Innlent

Bein út­sending: Land­læknir kynnir að­gerðir gegn sjálfs­vígum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Alma Möller landlæknir, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti munu taka til máls á fundinum.
Alma Möller landlæknir, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti munu taka til máls á fundinum. Vísir/Vilhelm

Landlæknir kynnir í dag nýja aðgerðaáætlun gegn sjálfsvígum. Stofna á nýja miðstöð um sjálfsvígsforvarnir og sjóð til að sporna gegn þeim. 

Aðgerðaáætlunin verður kynnt í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni klukkan 14 í dag. Alma Möller landlæknir tekur til máls auk Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands og Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. 

Auk þess mun Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, verkefnatjóri sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis, og Högni Óskarsson, geðlæknir og ráðgjafi, segja frá Lífsbrú - miðstöð sjálfsvígsforvarna og Lífbrú - sjóði. 

Tónlistarmaðurinn, rithöfundurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, mun þá lýsa eigin reynslu. 

Árlega deyja að meðaltali 39 í sjáfsvígi á Íslandi og meira en helmingur þeirra er yngri en fimmtíu ára. Fram kemur í tilkynningu frá Landlækni að sjálfsvígstíðni sé þrefalt hærri meðal karla en kvenna hér á landi, líkt og í viðmiðunarlöndunum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×