Innlent

Ró­leg nótt hjá lög­reglu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Einn gisti í fangaklefa í nótt. 
Einn gisti í fangaklefa í nótt.  Vísir/vilhelm

Nóttin var róleg hjá lögreglunni samkvæmt dagbók lögreglu. Alls voru 29 mál skráð í LÖKE, skráningarkerfi lögreglunnar, frá því klukkan fimm síðdegis í gær og þar til klukkan fimm í nótt.

Í dagbók lögreglu segir að eitthvað hafi verið um aðstoðarbeiðnir vegna veikinda og vegna fólks í annarlegu ástandi.

Einn gisti í fangageymslu vegna líkamsárásar. Þá voru einnig höfð afskipti af ökumönnum sem annað hvort óku undir áhrifum áfengis eða vímuefna, eða of hratt. Tekin voru skráningarmerki af einu ökutæki sem ekki var tryggt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×