Framhjól Boeing 757 féll af flugvélinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. janúar 2024 14:47 Hjólið féll af vélinni skömmu fyrir flugtak. Mynd er úr safni og sýnir vél Delta á alþjóðaflugvelli í Brussel. Nicolas Economou/Getty Images Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak. Í umfjöllun Reuters kemur fram að engan hafi sakað vegna þessa. Hjólið hafi dottið af og rúllað í burtu. Hundrað áttatíu og fjórir farþegar voru um borð í flugvélinni sem fljúga átti til Bogota í Kólumbíu. Miðillinn segir forsvarsmenn Boeing ekki vilja tjá sig um málið. Þess í stað hafi þeir beint spurningum til flugfélagsins. Bandarísk flugmálayfirvöld, FAA, eru með málið til rannsóknar. Fjöldi lausra skrúfa í flugvélum Alaska Airlines Málið kemur á óheppilegum tíma fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann. Nýlega féll hurð af annarri tegund vélar úr smiðju framleiðandans, Boeing 737 Max 9 flugvél í eigu Alaska Airlines, í miðri flugferð. Eftir það voru flugvélar 171 flgvél af þessari gerð kyrrsettar í Bandaríkjunum. Það teygði anga sína einnig hingað til lands en forsvarsmenn Icelandair sem eiga fjórar Boeing flugvélar af þessari gerðu settu sig í samband við flugvélaframleiðandann. Í ljós kom að ekki er sami búnaður til staðar í flugvélum Icelandair sem þurfti því ekki að grípa til ráðstafana. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur nú eftir Ben Minicucci að við rannsókn á kyrrsettum flugvélum AlaskaAirlines hefði komið í ljós að skrúfubiltar hefðu verið lausir í „mörgum“ flugvélanna. Þá segja forsvarsmenn United flugfélagsins það sama. „Ég er ekki bara pirraður og vonsvikinn,“ hefur bandaríska sjónvarpsstöðin eftir forstjóranum. „Ég er reiður. Þetta gerðist fyrir Alaska Airlines. Þetta gerðist fyrir gestina okkar og okkar fólk. Og krafa mín til Boeing er sú að þeir umbreyti sínum gæðaferlum.“ Fram kemur í umfjöllun NBC að allar flugvélar af þessari gerð í Bandaríkjunum séu enn kyrrsettar og áfram til rannsóknar. Ekki sé ljóst á þessari stundu hvenær flugvélarnar fái að fara aftur í loftið. Alaska Airlines er það flugfélag sem á flestar flugvélar af þessari gerð og hefur það haft töluverðar afleiðingar í för með sér á flugáætlanir félagsins. Þá segist forstjórinn opinn fyrir því að félagið muni í framtíðinni frekar versla flugvélar af aðalkeppinauti Boeing, Airbus. Umfjöllun NBC sjónvarpsstöðvarinnar má horfa á hér fyrir neðan. Bandaríkin Fréttir af flugi Boeing Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Í umfjöllun Reuters kemur fram að engan hafi sakað vegna þessa. Hjólið hafi dottið af og rúllað í burtu. Hundrað áttatíu og fjórir farþegar voru um borð í flugvélinni sem fljúga átti til Bogota í Kólumbíu. Miðillinn segir forsvarsmenn Boeing ekki vilja tjá sig um málið. Þess í stað hafi þeir beint spurningum til flugfélagsins. Bandarísk flugmálayfirvöld, FAA, eru með málið til rannsóknar. Fjöldi lausra skrúfa í flugvélum Alaska Airlines Málið kemur á óheppilegum tíma fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann. Nýlega féll hurð af annarri tegund vélar úr smiðju framleiðandans, Boeing 737 Max 9 flugvél í eigu Alaska Airlines, í miðri flugferð. Eftir það voru flugvélar 171 flgvél af þessari gerð kyrrsettar í Bandaríkjunum. Það teygði anga sína einnig hingað til lands en forsvarsmenn Icelandair sem eiga fjórar Boeing flugvélar af þessari gerðu settu sig í samband við flugvélaframleiðandann. Í ljós kom að ekki er sami búnaður til staðar í flugvélum Icelandair sem þurfti því ekki að grípa til ráðstafana. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur nú eftir Ben Minicucci að við rannsókn á kyrrsettum flugvélum AlaskaAirlines hefði komið í ljós að skrúfubiltar hefðu verið lausir í „mörgum“ flugvélanna. Þá segja forsvarsmenn United flugfélagsins það sama. „Ég er ekki bara pirraður og vonsvikinn,“ hefur bandaríska sjónvarpsstöðin eftir forstjóranum. „Ég er reiður. Þetta gerðist fyrir Alaska Airlines. Þetta gerðist fyrir gestina okkar og okkar fólk. Og krafa mín til Boeing er sú að þeir umbreyti sínum gæðaferlum.“ Fram kemur í umfjöllun NBC að allar flugvélar af þessari gerð í Bandaríkjunum séu enn kyrrsettar og áfram til rannsóknar. Ekki sé ljóst á þessari stundu hvenær flugvélarnar fái að fara aftur í loftið. Alaska Airlines er það flugfélag sem á flestar flugvélar af þessari gerð og hefur það haft töluverðar afleiðingar í för með sér á flugáætlanir félagsins. Þá segist forstjórinn opinn fyrir því að félagið muni í framtíðinni frekar versla flugvélar af aðalkeppinauti Boeing, Airbus. Umfjöllun NBC sjónvarpsstöðvarinnar má horfa á hér fyrir neðan.
Bandaríkin Fréttir af flugi Boeing Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira