir hælisleitendur. Þeir eigi að hafa gengið um skólann með leikfangabyssurnar á meðan nemendur hafi verið læstir inni í stofum sínum í tvo klukkutíma. Þetta hefur skólameistari FB þvertekið fyrir og segir engan mannanna hafa komið inn í skólann á neinum tímapunki. Grímur sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um þjóðerni mannanna, og að atburðarásin væri meðal þess sem til rannsóknar væri hjá lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Þetta er hreinasti skáldskapur“ Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi hans þennan dag. 26. janúar 2024 18:40 Blæs á sögusagnir og segir algjöra ró hafa verið innan veggja skólans Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti segja allt hafa verið með kyrrum kjörum í skólanum í gær eftir að honum var lokað í kjölfar þess að stjórnendum bárust upplýsingar um að fyrrverandi nemandi hyggðist koma í skólann og valda miska. 26. janúar 2024 13:58 Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. 25. janúar 2024 14:22 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
„Þetta er hreinasti skáldskapur“ Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi hans þennan dag. 26. janúar 2024 18:40
Blæs á sögusagnir og segir algjöra ró hafa verið innan veggja skólans Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti segja allt hafa verið með kyrrum kjörum í skólanum í gær eftir að honum var lokað í kjölfar þess að stjórnendum bárust upplýsingar um að fyrrverandi nemandi hyggðist koma í skólann og valda miska. 26. janúar 2024 13:58
Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. 25. janúar 2024 14:22