Olíuflutningaskip í ljósum logum eftir loftárás Húta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. janúar 2024 10:31 Stuðningsmenn Húta á samstöðufundi með Palestínumönnum á Gasa í Sanaa. AP Breskt olíuflutningaskip stendur í ljósum logum í Adenflóa eftir að Hútar skutu eldflaug að því í gærkvöldi. Árásin er samkvæmt Hútum viðbragð við auknum árásum Breta og Bandaríkjamanna á Jemen síðastliðnar vikur. Talsmaður Hútí-fylkingarinnar hefur lýst yfir ábyrgð á loftárásinni, sem var gerð á olíuflutningaskipið Marlin Luanda. Skipið hefur siglt undir fána Marshall-eyja og er í eigu alþjóðlega fyrirtækisins Trafigura. BBC hefur eftir skipstjóra skipsins að eldflaug Húta hafi hæft einn af flutningstönkum skipsins með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í honum. Slökkvistarf sé nú í gangi. Ekki er vitað til þess að meiðsl hafi orðið á fólki í umræddri árás, samkvæmt yfirlýsingu frá Miðstjórn Bandaríkjanna. Árásin er sögð hafa verið gerð sextíu sjómílum suðaustur af hafnarborginni Aden í Jemen.AP Árásin er ein af fjölmörgum sem Hútar hafa gert á flutningaskip sem sigla um Rauðahafið eftir að stríð hófst á Gasa. Hútar gáfu út í desember að skotið yrði á öll flutningaskip sem sigldu til Ísrael án þess að koma við á Gasa með neyðarbirgðir. Breska ríkisstjórnin hefur sagt að árásir Húta á séu algjörlega óviðunandi og að Bretar og Bandaríkjamenn áskilji sér rétt til að bregðast við á viðeigandi hátt. Hersveitir Breta og Bandaríkjamanna hafa svarað árásunum með enn fleiri og umfangsmeiri árásum. Talsmaður Húta sagði í yfirlýsingu að árásin væri viðbragð við loftárásum sem Bandaríkjamenn og Bretar hafa gert á Jemen síðustu vikur. Jemen Bretland Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk. 23. janúar 2024 06:23 Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. 19. janúar 2024 08:03 Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Talsmaður Hútí-fylkingarinnar hefur lýst yfir ábyrgð á loftárásinni, sem var gerð á olíuflutningaskipið Marlin Luanda. Skipið hefur siglt undir fána Marshall-eyja og er í eigu alþjóðlega fyrirtækisins Trafigura. BBC hefur eftir skipstjóra skipsins að eldflaug Húta hafi hæft einn af flutningstönkum skipsins með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í honum. Slökkvistarf sé nú í gangi. Ekki er vitað til þess að meiðsl hafi orðið á fólki í umræddri árás, samkvæmt yfirlýsingu frá Miðstjórn Bandaríkjanna. Árásin er sögð hafa verið gerð sextíu sjómílum suðaustur af hafnarborginni Aden í Jemen.AP Árásin er ein af fjölmörgum sem Hútar hafa gert á flutningaskip sem sigla um Rauðahafið eftir að stríð hófst á Gasa. Hútar gáfu út í desember að skotið yrði á öll flutningaskip sem sigldu til Ísrael án þess að koma við á Gasa með neyðarbirgðir. Breska ríkisstjórnin hefur sagt að árásir Húta á séu algjörlega óviðunandi og að Bretar og Bandaríkjamenn áskilji sér rétt til að bregðast við á viðeigandi hátt. Hersveitir Breta og Bandaríkjamanna hafa svarað árásunum með enn fleiri og umfangsmeiri árásum. Talsmaður Húta sagði í yfirlýsingu að árásin væri viðbragð við loftárásum sem Bandaríkjamenn og Bretar hafa gert á Jemen síðustu vikur.
Jemen Bretland Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk. 23. janúar 2024 06:23 Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. 19. janúar 2024 08:03 Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk. 23. janúar 2024 06:23
Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. 19. janúar 2024 08:03
Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51