Dæmdur til dauða fyrir fjöldamorð í anime myndveri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2024 10:58 Aoba kveikti í anddyri myndversins og öskraði „dettið niður dauð“. Getty/Carl Court Japanskur karlmaður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt 36 þegar hann kveikti í anime myndveri í borginni Kyoto árið 2019. Árásin er ein sú blóðugasta á síðustu árum í Japan og vakti mikla athygli og hrylling í Kyoto, þar sem glæpatíðni er lág. Maðurinn, sem heitir Shiji Aoba og er nú 45 ára gamall, réðst inn í Kyoto Animation, eða KyoAni, og hellti miklu magni bensíns niður í inngangi skrifstofanna sem hann kveikti síðan í. Fram kemur í umfjöllun Guardian að eftirlifendur hafi heyrt Aoba kalla „dettið niður dauð“ á meðan hann kveikti í. Eins og áður segir fórust 36 í árásinni og 32 til viðbótar slösuðust illa. Flest fórnarlambanna voru ung að árum en Aoba sjálfur fékk slæm brunasár, sem tók tæpt ár að meðhöndla. Stúdíóið hefur framleitt fjölda vinsælla anime-sería.Getty/Carl Court Aoba var ákærður í fimm liðum, meðal annars fyrir morð, tilraun til manndráps og fyrir íkveikju. Aoba hefur haldið fram sakleysi sínu og hafa lögmenn hans fullyrt að hann hafi verið í geðrofi þegar hann framdi glæpinn og þar með ekki sakhæfur. Dómarinn í málinu, sem kvað upp dóm á þriðjudag, sagði Aoba ekki hafa glímt við neitt á þeim tíma sem glæpurinn var framinn sem hafi takmarkað getu hans til að dæma milli réttra og rangra athafna. Aoba er sagður hafa framið árásina fullviss um að stúdíóið, sem er þekkt fyrir teiknimyndaþættina Violet Evergarden til að mynda, hafi stolið hugmyndum úr bók sem hann skrifaði. KyoAni hefur hafnað þessum ásökunum. Japan er eitt fárra ríkja í heiminum sem enn beitir dauðarefsingu. Þeir sem fá þann dóm eru iðulega sakfelldir fyrir fleira en eitt morð. Dauðadæmdir menn sitja iðulega í árafjöld í fangelsi áður en þeir eru teknir af lífi og oftast fá þeir aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Síðast var maður tekinn af lífi í Japan árið 2022 en hann var hengdur. Í desember síðastliðnum sátu 107 í fangelsi með dauðadóm á bakinu Bíó og sjónvarp Japan Erlend sakamál Tengdar fréttir Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15 Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Árásin er ein sú blóðugasta á síðustu árum í Japan og vakti mikla athygli og hrylling í Kyoto, þar sem glæpatíðni er lág. Maðurinn, sem heitir Shiji Aoba og er nú 45 ára gamall, réðst inn í Kyoto Animation, eða KyoAni, og hellti miklu magni bensíns niður í inngangi skrifstofanna sem hann kveikti síðan í. Fram kemur í umfjöllun Guardian að eftirlifendur hafi heyrt Aoba kalla „dettið niður dauð“ á meðan hann kveikti í. Eins og áður segir fórust 36 í árásinni og 32 til viðbótar slösuðust illa. Flest fórnarlambanna voru ung að árum en Aoba sjálfur fékk slæm brunasár, sem tók tæpt ár að meðhöndla. Stúdíóið hefur framleitt fjölda vinsælla anime-sería.Getty/Carl Court Aoba var ákærður í fimm liðum, meðal annars fyrir morð, tilraun til manndráps og fyrir íkveikju. Aoba hefur haldið fram sakleysi sínu og hafa lögmenn hans fullyrt að hann hafi verið í geðrofi þegar hann framdi glæpinn og þar með ekki sakhæfur. Dómarinn í málinu, sem kvað upp dóm á þriðjudag, sagði Aoba ekki hafa glímt við neitt á þeim tíma sem glæpurinn var framinn sem hafi takmarkað getu hans til að dæma milli réttra og rangra athafna. Aoba er sagður hafa framið árásina fullviss um að stúdíóið, sem er þekkt fyrir teiknimyndaþættina Violet Evergarden til að mynda, hafi stolið hugmyndum úr bók sem hann skrifaði. KyoAni hefur hafnað þessum ásökunum. Japan er eitt fárra ríkja í heiminum sem enn beitir dauðarefsingu. Þeir sem fá þann dóm eru iðulega sakfelldir fyrir fleira en eitt morð. Dauðadæmdir menn sitja iðulega í árafjöld í fangelsi áður en þeir eru teknir af lífi og oftast fá þeir aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Síðast var maður tekinn af lífi í Japan árið 2022 en hann var hengdur. Í desember síðastliðnum sátu 107 í fangelsi með dauðadóm á bakinu
Bíó og sjónvarp Japan Erlend sakamál Tengdar fréttir Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15 Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15
Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45