Erfið akstursskilyrði og mikið um óhöpp Árni Sæberg skrifar 25. janúar 2024 16:56 Umferðin hefur verið þung seinni partinn. Vísir/Sigurjón Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir akstursskilyrði á höfuðborgarsvæðinu erfið. Reykjavíkurborg segir glerhálku víða. Öll snjómoksturstæki séu á stofnbrautum. „Það eru erfið akstursskilyrði, bæði fyrir ökutæki og líka aðra sem eru þátttakendur í umferð, reiðhjól og fótgangandi. Við höfum fengið dálítið af tilkynningum um umferðaróhöpp en sem betur fer eru engin alvarleg slys í þessu,“ segir Árni í samtali við Vísi. Sjúkraflutningamenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru á ferð um borgina á þremur til fjórum sjúkrabílum, þar sem þeir fara á vettvang árekstra og umferðarslysa. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir ekki ljóst hvort einhver hafi verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en árekstrarnir séu margir. Ríkisútvarpið hefur eftir Kristjáni Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Áreksturs.is, að tilkynningar um umferðaróhöpp til fyrirtækisins hlaupa á tugum. Þá segir Árni að rafmagnsleysið í Reykjavík, í kringum klukkan 16, hafi vissulega haft áhrif á umferð, hægt á henni, en umferðaröngþveitið sé aðallega snjókomubakkanum, sem kom yfir höfuðborgarsvæðið eftir hádegi, um að kenna. Mjög hált hafi orðið á vegum, gangstéttum og hjólastígum. Öll tæki borgarinnar á stofn-og tengibrautum Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að öll tæki vetrarþjónustu séu úti á stofn- og tengibrautum. Það fari hinsvegar eftir veðurspá hvenær farið verður í að hreinsa húsagötur. Það verði í síðasta lagi í fyrramálið. Klukkan 17:00 er vandasamt fyrir tækin að komast að sökum umferðar. Segir í tilkynningunni að húsagötur hafi verið forsaltaðar í dag í Reykjavík. Hinsvegar hafi snjóað meira en gert var ráð fyrir og er glerhálka á köflum. Þá segir að umferðarljós borgarinnar séu viðkvæmur rafeindabúnaður sem dottið hafi út vegna rafmagnsleysis í borginni í dag. Þau eigi að detta inn núna eftir að rafmagn komast aftur á. Gerist það ekki sé það gert handvirkt. Biðlar borgin til vegfarenda að fara varlega. Fréttin var uppfærð með tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Veður Færð á vegum Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Sjá meira
„Það eru erfið akstursskilyrði, bæði fyrir ökutæki og líka aðra sem eru þátttakendur í umferð, reiðhjól og fótgangandi. Við höfum fengið dálítið af tilkynningum um umferðaróhöpp en sem betur fer eru engin alvarleg slys í þessu,“ segir Árni í samtali við Vísi. Sjúkraflutningamenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru á ferð um borgina á þremur til fjórum sjúkrabílum, þar sem þeir fara á vettvang árekstra og umferðarslysa. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir ekki ljóst hvort einhver hafi verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en árekstrarnir séu margir. Ríkisútvarpið hefur eftir Kristjáni Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Áreksturs.is, að tilkynningar um umferðaróhöpp til fyrirtækisins hlaupa á tugum. Þá segir Árni að rafmagnsleysið í Reykjavík, í kringum klukkan 16, hafi vissulega haft áhrif á umferð, hægt á henni, en umferðaröngþveitið sé aðallega snjókomubakkanum, sem kom yfir höfuðborgarsvæðið eftir hádegi, um að kenna. Mjög hált hafi orðið á vegum, gangstéttum og hjólastígum. Öll tæki borgarinnar á stofn-og tengibrautum Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að öll tæki vetrarþjónustu séu úti á stofn- og tengibrautum. Það fari hinsvegar eftir veðurspá hvenær farið verður í að hreinsa húsagötur. Það verði í síðasta lagi í fyrramálið. Klukkan 17:00 er vandasamt fyrir tækin að komast að sökum umferðar. Segir í tilkynningunni að húsagötur hafi verið forsaltaðar í dag í Reykjavík. Hinsvegar hafi snjóað meira en gert var ráð fyrir og er glerhálka á köflum. Þá segir að umferðarljós borgarinnar séu viðkvæmur rafeindabúnaður sem dottið hafi út vegna rafmagnsleysis í borginni í dag. Þau eigi að detta inn núna eftir að rafmagn komast aftur á. Gerist það ekki sé það gert handvirkt. Biðlar borgin til vegfarenda að fara varlega. Fréttin var uppfærð með tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Veður Færð á vegum Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Sjá meira